Morgunblaðið - 16.03.2010, Qupperneq 6
Í HNOTSKURN
»Tvö fyrirtæki eru lang-stærst á fóðurmarkaði,
Fóðurblandan og Lífland. Fóð-
urblandan er í eigu Kaup-
félags Skagfirðinga og Auð-
humlu. Fóðurblandan keypti á
sínum tíma Áburðarverk-
smiðjuna og Bústólpa.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„ÞAÐ hljóta að gilda einhverjar
leikreglur þegar kemur að skulda-
niðurfellingu. Það hefur orðið
hrun. Þetta eru hamfarir og það er
verið að reyna að laga til þannig að
fólk geti haldið áfram að búa hérna
og starfrækja fyrirtæki. Það getur
ekki verið að mál séu afgreidd með
þeim hætti að niðurstaðan ráðist af
því undir hvaða ljósastaur maður
stendur,“ sagði Bergþóra Þorkels-
dóttir, framkvæmdastjóri Líflands.
Arion banki hefur samþykkt að
lækka skuldir Fóðurblöndunnar
niður í um tvo milljarða, en fyr-
irtækið skuldaði 5,1 milljarð í árs-
lok 2008. Á móti ætla hluthafarnir
að koma með 600 milljónir í aukið
eigið fé. Helsti samkeppnisaðili
Fóðurblöndunnar er Lífland.
Bergþóra sagði að það væri að
sjálfsögðu jákvætt að bankarnir
væru að taka á skuldavanda fyrir-
tækja og heimila, en það væri full
ástæða til að hafa áhyggjur af
framkvæmdinni. „Maður hlýtur að
gera þá kröfu til bankanna að það
sé gert með sama hætti fyrir alla
og þau hagi sér eins gagnvart
fyrirtækjunum.“
Skekkt samkeppnisstaða
Bergþóra sagði að í ársreikn-
ingum fóðurfyrirtækjanna kæmi
fram að eiginfjárhlutfall Líflands
og Fóðurblöndunnar hefði verið
svipað í árslok 2008. Þá var eigin-
fjárhlutfall Fóðurblöndunnar 12%
og Líflands 15%. „Það segir sig
sjálft að þegar Fóðurblandan fær
u.þ.b. 60% eftirgjöf á skuldum ef
miðað er við heildarskuldir og
koma á móti með 12% í nýtt
hlutafé, að ef við eigum ekki að
njóta sambærilegra kjara þá felur
það í sér afar skekkta samkeppnis-
stöðu. Ég hlýt að gera þá kröfu að
bankarnir skekki ekki alvarlega
samkeppnisstöðu fyrirtækja í svip-
uðum greinum.“
Bergþóra sagðist hafa kannað
hjá viðskiptabanka Líflands hvort
fyrirtækið gæti fengið felldar niður
skuldir líkt og Fóðurblandan og
standa þær viðræður enn yfir. Þó
er óhætt að segja að þunglega hafi
verið tekið í viðlíka lausn og raun-
in varð á í tilfelli Fóðurblöndunn-
ar.
Þess má geta að nýlega kom
fram í fréttum að Sláturfélag
Suðurlands, sem einnig er í fóður-
innflutningi, hefði fengið felldar
niður skuldir sem nema 575 millj-
ónum.
Bergþóra sagðist reikna með að
Fjármálaeftirlitið og Samkeppnis-
eftirlitið hefðu eftirlit með þessu.
Það hlyti að vera verkefni þeirra
að tryggja að fyrirtækin væru skil-
in eftir samkeppnishæf gagnvart
hvort öðru.
Miklar fjárfestingar
Lífland hefur staðið í miklum
fjárfestingum, en fyrirtækið er á
næstu vikum að taka í notkun nýja
fóðurverksmiðju á Grundartanga.
Framkvæmdirnar eru fjármagnað-
ar að stórum hluta með sölu eigna
í Reykjavík. Bergþóra sagði að
Lífland væri í svipaðri stöðu og
flest fyrirtæki í landinu. Á því
hvíldu skuldir í erlendri mynt sem
hefðu næstum tvöfaldast með
hruni krónunnar.
Spyr um leik-
reglur við niður-
fellingu skulda
Fyrirtækið Lífland undrandi á mikilli
skuldalækkun Fóðurblöndunnar
Morgunblaðið/RAX
Lífland Á næstu vikum tekur Líf-
land í notkun nýja verksmiðju.
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
HILDIGUNNUR Hafsteinsdóttir,
lögfræðingur hjá Neytendasamtök-
unum, segir að samtökin hafi í gegn-
um tíðina fengið ótal fyrirspurnir
vegna gjafabréfa og þá fyrst og
fremst vegna gildistíma þeirra.
Lendi fólk í því að eiga gjafabréf
eða hafa gefið slíkt bréf frá fyrirtæki
sem hafi verið tekið til gjaldþrota-
skipta beri það yfirleitt harm sinn í
hljóði. Vissulega sé hægt að gera
kröfu í viðkomandi þrotabú, en það
sé almenn krafa sem fari neðst í
ruslakistuna. Fæstir nenni að standa
í því enda líkurnar á að fá eitthvað
greitt ansi takmarkaðar.
Stuttur gildistími
Engin lög eða reglur eru til um
gjafabréf. Hildigunnur bendir á að
almennur fyrningarfrestur sé fjögur
ár, en semja megi um skemmri tíma.
