Morgunblaðið - 30.01.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 30.01.2010, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Í DAG, laugardag, kl. 14:00 standa Austfirðingar og Vestfirðingar fyr- ir mótmælum fyrir framan starfs- stöðvar RÚV á Egilsstöðum og Ísa- firði. Þar verður mótmælt niður- skurði og uppsögnum starfsmanna Svæðisútvarps Austurlands og lok- un stöðvarinnar á Ísafirði. Í tilkynningu frá hópnum á Aust- urlandi segir að Ríkisútvarpið standi ekki lengur undir nafni sem útvarp allra landsmanna og þessar uppsagnir komi sérlega illa við Austurland. „Ríkisútvarpið hefur bæði öryggis- og menningarlegum skyldum að gegna og því skorum við á stjórn RÚV og menntamála- ráðherra að grípa inn í þessa at- burðarás,“ segir í tilkynningu Vest- firðinga. Mótmæla við RÚV UPPLÝSINGA- VEFUR dóms- málaráðuneyt- isins um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslunnar 6. mars nk. hefur verið opnaður. Á vefnum sem hef- ur slóðina www.kosning.is er að finna fróðleik og hagnýtar upplýs- ingar er lúta að framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðslunnar. Upplýs- ingarnar nýtast almennum kjósendum og þeim sem vinna að kosningunum, t.d. varðandi kjör- skrá, utankjörfundaratkvæða- greiðslur og atkvæðagreiðslu á kjördegi. Fjallað er um lög og reglugerðir, framkvæmd kosninga og fleira. Upplýsingar um þjóðaratkvæða- greiðsluna Kanarí 5. febrúar - 12 nætur Ótrúlegt sértilboð Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 154.900 -með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Dunas Mirador í 12 nætur með „öllu inniföldu“. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“. 167.900 kr. Aukalega m.v. gistingu á Hotel Eugenia Victoria með „öllu inniföldu“ kr. 33.300. Frá kr. 154.900 með „öllu innifö ldu” HOTEL DUNAS MIRADOR - Ótrúlegt sértilboð! Nú bjóðum við allra síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 5. febrúar á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð með „öllu inniföldu“ á Hotel Dunas Mirador Maspalomas, sem er gott hótel í Sonnenland í Maspalomas sem er frábær kostur fyrir bæði pör og barnafjölskyldur. Þetta eru allra síðustu sætin í febrúar - fleiri sértilboð eru einnig í boði í mars. Ath. aðeins örfá sæti í boði! Flogið er til London á leið til Kanaríeyja. Beint flug heim frá Kanaríeyjum. ÞÚSUNDIR landsmanna hafa sent landsliðsmönnum stuðningskveðjur á ibs.is, eða „Í blíðu og stríðu“, vett- vangi til stuðnings landsliðinu í handbolta. Vefurinn er einskonar miðstöð áhangenda landsliðsins meðan á Evrópumótinu í Austurríki stendur og þar gefst fólki kostur á að taka upp hljóð- og myndkveðjur með vefmyndavél. Þátttakan hefur verið gífurlega mikil og hægt að taka upp kveðjur í gegnum mbl.is og visir.is. Í gærmorgun höfðu meira en 2.000 myndkveðjur verið settar inn á vefinn til að styðja strákana og yfir 23.000 heimsóknir eru á ibs.is á hverjum degi. Morgunblaðið/Kristinn Áfram Ísland! Öflugur stuðningur. Mikill stuðningur FÉLAGIÐ Sterkara Ísland – þjóð meðal þjóða, hefur opnað nýjan samfélagsvef á slóðinni www. sterkaraisland.is. Sterkara Ísland – þjóð meðal þjóða, er félagsskapur fólks sem vill vinna að aðild Íslands af Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamn- ingi og upplýstri umræðu um aðild- ina. Vefurinn er vettvangur fyrir skoðana- og upplýsingaskipti þar sem fjallað verður um öll málefni sem tengjast aðildarumsókn Ís- lands að Evrópusambandinu. Með vefnum og samskiptum þar getur fólk hvaðan sem er af landinu verið virkt í starfinu, segir í tilkynningu. Sterkara Ísland – þjóð meðal þjóða STUTT Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MUNNLEGUR málflutningur um frávísunarkröfu í skaðabótamáli um 300 manns á hendur Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra fyrir hönd fjármálaráðuneytisins vegna íslenska ríkisins fer fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í næstu viku. Hilmar Gunnlaugsson hrl. rekur málið fyrir hönd stefnenda. Viðurkenni ábyrgð ríkisins Hver stefnandi krefst þess að við- urkennd verði sjálfskuldarábyrgð ríkisins á tjóni viðkomandi vegna þess mismunar sem var á verðmæti hlutdeildarskírteina í peningabréf- um Landsbankans við lokun mark- aða 3. október 2008 og við uppgjör til hlutdeildarskírteinishafa 29. október sama ár. Tjón stefnenda felst í því að hlutdeildarskírteini þeirra voru