Morgunblaðið - 16.03.2010, Síða 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010
✝ Fanney Sig-urgeirsdóttir
fæddist í Reykjavík
29. maí 1932. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Eir í Reykjavík 2.
mars sl. Foreldrar
hennar voru Sig-
urgeir Björnsson,
fæddur á Gafli í Flóa
25.10. 1899, d. 18.11.
1943 og Fanney Jóns-
dóttir, fædd í Bræðra-
borg, Seyðisfirði 7.3.
1909, d. 26.10. 1943.
Systkini Fanneyjar
eru: Guðrún Guðlaug, f. 25.8. 1926;
Rósa María, f. 27.11. 1928, d. 13.1.
2010; Benný, f. 9.9. 1929, d. 3.9.
2008; Jónbjörn f. 2.3. 1931, d. 5.8.
1951; María, f. 30.8. 1933; Friðgeir,
f. 18.6. 1935; Margrét Sigurbjörg, f.
1.9. 1936; Sigvaldi, f. 16.2. 1939.
Eftirlifandi maki Fanneyjar er
Magnús Albertsson, f. 24.2. 1932, í
Reykjavík, matsveinn, en þau giftust
25.12.1965. Foreldrar hans voru Al-
bert Guðbjartur Pálsson, f. 11.9.
1893, d. 17.11. 1971, og Ragnhildur
Sumarlína Magnúsdóttir, f. 22.10.
1902, d. 4.7. 1967. Börn Fanneyjar
eru: 1) Ásdís Margrét, f. 15.8. 1956,
hjá elliheimilinu Grund 1967-1969
er hún hóf störf á Borgarspítalanum
við ræstingar og í býtibúri. En með
því starfi vann hún í Breiðholtskjöri
á árunum 1971-82. Fanney hætti 67
ára að vinna og hafði þá unnið á
Borgarspítalanum í 30 ár. Fanney
var mikill vinnuþjarkur, vandvirk
og ósérhlífin. Hún var nær aldrei
veik frá vinnu öll þau ár sem hún
vann. Fanney bjó nær alla sína ævi í
Reykjavík, þ.e. á Bjarnaborg við
Hverfisgötu, á Miklubraut, Sogavegi
og tæp 40 ár í neðra Breiðholti og þá
í Grafarvogi. Um 68 ára aldur
greindist Fanney með Alzheimer-
sjúkdóminn, sem dró hana ásamt
öðru með tímanum til dauða. Fann-
ey fór í dagvistun á Eir 2005, eftir
dagvistun sá barnabarn hennar,
Fanney, um umönnun hennar og fær
hún sérstakar þakkir fyrir það.
Fanney veiktist í mjöðm haustið
2006 og í kjölfarið var hún lögð inn á
hjúkrunarheimilið Skjól, og síðar á
hjúkrunarheimilið Eir í mars 2009,
en þar leið henni mjög vel. Fanney
fékk hægt andlát að viðstöddum
nánustu ástvinum sínum.
Útför Fanneyjar Sigurgeirsdóttur
fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 16.
mars 2010 og hefst athöfnin kl. 15.
gift Þór Kristjánssyni,
börn þeirra: a) Magn-
ús Kristján, f. 23.9.
1976, í sambúð með
Ólínu Kristínu Jóns-
dóttur. b) Solveig
Margrét, f. 26.4. 1979,
sonur hennar Ásþór
Breki, f. 28.4. 2003. c)
Fanney Bjarnþrúður,
f. 11.4. 1984. 2) Ágúst,
f. 15.7. 1966.
Fanney lauk prófi
frá húsmæðraskóla
Reykjavíkur árið 1956
og sótti síðar ýmis
námskeið um ræstitækni. Fanney
ólst upp í stórum systkinahóp. Þau
bjuggu í Bjarnaborg við Hverfisgötu
í Reykjavík. Foreldra sína missti
Fanney með þriggja vikna millibili
árið 1943, aðeins 11 ára gömul. Var
hún þá send til föðurbróður síns
Friðgeirs, f. 1891, d. 1966, og konu
hans Soffíu Richter. Fimmtán ára
fór hún til vinnu að Saurum, 16 ára
gömul á Elliheimilinu Grund sem
hún vann til ársins 1958. Þá starfaði
hún hjá þvottahúsinu Grýtu til 1960
er hún fluttist á Akranes. Þar vann
hún ýmis störf en flytur aftur til
Reykjavíkur 1965. Hún starfar aftur
Elsku besta mamma mín.
