Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Í DAG, laugardag, kl. 14:00 standa Austfirðingar og Vestfirðingar fyr- ir mótmælum fyrir framan starfs- stöðvar RÚV á Egilsstöðum og Ísa- firði. Þar verður mótmælt niður- skurði og uppsögnum starfsmanna Svæðisútvarps Austurlands og lok- un stöðvarinnar á Ísafirði. Í tilkynningu frá hópnum á Aust- urlandi segir að Ríkisútvarpið standi ekki lengur undir nafni sem útvarp allra landsmanna og þessar uppsagnir komi sérlega illa við Austurland. „Ríkisútvarpið hefur bæði öryggis- og menningarlegum skyldum að gegna og því skorum við á stjórn RÚV og menntamála- ráðherra að grípa inn í þessa at- burðarás,“ segir í tilkynningu Vest- firðinga. Mótmæla við RÚV UPPLÝSINGA- VEFUR dóms- málaráðuneyt- isins um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslunnar 6. mars nk. hefur verið opnaður. Á vefnum sem hef- ur slóðina www.kosning.is er að finna fróðleik og hagnýtar upplýs- ingar er lúta að framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðslunnar. Upplýs- ingarnar nýtast almennum kjósendum og þeim sem vinna að kosningunum, t.d. varðandi kjör- skrá, utankjörfundaratkvæða- greiðslur og atkvæðagreiðslu á kjördegi. Fjallað er um lög og reglugerðir, framkvæmd kosninga og fleira. Upplýsingar um þjóðaratkvæða- greiðsluna Kanarí 5. febrúar - 12 nætur Ótrúlegt sértilboð Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 154.900 -með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Dunas Mirador í 12 nætur með „öllu inniföldu“. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“. 167.900 kr. Aukalega m.v. gistingu á Hotel Eugenia Victoria með „öllu inniföldu“ kr. 33.300. Frá kr. 154.900 með „öllu innifö ldu” HOTEL DUNAS MIRADOR - Ótrúlegt sértilboð! Nú bjóðum við allra síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 5. febrúar á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð með „öllu inniföldu“ á Hotel Dunas Mirador Maspalomas, sem er gott hótel í Sonnenland í Maspalomas sem er frábær kostur fyrir bæði pör og barnafjölskyldur. Þetta eru allra síðustu sætin í febrúar - fleiri sértilboð eru einnig í boði í mars. Ath. aðeins örfá sæti í boði! Flogið er til London á leið til Kanaríeyja. Beint flug heim frá Kanaríeyjum. ÞÚSUNDIR landsmanna hafa sent landsliðsmönnum stuðningskveðjur á ibs.is, eða „Í blíðu og stríðu“, vett- vangi til stuðnings landsliðinu í handbolta. Vefurinn er einskonar miðstöð áhangenda landsliðsins meðan á Evrópumótinu í Austurríki stendur og þar gefst fólki kostur á að taka upp hljóð- og myndkveðjur með vefmyndavél. Þátttakan hefur verið gífurlega mikil og hægt að taka upp kveðjur í gegnum mbl.is og visir.is. Í gærmorgun höfðu meira en 2.000 myndkveðjur verið settar inn á vefinn til að styðja strákana og yfir 23.000 heimsóknir eru á ibs.is á hverjum degi. Morgunblaðið/Kristinn Áfram Ísland! Öflugur stuðningur. Mikill stuðningur FÉLAGIÐ Sterkara Ísland – þjóð meðal þjóða, hefur opnað nýjan samfélagsvef á slóðinni www. sterkaraisland.is. Sterkara Ísland – þjóð meðal þjóða, er félagsskapur fólks sem vill vinna að aðild Íslands af Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamn- ingi og upplýstri umræðu um aðild- ina. Vefurinn er vettvangur fyrir skoðana- og upplýsingaskipti þar sem fjallað verður um öll málefni sem tengjast aðildarumsókn Ís- lands að Evrópusambandinu. Með vefnum og samskiptum þar getur fólk hvaðan sem er af landinu verið virkt í starfinu, segir í tilkynningu. Sterkara Ísland – þjóð meðal þjóða STUTT Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MUNNLEGUR málflutningur um frávísunarkröfu í skaðabótamáli um 300 manns á hendur Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra fyrir hönd fjármálaráðuneytisins vegna íslenska ríkisins fer fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í næstu viku. Hilmar Gunnlaugsson hrl. rekur málið fyrir hönd stefnenda. Viðurkenni ábyrgð ríkisins Hver stefnandi krefst þess að við- urkennd verði sjálfskuldarábyrgð ríkisins á tjóni viðkomandi vegna þess mismunar sem var á verðmæti hlutdeildarskírteina í peningabréf- um Landsbankans við lokun mark- aða 3. október 2008 og við uppgjör til hlutdeildarskírteinishafa 29. október sama ár. Tjón stefnenda felst í því að hlutdeildarskírteini þeirra voru met- in 68,8% af skráðu verðgildi síðasta