Morgunblaðið - 16.03.2010, Side 17

Morgunblaðið - 16.03.2010, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 Ný boðorð „Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa“ er fyrsta boðorðið sem var opinberað fyrir Móse, en sumir hafa gengið öðrum drottni á hönd, skv. þessu skilti á Austurvelli. Árni Sæberg ÚRSKURÐUR umhverfisráðuneyt- isins vegna breyt- inga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúp- verjahrepps í maí 2009 olli ákveðnum straumhvörfum við skipulagsferli sveit- arfélaga. Eins og kunnugt er snerist tillagan um breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá. Niðurstaða ráðuneytisins í maí 2009 var að ekki væri unnt að staðfesta breytinguna þar sem fyrirmælum um forkynningu var ekki fullnægt af sveitarstjórn. Þannig vísaði ráðuneytið í 17. grein skipulags- og bygging- arlaga frá árinu 1997. Í lögunum kveður á um að áður en tillaga að aðalskipulagi, eða verulegum breytingum á því, sé tekin til formlegrar afgreiðslu skuli mark- mið og forsendur kynntar íbúum á fundi eða með öðrum fullnægj- andi hætti. Þetta ákvæði er vænt- anlega hugsað til þess að tryggja aðkomu og áhrif íbúa að skipu- lagsþróun í sínu næsta umhverfi og á fullkomlega rétt á sér þegar um meiriháttar breytingar er að ræða, svo ekki sé talað um svo umdeild mál sem virkjanir. Forkynning felur í sér í reynd tvöfalt auglýsingaferli, þar sem íbúum sveitarfélagsins er kynnt með áberandi hætti að sveitarfé- lagið sé um það bil að fara að kynna með formlegum hætti breytingartillögu við aðal- skipulag. Það þarf sem sagt að auglýsa að senn verði auglýst til- laga að breyttu skipulagi. Aðalskipulag er áætlun og framtíðarsýn sveitarfélagsins til lengri tíma og því vegvísir bæj- aryfirvalda þegar kemur að skipulagsþróun. Slíkt plagg ber að virða og einungis breyta séu ríkar og málefnalegar ástæður til. Undirrituð hefur bæði í ræðu og riti haldið því sjón- armiði stíft á lofti að skipulagsbreyt- ingar skuli vinna af varúð og þá sér- staklega breyt- ingar á aðal- skipulagi. En það er afar mikilvægt að lagaramminn heimili það nauð- synlega svigrúm sem þarf að vera vegna minni- háttar breytinga sem fela ekki í sér heildarendurskoðun eða virkj- anaframkvæmdir. En úrskurður ráðuneytisins frá 2009 hefur á einhvern óskiljan- legan máta orðið til þess að Skipulagsstofnun hefur beint þeim tilmælum til sveitarfélaga að áður en formleg auglýsing á aðal- skipulagsbreytingu fari fram skuli þau áform auglýst sér- staklega með athugasemdar- fresti. Það þarf sem sagt að aug- lýsa að senn verði auglýst tillaga að breyttu skipulagi, sama af hvaða stærðargráðu tillagan er og smávægilegar breytingar á að- alskipulagi upp á nokkra fermetra eru mánuðum saman í ferli. Það þarf að aðgreina með skýr- um hætti þetta tvennt í skipulags- ferlinu því slíkur seinagangur þjónar engum tilgangi og gengur á rétt þeirra sem óska smávægi- legra breytinga á aðalskipulagi. Eftir Guðríði Arnardóttir Guðríður Arnardóttir Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Hugleiðing um breytingar á aðalskipulagi » Smávægilegar breytingar á að- alskipulagi upp á nokkra fermetra geta verið mánuðum sam- an í ferli skv. nýjum tilmælum Skipulags- stofnunar. Amsterdam | Hollenski herinn hefur verið að störfum á vegum Nató í afskekktum og róstu- sömum hluta Afganist- ans frá 2006. Bardagar við talibana hafa stund- um verið þungir. 21 Hol- lendingur hefur látið líf- ið af um 1.800 konum og körlum. Herlið frá öðru aðild- arríki Nató átti að leysa Hollendingana af 2008. Enginn gaf sig fram. Fyrir vikið var verkefni þeirra lengt um tvö ár. En nú hafa sósíal- demókratarnir í hollensku sam- steypustjórninni lýst yfir því að komið sé nóg. Hollensku hermennirnir verði að koma heim. Þar sem kristilegir demókratar eru ekki sammála féll stjórnin. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta, sem þarf á allri hjálp að halda sem kostur er á, jafnvel frá litlum banda- mönnum, þó ekki sé nema af pólitísk- um ástæðum. Í hugum margra Banda- ríkjamanna, sérstaklega þeirra, sem aðhyllast ný-íhaldssemi, kynni þessi hegðun Hollendinga að staðfesta allar þeirrar grunsemdir um sviksemi Evr- ópubúa, sem hafa ánetjast efnislegum þægindum og eru um leið barnalega háðir hervernd Bandaríkjamanna. Þegar syrtir í álinn, segja þeir, koma Evrópubúarnir sér undan. Það er rétt að tvö hryllileg stríð hafa í hugum flestra Evrópubúa tekið glansinn af stríði (öðru gegnir að vissu leyti um Bretland). Sér í lagi Þjóð- verjar hafa enga löngun til hernaðar og af því stafar tregða þeirra til að taka að neitt að sér í Afganistan fyrir utan einföld lögregluverkefni. Minn- ugir um Ypres, Varsjá eða Stalíngrad, að ekki sé minnst á Auschwitz og Tre- blinka, telja margir að það sé gott. Þó koma tímar