Nú eru allar þjáningar þínar að
baki, Nú ertu laus við Alzheimerssjú-
dóminn og líður vel hjá guði, og nú
ertu búin að hitta Bóbó sem þú beiðst
eftir að hitta, mömmu þína og pabba
og systur þínar, þær Rósu og Benný.
Mikið var erfitt að horfa á þig verða
svona veika og fjarlægast okkur hægt
og hægt og heyra þig gráta og kalla á
mömmu þína. Oft fór ég að gráta þeg-
ar ég var komin út í bíl eftir að ég var
hjá þér. Elsku mamma mín, ég man
hve það var yndislegt að liggja á
handleggnum á þér þegar ég var að
sofna og þú fórst með bænirnar og
versin með mér og svo töluðum við
saman lengi á eftir. Ég man hversu
stolt þú, pabbi og ég vorum þegar þú
eignaðist litla bróður minn.
Ég man hversu dugleg þú varst,
alltaf boðin og búin að hjálpa okkur
og öðrum. Margar veislurnar bakaðir
þú fyrir okkur og aðra. Ef mig vant-
aði aðstoð við saumaskapinn, prjóna
peysu, bakstur eða hvað sem var
komst þú og hjálpaðir mér.
Ég man eftir jólunum hjá þér, hve
þú varst kröfuhörð um að jólatréð
væri vel skreytt, hversu þú varst allt-
af rausnarleg í gjöfum, þó að lítil pen-
ingaráð væru þá áttu allir að fá góða
jólagjöf. Ég man þegar við tipluðum
yfir allar mýsnar á gólfinu þegar við
þurftum á klósettið niðri á kvöldin í
Miðengi þar sem við áttum heima. Ég
man þegar þú þurftir að fara út í frost
og kulda og laga olíufíringuna með
því að blása í rörið og losa stífluna svo
olían kæmist í gegn.
Ég man hvað það var fínt hjá okkur
í aðeins 30 fm íbúð. Hve stolt þú varst
að flytja í eigin íbúð í Breiðholtinu,
hvað okkur fannst við vera komin í
stóra höll, enda 80 fm. Ég man hvað
þér fannst gaman á gamlárskvöld að
horfa með okkur á allar raketturnar,
fyrst alltaf hjá Geira og Rósu í Gauks-
hólum og seinna hjá okkur Þór og
barnabörnunum í Dúfnahólum. Ég
man hvað þér þótti gaman að ferðast
með fjölskyldunn bæði í hústjaldinu
og tjaldvagninum, og eins í ferðabíl-
unum ykkar. Alltaf hafðirðu tíma fyr-
ir krakkana að leika við þau í útilegu-
num og með fulla dalla af snúðum og
vínarbrauðum.
Mikið fannst þér gaman þegar þú
fórst til útlanda, til 8 landa, með
Gunnu og Nonna. Eins þegar þú, ég,
Solla og Fanney fórum til Benidorm,
og þegar þú, vatnshrædda konan, lést
þig fljóta á vindsænginni í sjónum. Og
hvað þér fannst kokteillinn góður sem
þú fékkst að smakka. Hafðir aldrei
smakkað svoleiðis áður. Ég man hve
gott var að tala við þig þegar mér leið
illa og gott að hringja í þig og spjalla,
mér var strax farið að líða betur við
að heyra röddina í þér í símanum. Þú
varst alltaf besti trúnaðarvinur minn.
Elsku mamma mín, ég þakka þér
fyrir að hafa átt þig fyrir móður, eng-
in mamma var betri en þú.
Elsku mamma mín, þakka þér hve
þú varst dásamleg við börnin mín og
mikill trúnaðarvinur þeirra líka.
Elsku mamma mín, ég þakka þér
hve þú varst yndisleg við Þór.
