Morgunblaðið - 16.03.2010, Side 1

Morgunblaðið - 16.03.2010, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. M A R S 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 62. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF BYRJAR DAGINN Á ÞVÍ AÐ LEIKA BÝFLUGU «ÍÞRÓTTIR Fjölmennt þrepa- mót í fimleikum 6  Tímabundin niðurfelling dráttar- vaxta fæli í sér að í stað þess að fólk greiði 16,5% dráttarvexti greiði það almenna vexti en þeir eru núna 8,5% ef um er að ræða óverð- tryggðar skuldir og 4,8% ef skuldin er verðtryggð. Skv. frumvarpi nær niðurfellingin líka til krafna ríkis og sveitarfélaga vegna skatta eða opinberra gjalda í vanskilum. »11 Dráttarvextir féllu líka niður hjá ríki og sveitarfélögum  Arion banki stendur frammi fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna lán- veitinga til svínaræktar, en greinin glímir núna við alvarlega fjárhags- erfiðleika. Ekki eru nema sjö ár lið- in frá því að forveri hans, Kaup- þing, þurfti að afskrifa milljarða vegna taps og gjaldþrots í svína- rækt og fyrirtækjum sem tengdust henni. Þá eins og nú voru það svínabúin í Brautarholti og á Hýru- mel sem voru í verstri stöðu. Arion banki er búinn að yfirtaka þessi tvö bú. »16 Tekur aftur á sig mikið fjártjón vegna svínaræktar Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is ALLAR líkur eru á því að íslenska ríkið sæki sér fé á erlenda fjármálamarkaði síðar á þessu ári að sögn Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. Skilyrði þess eru þó nær örugglega þau að staða varðandi Icesave og framgang efnahagsáætlunarinnar í samvinnu við AGS hafi skýrst. Markmið lántökunnar yrði að ryðja brautina fyrir erlenda fjármögnun opinberra fyrir- tækja. Gylfi segist hafa rætt við erlenda bankamenn undir lok síðasta árs og fengið þau skilaboð að fjármagns- markaðir gætu opnast íslenska ríkinu á þessu ári. Að sögn Gylfa eru allar líkur á því að ríkið sæki sér fé á erlenda fjármálamörkaði síðar á þessu ári. Það yrði þó ekki gert til þess að mæta fjármagnsþörf ríkisins heldur til þess að ryðja leiðina fyrir framkvæmdir á vegum opinberra fyrirtækja. Slíkri lántöku yrði þar af leiðandi ætlað að senda þau skilaboð út til mark- aðarins að ríkið hefði aðgengi að lánsfé og það ætti að koma þeim sem fylgja í kjölfarið til góða. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvaða fjár- magnskjör muni standa til boða en segist þó gera ráð fyrir að kjörin yrðu lakari en á gjaldeyrislánum Norðurlandanna. Þau lán eru með 275 punkta álagi ofan á þriggja mánaða EURIBOR-vexti sem eru nú tæplega 0,7%. Aðspurður um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á áætlaðri fjármagnsþörf ríkisins frá því að stjórnvöld komu sér saman um efnahagsáætlunina í samstarfi við AGS veturinn 2008 segir Gylfi svo ekki vera. Full þörf sé á þeim lánum sem hafi verið sam- þykkt að taka í tengslum við áætlunina en þau munu nýtast til þess að endurfjármagna eldri lán og til þess að draga úr lánsfjárþörf ríkisins á innlendum skuldabréfamarkaði. Gylfi segir hinsvegar álitamál hvort heppilegra sé að taka þau inn í forðann í ár eða á því næsta. Þetta stafar meðal annars af því að á meðan lánin standa óhreyfð stafar af þeim kostnaður vegna neikvæðs vaxtamunar. Ríkið stefnir á frekari lántökur Erlend lán tekin síðar á árinu til þess að ryðja brautina fyrir opinber fyrirtæki LÍTIÐ virðist þokast í samningsátt í kjaradeilu flug- umferðarstjóra og ríkisins. Samningafundi var slitið í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í gær og hefst nýr fundur klukkan hálftíu í dag. „Við erum að skoða einhverja hluti og kíkjum á þá betur á morgun [í dag]. En betur má ef duga skal,“ segir Ottó Garðar Eiríksson, formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa boðað fjögurra klukku- stunda verkfall frá klukkan 7 til 11 í fyrramálið