Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Unu Sighvatsdóttir
una@mbl.is
HEILDARSKULDIR ríkissjóðs
hafa aukist um 866 milljarða í kjölfar
falls bankanna, eða úr 310 milljörð-
um króna árið 2007 í 1.176 milljarða í
lok árs 2009.
Þetta þýðir að heildarskuldir rík-
issjóðs sem hlutfall af landsfram-
leiðslu voru 78% í lok árs 2009.
Fjármálaráðuneytið segir að rekja
megi stærstan hluta þessarar miklu
skuldaaukningar til fjárfestingar í
eignum sem standi á móti þeim
skuldum. Þannig hafi erlendar
skuldir ríkissjóðs numið 356 millj-
örðum í lok árs 2009 en á móti þeim
standi gjaldeyrisvaraforði að fjár-
hæð 281 milljarður. Hreinar erlend-
ar skuldir voru því 75 milljarðar.
Innstæður 164 milljarðar
Þá nema skuldir vegna endur-
reisnar á bankakerfinu um 186 millj-
örðum króna en á móti þeim standa
samsvarandi eignarhlutar og lán-
veitingar til bankanna.
Innlendar markaðsskuldir nema
625 milljörðum en á móti þeim eru
innstæður ríkissjóðs í Seðlabankan-
um að fjárhæð 164 milljarðar.
Ráðuneytið segir að núverandi
lausafjárstaða ríkissjóðs sé góð og
voru innstæður ríkissjóðs í Seðla-
bankanum 164 milljarðar um síðustu
áramót. Ríkissjóður getur því, að
sögn fjármálaráðuneytisins, endur-
fjármagnað lán að andvirði 130 millj-
arða, sem eru á gjalddaga á árinu.
Fjárþörf ríkissjóðs vegna halla-
reksturs hafi verið fjármögnuð að
fullu á innlendum skuldabréfamark-
aði sem sé til marks um það traust
sem fjárfestar beri til ríkisins.
Minnkandi skuldir á næsta ári
Samkvæmt langtímaáætlun í rík-
isfjármálum sem lögð var fyrir Al-
þingi síðastliðið haust er gert ráð
fyrir því að heildarafkoma ríkissjóðs
verði í jafnvægi árið 2012 og að af-
koman verði jákvæð 2013.
Skv. áætluninni munu skuldir fara
minnkandi frá og með næsta ári.
Ríkið skuldar 1.176 ma.kr.
Í HNOTSKURN
»Heildarskuldir ríkissjóðs íárslok 2009 námu 78% af
vergri landsframleiðslu.
»Á sama tíma námu hreinarskuldir ríkissjóðs 395 af
VLF en á móti þeim standa
eignir s.s. í orkufyrirtækjum.
Heildarskuldir ríkissjóðs hafa tæplega fjórfaldast eftir hrun bankakerfisins
Lausafjárstaðan er þó trygg og stendur undir afborgunum fram á næsta ár
STARFSFÓLK Loðnuvinnslunnar hafði nóg að
gera í gær eftir að norska loðnuveiðiskipið
Staalöy kom til hafnar á Fáskrúðsfirði um
fimmleytið með 1.200 tonn af loðnu úr Barents-
hafi. Að sögn Gísla Jónatanssonar, fram-
kvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar, voru hrogn
unnin úr loðnunni í gærkvöldi og í nótt. „Það er
mikið að gera á Fáskrúðsfirði og hljóðið er gott í
fólki,“ en búið er að vinna um 7.500 tonn af loðnu
það sem af er vetri. „Við förum í um 10.000 tonn
með þessu,“ sagði Gísli, því von er á öðru skipi
með 1.200 tonna loðnufarm til Fáskrúðsfjarðar á
miðvikudag – fimmtudag. Ágætlega hafi líka
gengið þrátt fyrir litla loðnuúthlutun þetta árið.
„Þannig að við getum bara verið nokkuð sáttir.“
Ljósmynd/Albert Kemp
Loðna úr Barentshafi unnin á Fáskrúðsfirði
Nóg að gera hjá Loðnuvinnslunni
MAÐURINN sem lést í umferðar-
slysi á Vallarvegi á Héraði á laugar-
dagsmorgun hét Þórólfur Helgi Jón-
asson og var frá Lynghóli í Skriðdal.