Elsku mamma mín, guð blessi þig.
Ég kveð þig með vísunni sem þú
fórst alltaf með ásamt mér fyrir
svefninn.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín dóttir.
Ásdís Margrét.
Elsku mamma. Það var erfitt að
vakna við símann, þriðjudaginn 2.
mars sl. þegar dóttir þín sagði mér að
koma strax heim til pabba. Þá vissi ég
hvað var í vændum, einhvern veginn
fann það á mér að þessi dagur ætti
eftir að verða þinn síðasti. Og dag-
arnir síðan hafa verið erfiðir, grátið,
en við að hugsa um að þú hafir nú
fengið hvíldina frá þessum hræðilega
sjúkdómi og fengið nýtt líf hjá guði
frelsara okkar og komin í starf fyrir
hann á himnum, hefur það gefið mér
frið og að vita að þú ert nú komin til
Bóbó bróður þíns sem þú sagðir mér
þegar ég var ungur að þig hlakkaði til
að hitta þegar kall þitt kæmi, og svo
ertu nú hjá systkinum þínum og for-
eldrum.
Ég veit þú hefur það gott þar í dag,
örugglega farið beint í afmælisveislu
bróður þíns sem fæddist einmitt dag-
inn sem kall þitt kom. Það er margs
að minnast og margs að þakka. Ætla
ég rétt að fara yfir nokkrar af minn-
ingum mínum um þig.
Frá æsku minni man ég allar
stundirnar sem ég átti með þér á
vinnustöðum þínum, á Borgarspítal-
anum, fara í góðan sunnudagsmat þar
var fastur liður. Svo í Breiðholtskjöri
hvar ég síðar varð starfsmaður 12 ára
gamall. Þá er líka í minningunni þeg-
ar þú last með mér fyrir próf, hafðir
sjálf bara venjulega menntun en last
bækurnar vel til að geta spurt spurn-
inga sem líklega kæmu á prófi. Var
líka alveg frábært hvernig þú hjálp-
aðir Magga og Sollu, með lestur fyrir
ökupróf þeirra. Og svo líka, er ég varð
eldri og trúaður, ferðirnar í messu
með þér.
Í dag er efst í minningunni síðasta
skiptið sem ég hitti þig á Eir og þú
sagðir: „Ertu nú kominn elsku dreng-
urinn minn,“ og straukst kinn mína.
Og ávallt kemur í hugann vögguljóðið
sem þú söngst fyrir mig með Ásdísi
þegar ég var krakki, sem er:
Farðu nú að sofa,
Þá skal ég þér lofa
litlum bíl á morgun,
svo þú gleymir sorgum.
Nú í dag dáist ég að því hvað þú
varst dugleg í öllu sem þú tókst þér
fyrir hendur. Þú hafðir yndi af að
ferðast um landið og eru í minning-
unni ferðir með systkinunum þínum
og fjölskyldum þeirra.
Þá er í minningunni ferðalag þitt
með minni fyrrverandi, Sirrý, til Ed-
inborgar. Hvað þú gast labbað og
hvað þú reyktir lítið í þeirri ferð. Var
líka yndislegt hvað þið náðuð vel sam-
an. Það er svo margt sem maður
minnist en ekki hægt að koma fleira
að hér. Ég vil þakka þér hvað þú
hjálpaðir mér mikið við allt og ekki
síður þegar ég fór að búa einn, og
hvað þú hugsaðir alltaf vel um allt. Þú
varst alla tíð minn trúnaðarvinur og
ég gat leitað til þín með allt. Þú vissir
líka allt um mig.
Ég elska þig svo mikið og er þér
svo þakklátur fyrir tímann okkar
saman og að hafa fengið að halda í
höndina þína og strjúka enni þitt,
stundina sem þú kvaddir, og verið þér
nálægur síðustu klukkutímana. Ég
bið guð um að styrkja okkur öll í sorg-
inni.