met- in 68,8% af skráðu verðgildi síðasta opna markaðsdag hjá Kauphöllinni. Til vara er þess krafist að viður- kennd verði einföld ábyrgð ríkisins á tjóninu. Til þrautavara er þess krafist að viðurkennd verði með dómi skaða- bótaábyrgð ríkisins á tjóni stefn- enda vegna þess mismunar sem var á verðmæti hlutdeildarskírteina í peningabréfunum sem hlaust af setningu neyðarlaganna, sem tóku gildi 7. október 2008. Til þrautaþrautavara er þess kraf- ist að viðurkennd verði með dómi fé- bótaábyrgð ríkisins á tjóninu vegna neyðarlaganna. Þess er jafnframt krafist að ís- lenska ríkið greiði stefnendum máls- kostnað. Orð ráðherra standi Í stefnunni er meðal annars vísað til orða þáverandi forsætisráðherra við lokun banka mánudaginn 6. októ- ber 2008 og við setningu neyðarlag- anna skömmu síðar þess efnis að all- ar innistæður Íslendinga og séreignarsparnaður í íslenskum bönkum væru trygg og ríkissjóður myndi sjá til þess að þessar inni- stæður skiluðu sér til sparifjáreig- enda að fullu. Krefst frávísunar Skarphéðinn Þórisson hrl. flytur málið fyrir hönd ríkisins. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi og stefnendur greiði máls- kostnað. Til vara er þess krafist að ríkið verði sýknað af öllum kröfum og að stefnendur greiði máls- kostnað. Stefndi mótmælir því að ráð- herrar hafi lýst því yfir að ríkið myndi tryggja hlutdeildarskírteini og segir að ákvæði um forgangsrétt innistæðukrafna við slit fjármálafyr- irtækja í neyðarlögunum taki ekki til ýmissa ávöxtunarsjóða og þar á meðal peningamarkaðsbréfa. Um 300 manns höfða mál á hendur íslenska ríkinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Réttur Þeir sem áttu peningamarkaðsbréf í Landsbankanum töpuðu þriðj- ungi af sparnaði sínum og vilja að ríkið tryggi að þeir fái tjónið bætt. Í HNOTSKURN »Í stefnunni kemur fram aðstarfsmenn Landsbankans hafi hvatt viðskiptavini bank- ans til að fjárfesta í hlutdeild- arskírteinunum sem áhættu- lausum eða -litlum fjárfestingarkosti. »Þegar stefnendur keyptu ípeningabréfum nutu inni- stæðureikningar ábyrgðar sérstaks tryggingarsjóðs.  Eigendur peningamarkaðsbréfa í Landsbankanum leita saman réttar síns KOSIÐ verður til sveitarstjórna hér á landi í maí næstkomandi. Morgunblaðið mun þangað til reglulega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. Kosningar árið 2010 Framsóknarmenn í Kópavogi efna til prófkjörs hinn 27. febrúar nk. Kosið verður í sex efstu sætin á framboðs- lista flokksins við sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 29. maí næstkomandi. Eftirtaldir bjóða sig fram í prófkjörinu: Alexander Arnarson málarameistari, Andrés Pét- ursson, skrifstofu- og fjármálastjóri, Baldvin Sam- úelsson tryggingaráðgjafi, Birna Árnadóttir húsmóðir, Einar Kristján Jónsson rekstrarstjóri, Gestur Valgarðsson verkfræð- ingur, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Kristján Matthíasson efna- fræðingur, Ólöf Pálína Úlfarsdóttir kennari, Ómar Stefánsson bæjar- fulltrúi, Ragnhildur Konráðsdóttir ráðgjafi, Sigurjón Jónsson markaðsfulltrúi og Una María Óskarsdóttir, uppeldis- og mennt- unarfræðingur. Prófkjör framsóknarmanna í Kópavogi HELGA Ragnheið- ur Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4 sæti í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í Hafnar- firði sem fram fer í dag. Helga Ragnheiður hefur setið í fræðslu- ráði og starfað ötullega að félags- málum í Hafnarfirði. Helga Ragnheiður stefnir á 3-4. sæti EINAR Kristján Jónsson rekstrar- stjóri býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Fram- sóknarflokksins í Kópavogi. Hann hefur verið virkur í flokksstarfi Framsóknar um langt skeið. Þá hefur Einar Kristján setið í ýmsum nefndum Kópavogs á und- anförnum árum. Einar Kristján stefnir á 1. sætið SKARPHÉÐINN Orri Björnsson, varabæjarfulltrúi og framkvæmda- stjóri, gefur kost á sér í eitt af efstu sætunum í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Hann hefur verið varabæjar- fulltrúi með hléi frá árinu 1998. Skarphéðinn stefn- ir á efstu sætin KRISTINN Ander- sen, verkfræð- ingur og rann- sóknastjóri hjá Marel, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði í dag. Kristinn hefur starfað í mörgum nefndum bæjar- ins undanfarin 15 ár auk annarra trúnaðarstarfa. Kristinn gefur kost á sér í 2. sæti listans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.