og aftur á föstudag hafi ekki samist fyrir þann tíma, og verði stjórnvöld ekki bú- in að binda enda á verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu, líkt og gefið hefur verið í skyn. Viðræður skila litlu Eftir Andra Karl andri@mbl.is TÍU húseignir á Selfossi voru boðnar upp í gærmorgun og tólf verða boðnar upp fyrir hádegið í dag. „Ekki verstu dagarnir. Fleiri eignir hafa verið boðnar upp á ein- um degi,“ segir sýslumaður. Á síð- asta ári voru gefin út 258 afsöl hjá embætti sýslumanns á Selfossi, tvöfalt fleiri en árið 2008 og það þrátt fyrir möguleika á frestun uppboðs. Engin sérstök ástæða er fyrir fjölda nauðungaruppboða á Sel- fossi um þessar mundir, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslu- manns. „Sumt af þessu teygir anga sína langt aftur fyrir hrun. Þetta er svo að aukast núna, við erum farnir að sjá vandamál sem urðu til í hruninu eða eftir það.“ Hann segir ekki ýkja mikið um frestanir á nauðungaruppboðum þó svo að alltaf sé eitthvað um það. Ekki skemmtilegasta verkið Spurður um hverjir hefðu keypt eignirnar í gær segir Ólafur að það hafi helst verið lögveðshafar, en lögveðskröfum verður að koma í uppboð innan tveggja ára. Svo eins og gengur voru það Íbúðalánasjóð- ur og bankarnir. Ólafur viðurkennir að þetta embættisverk sé ekki það gleðileg- asta, og húsráðendur bregðast misjafnlega við. Í sumum tilvikum hefur fólk þó yfirgefið landið þann- ig að ekki er mætt af hálfu gerð- arþola. „En að öllu jöfnu er fólk ótrúlega kurteist.“ Segja má að það hafi verið stöð- ug uppboð á Selfossi, og hægt að gera því skóna að fólk hafi teflt ansi djarft á köflum. Hvað varðar síðasta ár var að vísu töluvert um uppboð á sumarhúsum og sumar- húsalóðum. „Frægasta dæmið er líklega sumarhúsalóðirnar 65 sem seldar voru á tveimur og hálfri klukkustund.“ Hrina uppboða á húseignum á Selfossi í vikunni  Tuttugu og tvær húseignir boðnar upp á Selfossi á tveimur dögum » Árið 2008 voru gefin út 129 afsöl á Selfossi » Á síðasta ári reynd- ust afsölin tvöfalt fleiri ÞAÐ er ekki amalegt að bregða sér í bæjarferð þegar veðrið er gott og finna fyrsta ilminn af vorinu. Þessar stelpur nutu miðbæjarlífsins í Austur- strætinu í góðum félagsskap í gær en sú yngri virtist ekki sætta sig við kerruna heldur hreykti sér á háhesti. Tíðin hefur verið einstaklega mild í höfuðborginni undanfarið, víða er tekið að bruma í görðum og fyrstu geit- ungarnir komnir á stjá. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að borið hafi á því að geitungar hafi rumskað af vetrarsvefni nú á útmánuðum í meiri mæli en áður, en slíkt svefnrask hafi heyrt til undantekninga á þessum árs- tíma. Nú þegar hafi stofnuninni borist átta tímasettar tilkynningar. Morgunblaðið/Ómar GÖNGUTÚR MEÐ PABBA VERÐI ákvæði um leigu á skötusel utan aflamarks að lögum mun Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ekki nýta ákvæðið til fulls á þessu fiskveiðiári. Í ákvæðinu, sem mjög hefur verið deilt um, er heimildar- ákvæði um leigu á allt að tvö þús- und tonnum af skötusel. Líklegt er að ráðherra muni heimila leigu á 5-600 tonnum. Samkvæmt upplýsingum úr sjáv- arútvegsráðuneytinu mun ráð- herra taka mið af aflamarksúthlut- unum forvera sinna og heildarveiði síðustu ára. Undanfarin ár hefur alltaf verið úthlutað meiri afla- heimildum í skötusel en ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar hef- ur gert ráð fyrir. Á fiskveiði- árunum frá 2003 til 2009 var að meðaltali úthlutað um 600 tonnum umfram ráðgjöf, sem gerir 30% að jafnaði. Hafrannsóknastofnun lagði til í fyrra að ekki yrðu veidd nema 2.500 tonn úr stofninum á þessu fiskveiðiári og var aflamark ákveð- ið í samræmi við það. Hins vegar kæmi leigukvótinn til viðbótar. aij@mbl.is 5-600 tonn af skötusel utan aflamarks

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.