Hann var fæddur árið 1988 og var
ógiftur og barnlaus.
Lést í
umferðarslysi
EIGANDA Nesvegar 107 ber að
færa sjóvarnargarð á lóð sinni í fyrra
horf án tafar. Þetta er úrskurður
byggingafulltrúa Seltjarnarnes-
bæjar og hefur eigandanum, sem er
fasteignafélagið B-16, verið veittur
frestur til að verða við tilmælum
bæjaryfirvalda.
Í húsinu býr Guðmundur Krist-
jánsson útgerðarmaður, löngum
kenndur við Brim hf. Athygli vakti á
síðasta ári er hann lét ryðja niður
sjóvarnargarði á nokkurra metra
belti fyrir framan hús sitt án þess að
fá leyfi fyrir aðgerðunum.
Breytingin á sjóvarnargarðinum
getur hins vegar skapað hættu að
mati Siglingastofnunar sem mælist
til þess að garðurinn verði færður í
fyrra horf. Í bréfi byggingafulltrúa
Seltjarnarness til eiganda Nesvegar
107 segir að ljóst sé að „framan-
greindar breytingar á lóðinni og
fjörunni geta skapað hættu og leitt
af sér tjón á fasteignum á svæðinu“.
Hljótist tjón geti það ennfremur leitt
til bótaskyldu lóðarhafa skv. al-
mennum skaðabótarétti.
Eigandi Nesvegar 107 óskaði, eft-
ir að honum bárust athugasemdir
bæjaryfirvalda og áður en úrskurður
byggingafulltrúa lá fyrir, eftir sam-
vinnu um hönnun sjóvarnargarðsins.
Stefán Eiríkur Stefánsson, bæjar-
verkfræðingur á Seltjarnarnesi, seg-
ir beiðnina ekki breyta úrskurðinum.
„Það var ekki sótt um leyfi fyrir
framkvæmdunum fyrirfram líkt og
hefði átt að gera,“ segir hann.
Sjónarmið eigandans varðandi að-
gengi að fjörunni eigi þó fullan rétt á
sér. „Garðinn má vel hanna með til-
liti til þess og vilji hann gera það, þá
er eðlilegast að hann geri það í sam-
vinnu við Siglingastofnun og leggi
hönnunina svo fyrir.“ annaei@mbl.is
Endurreisi varnargarð
Eigandi getur
reynst skaðabóta-
skyldur verði tjón
Morgunblaðið/Ómar
Rof Varnargarðurinn var rofinn.
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr-
skurð Héraðsdóms Reykjaness um
að móðir og fósturfaðir barns sæti
farbanni til 6. apríl. Er maðurinn
grunaður um að hafa hrist barnið og
valdið því áverka.
Fram kemur í úrskurði héraðs-
dóms að barnið var lagt inn á Land-
spítala í ágúst 2009 vegna hratt vax-
andi höfuðmáls. Við rannsóknir á
barninu vaknaði sterkur grunur um
að barnið hefði orðið fyrir áverka,
líklega hristingsáverka. Áverkarnir
voru taldir alvarlegir og kynnu að
hafa í för með sér varanlegar heilsu-
farslegar afleiðingar.
Eftirlýstur í Póllandi
Lögreglan yfirheyrði manninn,
sem kannaðist við að hafa í nokkur
skipti í leik hent barninu upp í loftið
og gripið það. Kvaðst vitni hafa séð
manninn hrista barnið með harka-
legum hætti. Í úrskurðinum kemur
fram að upplýsinga um manninn hafi
verið aflað frá Interpol í heimalandi
hans, Póllandi. Þar sé hann eftir-
lýstur, sem og þekktur að líkams-
árásarbrotum, fjársvikum, efna-
hagsbrotum og ölvunarakstri.
Móðir barnsins er einnig erlend
að uppruna. Segir í úrskurði héraðs-
dóms, sem Hæstiréttur staðfesti, að
nauðsynlegt sé að hún og barnið
dvelji hér áfram svo hægt sé að
rannsaka afleiðingar ætlaðs brots og
af hverju áverkarnir kunni að stafa.
Í farbanni
fyrir að
hrista barn
Áverkarnir alvarlegir