opna markaðsdag hjá Kauphöllinni. Til vara er þess krafist að viður- kennd verði einföld ábyrgð ríkisins á tjóninu. Til þrautavara er þess krafist að viðurkennd verði með dómi skaða- bótaábyrgð ríkisins á tjóni stefn- enda vegna þess mismunar sem var á verðmæti hlutdeildarskírteina í peningabréfunum sem hlaust af setningu neyðarlaganna, sem tóku gildi 7. október 2008. Til þrautaþrautavara er þess kraf- ist að viðurkennd verði með dómi fé- bótaábyrgð ríkisins á tjóninu vegna neyðarlaganna. Þess er jafnframt krafist að ís- lenska ríkið greiði stefnendum máls- kostnað. Orð ráðherra standi Í stefnunni er meðal annars vísað til orða þáverandi forsætisráðherra við lokun banka mánudaginn 6. októ- ber 2008 og við setningu neyðarlag- anna skömmu síðar þess efnis að all- ar innistæður Íslendinga og séreignarsparnaður í íslenskum bönkum væru trygg og ríkissjóður myndi sjá til þess að þessar inni- stæður skiluðu sér til sparifjáreig- enda að fullu. Krefst frávísunar Skarphéðinn Þórisson hrl. flytur málið fyrir hönd ríkisins. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi og stefnendur greiði máls- kostnað. Til vara er þess krafist að ríkið verði sýknað af öllum kröfum og að stefnendur greiði máls- kostnað. Stefndi mótmælir því að ráð- herrar hafi lýst því yfir að ríkið myndi tryggja hlutdeildarskírteini og segir að ákvæði um forgangsrétt innistæðukrafna við slit fjármálafyr- irtækja í neyðarlögunum taki ekki til ýmissa ávöxtunarsjóða og þar á meðal peningamarkaðsbréfa. Um 300 manns höfða mál á hendur íslenska ríkinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Réttur Þeir sem áttu peningamarkaðsbréf í Landsbankanum töpuðu þriðj- ungi af sparnaði sínum og vilja að ríkið tryggi að þeir fái tjónið bætt. Í HNOTSKURN »Í stefnunni kemur fram aðstarfsmenn Landsbankans hafi hvatt viðskiptavini bank- ans til að fjárfesta í hlutdeild- arskírteinunum sem áhættu- lausum eða -litlum fjárfestingarkosti. »Þegar stefnendur keyptu ípeningabréfum nutu inni- stæðureikningar ábyrgðar sérstaks tryggingarsjóðs.  Eigendur peningamarkaðsbréfa í Landsbankanum leita saman réttar síns KOSIÐ verður til sveitarstjórna hér á landi í maí næstkomandi. Morgunblaðið mun þangað til reglulega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. Kosningar árið 2010 Framsóknarmenn í Kópavogi efna til prófkjörs hinn 27. febrúar nk. Kosið verður í sex efstu sætin á framboðs- lista flokksins við sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 29. maí næstkomandi. Eftirtaldir bjóða sig fram í prófkjörinu: Alexander Arnarson málarameistari, Andrés Pét- ursson, skrifstofu- og fjármálastjóri, Baldvin Sam- úelsson tryggingaráðgjafi, Birna Árnadóttir húsmóðir, Einar Kristján Jónsson rekstrarstjóri, Gestur Valgarðsson verkfræð- ingur, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Kristján Matthíasson efna- fræðingur, Ólöf Pálína Úlfarsdóttir kennari, Ómar Stefánsson bæjar- fulltrúi, Ragnhildur Konráðsdóttir ráðgjafi, Sigurjón Jónsson markaðsfulltrúi og Una María Óskarsdóttir, uppeldis- og mennt- unarfræðingur. Prófkjör framsóknarmanna í Kópavogi HELGA Ragnheið- ur Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4 sæti í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í Hafnar- firði sem fram fer í dag. Helga Ragnheiður hefur setið í fræðslu- ráði og starfað ötullega að félags- málum í Hafnarfirði. Helga Ragnheiður stefnir á 3-4. sæti EINAR Kristján Jónsson rekstrar- stjóri býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Fram- sóknarflokksins í Kópavogi. Hann hefur verið virkur í flokksstarfi Framsóknar um langt skeið. Þá hefur Einar Kristján setið í ýmsum nefndum Kópavogs á und- anförnum árum. Einar Kristján stefnir á 1. sætið SKARPHÉÐINN Orri Björnsson, varabæjarfulltrúi og framkvæmda- stjóri, gefur kost á sér í eitt af efstu sætunum í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Hann hefur verið varabæjar- fulltrúi með hléi frá árinu 1998. Skarphéðinn stefn- ir á efstu sætin KRISTINN Ander- sen, verkfræð- ingur og rann- sóknastjóri hjá Marel, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði í dag. Kristinn hefur starfað í mörgum nefndum bæjar- ins undanfarin 15 ár auk annarra trúnaðarstarfa. Kristinn gefur kost á sér í 2. sæti listans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.