Þá vil ég ásamt fjölskyldunni
þakka starfsfólki Hjúkrunarheimil-
anna Skjóls og Eir alla umönnun
mömmu og á Eir leið henni vel. Þakka
einnig pabba hvað hann var duglegur
að sinna henni í veikindum hennar
bæði hér heima og á hjúkrunarheim-
ilunum. Guð blessi minningu Fann-
eyjar Sigurgeirsdóttur.
Ágúst Magnússon.
Elsku amma. Nú ertu laus við
þennan hræðilega sjúkdóm. Og nú
ertu komin til mömmu þinnar og
pabba og systkina þinna Bóbó,
Bennýar og Rósu og veit ég að þú ert
svo ánægð að vera komin til þeirra og
þau munu passa þig fyrir mig.
Ég er sest niður og skrifa nokkur
minningarorð um þig, elsku amma
mín. Ég man þegar ég var lítil, þá
elskaði ég að koma til þín í vinnuna og
hjálpa þér að vinna. Bæði á Borgar-
spítalanum og þegar þú varst að
skúra í stigagöngunum. Alltaf mátti
ég hjálpa þér að þrífa gólfin og setja í
vélarnar. Þér fannst líka svo gaman
að hafa mig hjá þér og fórst með mig
inn í eldhús og gafst mér mjólk og kex
og montaðir þig aðeins á nöfnu þinni.
Man alltaf á jólunum, þá dönsuðum
við kringum jólatréð. Bæði þegar ég
var lítil og þegar ég var að koma með
börnin sem ég var að passa. Þú hafðir
yndi af börnum og öll börnin sem ég
passaði tókstu sem þín eigin barna-
börn og þau voru farin að kalla þig
ömmu. Þú alveg elskaðir að dansa og
syngja við lög.
Alltaf þegar mér leið illa þá rölti ég
til þín og alltaf gastu komið mér í gott
skap. Mér fannst líka svo gaman að
koma og fá að gista hjá ykkur afa þó
þú hafir ekki sofið mikið þær nætur
því ég vildi alltaf vera alveg upp að
þér. Þú elskaðir að baka og það besta
sem ég gat fengið voru snúðarnir þín-
ir og vínarbrauðin. Svo fannst þér svo
gaman að ferðast með okkur fjöl-
skyldunni og ættingjunum. Þá kom
ég til þín í ferðabílinn og fékk snúða
eða vínarbrauð. Svo varstu alltaf með
fullt box af smurðu brauði með eggj-
um og fleira góðgæti.
Eftir að þú veiktist af alzheimer-
sjúkdómnum þá var ég mikið með þig
og fannst þér rosalega gaman að
kíkja smá-rúnt og kaupa okkur ís, þú
alveg elskaðir að fá ís og svo fannst
þér rosa-gaman að kíkja til Rósu og
Geira. Ég man í hittiðfyrra, þá fór ég
með þér í jólaföndur upp á Skjól og
þú stóðst upp og söngst með og svo
dillaðir þú þér. Allir dáðust að þér og
sögðu ég ætti svo skemmtilega ömmu
að þú værir alltaf að syngja og dansa.
Ég er svo þakklát að hafa fengið að
vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan
heim. Ég þakka þér fyrir að hafa
komið fyrstu nóttina í draumum mín-
um og nú veit ég að þú ert á góðum
stað þar sem þér líður vel. Og ég mun
passa afa og börnin þín fyrir þig eins
og þú baðst um í draumnum.
Hvíldu í friði, elsku amma mín, og
takk fyrir allt. Ég veit að við munum
hittast seinna á himninum. Elska þig,
amma mín.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta, skæra
veki þig með sól að morgni.
(Ásbjörn Morthens.)
Þitt barnabarn,
Fanney Bjarnþrúður Þórsdóttir.
Elsku amma.
Nú ertu loksins laus við þennan
hræðilega sjúkdóm, og ert búin að
hitta mömmu þína og pabba, sem þú
ert búin að þrá svo lengi. Systkinin
þín Bóbó, Bennýju og Rósu.
Ég ætla að skifa nokkur minning-
arorð um þig, elsku amma mín.
Ég man að þegar ég var lítil varst
þú sú eina sem máttir passa mig. Við
náðum svo vel saman, ég hló að þér og
fannst þú æðisleg.