þar sem friðarhyggja, meira að segja í Þýskalandi, er ófull- nægjandi viðbragð við alvarlegri hættu. Friðarhyggja skýrir hins vegar ekki það sem gerðist í Hollandi. Ástæðan fyrir því að Hollendingar eru hikandi við að vera áfram í Afganistan er ekki hryllingur síðari heimsstyrjaldar held- ur atburðir í litlum bæ í Bosníu sem heitir Srebrenica. Um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar buðust Hollend- ingar til að vernda Srebrenica fyrir serbneskum sveitum herforingjans Ratkos Mladic. Sam- kvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna máttu Hollend- ingarnir, sem aðeins báru skammbyssur, aðeins grípa til vopna í sjálfs- vörn. Stuðningur úr lofti kom aldrei þótt honum hefði verið lofað. Hollendingar voru teknir í gíslingu og hótað með lífláti. Heim- urinn horfði á þegar ráð- þrota Hollendingar leyfðu þungvopnuðum sveitum Mladic að myrða um átta þúsund Bosníu-múslíma, karla og drengi. Það sem gerðist þarna kom heldur ekki friðarhyggju við. Þvert á móti: meginástæðan fyrir því að Hollend- ingar létu setja sig í ómögulega stöðu án hernaðarlegs stuðnings SÞ eða bandamanna í Nató var að þeir voru ofuráfjáðir í að leika mikilvægt hlut- verk, að láta stórveldin taka sig alvar- lega, að geta leikið sér með stóru strákunum. Afleiðingin var sú að þeir sátu uppi með sökina. Nú þegar Hol- lendingar hafa gert skyldu sína í Afg- anistan vilja sósíaldemókratar tryggja að þetta gerist ekki aftur. Vonin um að hafa áhrif umfram stærð, að hafa áhrif á Bandaríkin, var einnig mikilvæg ástæða þess að Bretar tóku þátt í innrásinni í Írak, jafnvel þótt almenningsálitið væri því andvígt. Tony Blair naut sviðsljóssins, jafnvel þótt það væri bara endurskin frá Bandaríkjunum. En þetta var ekki bara þjóðernislegt ofdramb heldur afhjúpaði grundvall- arstöðuna í Vestur-Evrópu eftir stríð. Í staðinn fyrir vernd Bandaríkja- manna höfðu bandamenn í Evrópu alltaf tilhneigingu til að fylgja örygg- isstefnu þeirra. Þetta hefur haldið Nató gangandi frá 1949. Og það var vit í því á meðan Nató gerði það sem það var stofnað til að gera: halda Sov- étmönnum úti (og, án þess að það væri hrópað, Þjóðverjum niðri). Eftir fall Sovétríkjanna var Nató skyndilega án skýrs markmiðs (og það þurfti ekki lengur að halda Þjóðverj- unum niðri). Það er aldrei auðvelt að fá fólk í lýðræðisríkjum með sér í hernað. Það þurfti árás frá Japönum á banda- ríska sjóherinn til að Bandaríkjamenn skærust í leikinn í seinni heimsstyrj- öldinni. Og þegar gamla Júgóslavía var að sogast inn í hörð átök á tíunda áratug 20. aldar vildu hvorki Banda- ríkjamenn né Evrópa skakka leikinn. Þegar herir Nató réðust loks á Serba höfðu 200 þúsund bosnískir múslímar þegar verið myrtir. Það verður nánast ógerningur að halda saman hernaðarbandalagi án augljóss, sameiginlegs óvinar, eða skýrs markmiðs. Bandaríkjamenn ráða enn lögum og lofum í Nató og evrópsku bandamennirnir fylgja þeim þótt það sé aðeins til að viðhalda bandalaginu – og í þeirri von að hafa áhrif á eina stórveldið, sem eftir er. Þetta þýðir að Evrópubúar taka þátt í hernaðarævintýrum, sem Bandaríkja- menn efna til, jafnvel þótt þjóðarhagur Evrópuríkja af því að gera það sé langt frá því skýr. Það er erfitt að sjá hvernig þetta getur haldið áfram mikið lengur. Það er ekki hægt að fara fram á það í lýð- ræðisríkjum að blóði hermanna sé fórnað án afgerandi stuðnings borg- aranna. Eina lausnin er að Evrópuríki dragi úr þörf sinni fyrir Bandaríkin og taki meiri ábyrgð á eigin vörnum. Það er ekki lengur hægt á grund- velli hvers ríkis fyrir sig. Til þess er ekkert Evrópuríki nógu voldugt. Þó getur ekki verið um sameiginlega varnarstefnu að ræða án evrópskrar ríkisstjórnar. Þetta er eins og vandi evrusvæðisins. Hann verður aðeins leystur með pólitískri einingu, en flest- ir Evrópubúar vilja enn ekki stíga það skref. Því sitjum við uppi með ófullnægj- andi ástand þar sem Nató leitar að hlutverki, Bandaríkjamenn hafa minni og minni ráð á að vera lögreglumaður heimsins og Evrópa glímir við að finna leið til að skilgreina sameiginlega hagsmuni. Brestunum í bandalaginu, sem var myndað í kalda stríðinu, mun fjölga. Því að hverjir sem hagsmunir Evrópu eru er ólíklegt að þeirra verði best gætt með að því er virðist enda- lausu stríði við talibana. Eftir Ian Buruma » Því að hverjir sem hagsmunir Evrópu eru er ólíklegt að þeirra verði best gætt með að því er virðist endalausu stríði við talibana. Ian Buruma Höfundur er prófessor í lýðræði og mannréttindum við Bard-háskóla. Nýjasta bók hans heitir Taming the Gods: Religion and Democracy on Three Continents, og er nýkomin út hjá Princeton University Press. © Project Syndicate, 2010. www.project-syndicate.org Undanhald Hollendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.