Fólk átti sig ekki á því að oft gildi
bréfið aðeins í þrjá til sex mánuði og
sá tími sé fljótur að líða. Vissulega sé
auðveld lausn fyrir gefanda að gefa
gjafabréf, ekki síst þegar viðtakandi
„eigi allt“ eða viðkomandi hafi lýst
yfir áhuga á vörum í tiltekinni versl-
un, en reynslan sýni að meiri áhætta
sé fólgin í því að kaupa gjafabréf frá
einni verslun en verslunarkjarna
eins og Kringlunni, Smáralind eða
miðbænum. Ein verslun geti orðið
gjaldþrota en tæplega allar í sama
kjarna á sama tíma.
Bankarnir bjóði einnig upp á
gjafadebetkort en þau hafi líka sína
ókosti. Gildistími þar sé t.d. skemmri
en almenni fyrningarfresturinn.
Hún bendir á að nýlega hafi komið
upp mál þar sem viðkomandi hafi
ætlað að nota gjafabréf eftir að það
rann út. Verslunin hafi verið í fullum
rekstri en hafi neitað að taka við
gjafabréfinu. Samt sem áður segist
hún ekki vilja ganga svo langt að
vara við gjafabréfum vegna þess að
þau séu mjög þægileg gjöf og í lang-
flestum tilvikum gangi þau án vand-
kvæða en engu að síður þurfi að
gæta sín á ákveðnum atriðum.
Hildigunnur segir það spurningu
hvort ekki þurfi að setja lög eða regl-
ur sem verndi neytendur við gjald-
þrot fyrirtækja, rétt eins og t.d.
launakröfur. Það geti reyndar verið
erfitt vegna þess að fyrirtæki verði
gjaldþrota af því að það eigi ekki fyr-
ir kröfum. Varðandi gjafabréf sé
aðalatriðið að brýna fyrir gjafþega
að nota bréfið sem fyrst. Fyrirtæki
geti orðið gjaldþrota eða hætt starf-
semi og verðmætið rýrni með tím-
anum.
Tapað fé
Gísli Tryggvason, talsmaður neyt-
enda, tekur í sama streng. Hann
áréttar að gjafabréf sé tapað fé fari
viðkomandi fyrirtæki á hausinn, en
selji fyrirtæki gjafabréf fram á síð-
asta dag gegn betri vitund áður en
það sé tekið til gjaldþrotaskipta sé
ekki útilokað að hægt sé að halda
fram fjársvikasjónarmiðum.
Hins vegar sé ólíklegt að eigandi
gjafabréfsins hafi árangur sem erf-
iði.
Falskt öryggi
Gjafabréf geta verið varasöm á tímum tíðra gjaldþrota
Gildistíminn er oft mjög stuttur og því vá fyrir dyrum
Fyrirtæki auglýsa gjarnan að ábyrgð sé á tiltekinni vöru til svo og svo
langs tíma. Sé fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta er ábyrgðin fyrir bí.
Hildigunnur Hafsteinsdóttir segir að kaupandi vörunnar eigi kröfu á
fyrirtækið en sé það hætt starfsemi sé í sumum tilfellum hægt að leita til
framleiðanda og í öðrum tilvikum taki annað fyrirtæki yfir skuldbindingar
hins en ekkert sé tryggt í þessu efni.
Gísli Tryggvason segir að almennt sé talað um kvörtunarfrest til tveggja
ára og til fimm ára í undantekningartilvikum. Stundum sé boðið upp á rík-
ari ábyrgð, svokallaða samningsbundna ábyrgð, en fari fyrirtækið á haus-
inn kunni ábyrgðin að vera glötuð.
Ábyrgð án ábyrgðar
Morgunblaðið/Eggert
Trygging Öruggara er að kaupa gjafabréf sem gilda í öllum verslunum í verslunarkjörnum en þau sem aðeins er
hægt að nota í einni ákveðinni verslun, í tiltekinni þjónustu eða á ákveðnum veitingastað.
Gjafabréf getur verið heppileg
lausn, þegar gefa á gjöf, en
margs ber að varast á tímum
tíðra gjaldþrota og mörg dæmi
eru um að viðtakandi hafi setið
uppi með verðlaus bréf.
TVEIR af reyndustu pólförum heims eru nú á göngu yfir
Vatnajökul með þriðja pólfaranum, Haraldi Erni Ólafs-
syni. Þeir lögðu upp á sunnudagsmorgun og komu í
Grímsvötn í gær. Þaðan taka þeir strikið austur jökulinn
og gera ráð fyrir að koma niður af honum til móts við
Snæfell á föstudag.
Harald Örn þarf vart að kynna en hann hefur gengið á
báða pólana, Everest-fjall, hæstu tinda hverrar heims-
álfu og svo mætti áfram telja.
Børge Ousland var fyrstur til að ganga einn á Norður-
pólinn, án utanaðkomandi aðstoðar og sá fyrsti til að
ganga einn og óstuddur yfir Suðurskautslandið.
Erling Kagge skráði nafn sitt í sögubækurnar þegar
hann var sá fyrsti til að komast á alla þrjá „pólana“, þ.e
Norðurpólinn, Suðurpólinn og á tind Everest-fjalls,
hæsta fjalls heims, en það kleif hann árið 1994. Þegar
Kagge útskrifaðist sem lögfræðingur árið 1989 hafði
hann þegar siglt tvisvar yfir Atlantshafið, farið fyrir
Hornhöfða og til Suðurskautslandsins. Hægt er að lesa
um ferðina í pistlum Haraldar á mbl.is. runarp@mbl.is
Þrír pólfarar saman
í Vatnajökulsleiðangri
Morgunblaðið/Einar Falur
Reynsluboltar Þeir hafa allir farið á Norðurpólinn en
ekki endilega tjaldað á sama stað og Haraldur.
Komu að Grímsvötnum í
gær og taka stefnuna austur