Man líka skemmtilega tíma í úti-
legunum með þér, ég vildi alltaf fá að
gista í húsbílnum ykkar eða tjald-
vagninum. Tala nú ekki um þegar við
fórum í sumarbústað til ykkar, þú
bakaðir dag og nótt, fullt af boxum af
kanelsnúðum og vínarbrauðum, þetta
voru sko ömmusnúðar og ömmuvín-
arbrauð.
Þú varst líka algjör barnagæla,
tókst alltaf svo vel á móti mér með öll
börnin sem ég kom með til þín í heim-
sókn, þú dekraðir við þau alveg í bak
og fyrir, oft á jólunum dansaðir þú við
þau í kringum jólatréð heima í stof-
unni hjá þér. Og öll kölluðu þau þig
ömmu.
Þú varst minn trúnaðarvinur, ég
gat sagt þér allt, og alltaf þegar mér
leið ílla þá labbaði ég til þín í Grýtu-
bakka og þú komst mér til að brosa
eða hlæja. Ég kom oft grátandi til þín
og þú knúsaðir mig fast og straukst
tárin úr andlitinu mínu og sagðir allt-
af þetta er allt í lagi, viltu fá þér mjólk
og matarkex, eða mjólk og vínar-
brauð?
Þegar ég svo var að taka bílprófið
lastu með mér yfir bókina, og studdir
mig í bak og fyrir.
Þú ætlaðir að láta mig ná þessu, og
gafst ekki upp, ég kom alltaf til þín
eftir skólann. Og þú last með mér yfir
bókina. Og þegar ég féll þá studdirðu
mig áfram þegar ég var svo sár að ná
ekki, og þú last enn betur með mér og
þegar ég náði varstu svo ánægð. Og
þegar ég fékk ökuskírteinið varstu
með þeim fyrstu sem fengu að koma í
bíltúr með mér.
Þegar ég sagði þér að ég væri ólétt
að litla englinum, varstu svo spennt
að fá loksins langömmubarn. Fylgd-
ist með öllu, og fékkst að koma með í
sónar, það fannst þér æði, að sjá hann
hreyfa sig og sjá hjartsláttinn og svo
fengum við að vita kynið.
Svo þegar hann fæddist komst þú
að kikja á hann og fékkst að halda á
honum. Ég man að þér fannst hann
alveg eins Maggi bróðir þegar hann
var lítill, þú varst svo stolt amma.
Þú varst alltaf svo stolt að fá að
passa hann, enda elskaði hann að fara
til þín í pössun. Þú komst honum allt-
af til að hlæja eða brosa.
Þegar mamma og léttsveitin voru
með tónleika bauð ég þér alltaf með.
Þú ljómaðir alveg þegar þú hlustaðir
á þær, enda hafðirðu svo gaman af
tónlist.
Eftir að þú veiktist þá fórum við oft
í ísrúnt, þér fannst ís svo góður, alveg
elskaðir hann. Við fórum líka með Ás-
þór Breka að gefa öndunum brauð og
fannst þér það rosagaman.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa ver-
ið með þér allan daginn sem þú
kvaddir þennan heim.
Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég
elska þig,
Takk fyrir allar góðu stundirnar
okkar saman.
Ó, hún var ambáttin rjóð
hún var ástkonan hljóð
hún var amma svo fróð.
Ó, athvarf umrenningsins
inntak hjálpræðisins
líkn frá kyni til kyns.
(Ómar Ragnarsson.)
Þín dótturdóttir,
Solveig Margrét.
Amma mín, ég elska þig, elsku
amma mín
Þú varst alltaf svo góð við mig þeg-
ar ég var lítill.
Þú gafst mér alltaf fallega gjöf þeg-
ar ég var lítill.
Þegar ég var alltaf að leika mér í
bíló varst þú oft að leika með mér
þegar ég var lítill.
Ég sakna þín svo mikið, elsku
amma mín.
Ég veit að þú passar mig hjá Guði,
elsku amma mín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elska þig,
Ásþór Breki.
Fanney Sigurgeirsdóttir
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.