Morgunblaðið - 16.03.2010, Síða 27

Morgunblaðið - 16.03.2010, Síða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 ARNÞÓR Helgason fjallar um kínverska tónlist í fyrirlestri á vegum Konfúsíusarstofnunar og Kínversk-íslenska menning- arfélagsins næstkomandi fimmtudag kl. 12. Fyrirlest- urinn verður í Gimli, stofu 102. Í fyrirlestrinum verður stiklað á stóru um sögu kínverskrar tónlistar frá því um 7.000 árum f. Kr. fram yfir miðja síðustu öld. Fjallað verður um nokkrar tegundir tónlistar, samskipti Kínverja við aðrar þjóðir og áhrif á tónlist þeirra og leikin tóndæmi sem sýna fjölbreytileika tónlistarinnar og eins að Kínverjar voru m.a. langt á undan öðrum þjóðum í vísindalegum athugunum sínum í tónfræði. Tónlist Fyrirlestur um kín- verska tónlist Arnþór Helgason NÚ STENDUR síðasta sýn- ingarvika á Construction Af- fection, verkum Andrews Burgess, í sal Íslenskrar graf- íkur í Tryggvagötu 17, hafn- armegin. Sýningin er hluti af dagskrá hönnunarhátíðarinnar HönnunarMars. Andrew Burgess fæddist í Quebec í Kanada og menntað- ur arkitekt frá McGill Univers- ity School of Architecture í Montreal, Kanada. Hann hefur unnið mikið með listamönnum og hönnuðum bæði á Íslandi og er- lendis. Andrew er þekktur fyrir stór vídeóverk sem hann varpar á táknrænar byggingar eða hálf- kláruð hús. Hönnun Lokavika sýningar Andrews Burgess Hluti úr verki Andrew Burgess KATLA Kjartansdóttir þjóð- fræðingur og verkefnastjóri hjá Þjóðfræðistofu flytur er- indið Vandræðalegir víkingar í dag kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Í er- indinu mun hún velta fyrir sér hugtökunum „útrás“ og „útrás- arvíkingar“ sem fjölmiðlar og fleiri tóku upp á sína arma, en að mati Kötlu má greina í þeirri orðræðu vinsæla (en stundum vandræðalega) samfléttun þjóðararfs og viðskipta. Í fyrirlestrinum mun hún einnig leitast við að varpa ljósi á hvernig hin óljósa merking hugtakanna hefur verið nýtt með margvíslegum hætti í gegnum tíðina. Þjóðfræði Rætt um vand- ræðalega víkinga Katla Kjartansdóttir 17 milljónir króna hafa fengist með miðasölu á Lísu og ætti það að þykja harla gott 30 » SAMTÖK bandarískra bókmennta- gagnrýnenda, The National Book Critics Circle, kynntu fyrir stuttu árleg bókmenntaverðlaun sín og kom fáum á óvart að Wolf Hall eftir enska rithöfundinn Hilary Mantel var valin skáldsaga ársins og lofuð fyrir frumleika og áræði, en bókin segir frá Thomas Cromwell sem hófst úr allsleysi í að verða annar valdamesti maður Englands á sex- tándu öld. Ljóðabók ársins var valin Versed eftir Rae Armantrout, The Age of Wonder: How the Romantic Ge- neration Discovered the Beauty and Terror of Science eftir Richard Holmes var valið fræðirit ársins, ritgerðasafn Eula Biss, No Man’s Land fékk verðlaun fyrir gagnrýni- rit ársins, ævisaga ársins var valin bók Blake Bailey um rithöfundinn John Cheever og sjálfsævisögu árs- ins átti Diana Athill, sem þekktust er fyrir áralangt starf að bókaút- gáfu, en bók hennar ber heitið So- mewhere Towards the End. Þess má geta að Wolf Hall hlaut Booker-verðlaunin bresku á síðasta ári og eins að Hilary Mantel er ekki eini breski höfundurinn sem banda- rískir gagnrýnendur kunna að meta því Richard Holmes er Eng- lendingur og hin 92 ára Diane At- hill einnig. Verðlaunuð Hilary Mantel vinnur nú að framhaldi Wolf Hall. Wolf Hall skáldsaga ársins Gagnrýnendaverð- laun veitt vestanhafs Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM þeirra Unu Sveinbjarnardóttur og Tinnu Þorsteinsdóttur á morgun, miðviku- dag, hyggst Una meðal annars flytja tvö verk fyrir einleiksfiðlu sem hún hefur samið og kallar Glefsur, en einnig munu þær Una og Tinna leika Svítu í gömlum stíl eftir rússneska tónskáldið Alfred Schnittke. Una Sveinbjarnardóttir er kons- ertmeistari Kammersveitar Reykja- víkur og leikur í Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem hún kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík og Nýja tónlistarskólann. Una hefur komið fram á tónleikum víða austan hafs og vestan. Hún gaf út plötuna Fyrramál, m.a. með eigin tón- smíðum, fyrir rúmum tveimur árum og er með nýja plötu í smíðum. Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari stundaði nám í Hannover og Müns- ter en lauk námi frá New England Conservatory of Music í Boston hjá Stephen Drury og hefur tekið þátt í fjölda námskeiða, m.a. í túlkun 20. aldar tónlistar og barokktónlistar. Hún er píanóleikari salonsveit- arinnar L’amour fou og tónlistar- hópsins Njúton. Fyrsti geisladiskur hennar kom út árið 2007 og ber heit- ið Granit Games. Tinna hefur frum- flutt um 30 verk sem hafa verið skrifuð fyrir hana. Hún hefur starf- að með íslenskum tónskáldum svo og Helmut Lachenmann, Christian Wolff, Morton Subotnick, Evan Ziporyn og Greg Davis. Glefsur Unu Una Sveinbjarnardóttir hefur samið Glefsur fyrir einleiksfiðlu síð- astliðin fjögur ár, en framan af voru þær stefjabrot til upphitunar fyrir fiðluleikara í tímahraki, eins og hún orðar það, en síðan hafa þær breyst og þeim fjölgað. „Glefsurnar eru orðnar fjórar en þær fyrstu urðu til þegar ég bjó í Berlín og hafði svo mikið að gera og hafði lítinn tíma til að hita mig upp. Þær byrjuðu sem vinstrihandaræfingar og sú fyrsta hét More Links, sem er blanda af ensku og þýsku og þýðir meira vinstri, en sú næsta heitir bara Links. Síðan komu þær þriðja og fjórða, Sléttubönd og Brak, og þær eru allt öðruvísi,“ segir Una, en Sléttubönd, sem hún segir er mjög rólega og inn- hverfa, er samin eftir samnefndum bragarhætti og má leika afturábak og áfram. „Ef hinar eru fyrir vinstri höndina má segja að hún sé fyrir bog- ann, fyrir hægri höndina.“ Seinni Glefsan, Bræla, segir Una að sé eig- inlega andstæða Sléttubanda, óút- reiknanleg og nánast formlaus. Að því sögðu þá segist Una hafa mikinn áhuga á forminu sem slíku og sé mjög upptekin af því. Hún segir að Glefsurnar séu komnar í endanlega mynd og þær verði ekki fleiri. Þær munu síðan hljóma á næstu plötu Unu, sem hún byrjar að vinna við í sumar, en þá verða þær skreyttar með elektróník sem hún hefur pantað frá Valgeiri Sigurðssyni, Ben Frost, Jóhanni Jóhannssyni og Mugison, en hún valdi hvern sam- starfsmann með tilliti til inntaks hverrar Glefsu. Tónleikar Unu og Tinnu á morgun hefjast kl. 12.30. Háskólatónleikar Unu og Tinnu Morgunblaðið/RAX Glefsur Una Sveinbjarnardóttir og Tinna Þorsteinsdóttir bjóða upp á verk eftir Unu og Schnittke á tónleikum í Norræna húsinu í hádeginu á morgun. Í HNOTSKURN » Una Sveinbjarnardóttirog Tinna Þorsteinsdóttir leika á Háskólatónleikum í Norræna húsinu í hádeginu á morgun. » Una frumflytur tvö fiðlu-verk, Glefsur, eftir sjálfa sig. » Þær flytja síðan Svítu ígömlum stíl eftir rúss- neska tónskáldið Alfred Schnittke. Glefsur og Schnittke Heldur var fámennt á Tí-brártónleikum Salarinsá laugardag. Ungur ís-lenzkur píanóleikari þreytti þar n.k. frumraun þótt hefði reyndar komið fram áður; m.a. með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í 1. píanókonserti Brahms haustið 2008. Eftir ferilskrá að dæma átti hann þegar fjölbreytt nám að baki þegar hann hóf meistaranám í Utrecht í fyrrahaust. Viðfangsefni kvöldsins voru fjölbreytt að sama skapi, og upphafs- og lokaatriðin í ofanálag krefjandi sakir kunnugleika. Sumir píanistar hefðu því ugg- laust kosið að hita upp á miðlungs- erfiðu stykki áður en ráðizt væri í jafnþekkta sónötu og nr. 24 í Fís-dúr Op. 78. Tvíþætt sónatan var samin 1809 fyrir Thérèse von Brunsvik, systur Franz greifa (tileink- unarþega Appassionötu Op. 57 frá 1807), og þótt mun styttri sé (10 bls. hjá 24), er hún litlu meðfærilegri pr. tímaeiningu en téð höfuðverk frá rómantíska miðskeiði Beethovens. Þrátt fyrir fáein misgrip í fyrsta þætti bættu skemmtilegar styrk- andstæður það upp, jafnvel þótt fe- tilnotkun væri hér og þar á kostnað skýrleika og persónuleg heild- artúlkun fremur ómótuð. Betur tókst til með lögin tvö eftir Jón Leifs, einkum hina furðu- frumlegu æskusmíð Torrek Op.1,2 (1919) – á undan Strákalagi Op. 49 (1960) í öllu kunnuglegri „þjóð- Leifskum“ stíl. Af einhverri ástæðu kom Sarcasmes, fimmþætt svíta Prokofjevs Op. 17, í stað áður boð- aðrar „Utandyra“-svítu Bartóks. Verkið var í dæmigerðum þjar- kagróteskum anda sovézka tón- skáldsins, útpensluðum með fum- litlum og víða fítonsöflugum hætti, þó að draugalegur lokamarsinn fjar- aði út á eftirminnilega sönghæfum nótum. Miðað við undangengna krafta í kögglum komu Chopin-verkin þrjú eftir hlé á óvart. Þó Fantasían mikla Op. 49 útheimti að vísu myndugan hetjuáslátt á köflum, náði hún einnig að syngja og merla af öryggi, og í Berceuse Op. 47 og Barcarolle Op. 60 fagnaði ljóðræn innlifun Krist- jáns sigri með fallegu „cantabile“. Honum var að vonum vel fagnað, enda var með jafnglæsilegum „de- bút“ ótvírætt betur af stað farið en heima setið. Verður forvitnilegt að sjá hvað meistaranámið í Hollandi á eftir að leiða í ljós. Kraftmiklar andstæður Morgunblaðið/Ernir Píanóleikarinn Kristján Karl Bragason átti glæsilegan „debút“ í Salnum. Salurinn Píanótónleikar bbbnn Verk eftir Beethoven, Jón Leifs, Prokofj- ev og Chopin. Kristján Karl Bragason pí- anó. Laugardaginn 13. marz kl. 17. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.