SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 10
10 28. nóvember 2010
É
g hef verið að velta því fyrir mér að undanförnu, hvort
vaxandi óheiðarleiki sé óhjákvæmilegur fylgifiskur
kreppu og síaukinnar skattpíningar Steingríms J. Sigfús-
sonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Er svindl, svínarí,
þjófnaður og ómerkilegheit eitthvað sem fólk grípur til í auknum
mæli, þegar skórinn kreppir og réttlætir slíkt með því að um
sjálfsbjargarviðleitni sé að
ræða?
Ekki veit ég hvort svarið við
spurningunni er já eða nei, en
hitt veit ég, að ég hef fengið svo
margar frásagnir af fólki, sem er
að svindla á kerfinu á kostnað
okkar hinna, að mér beinlínis
blöskrar.
Síðasta miðvikudag var frétt á
forsíðu Morgunblaðsins undir
fyrirsögninni „Dvöldu erlendis
og því sviptir bótum“. Fréttin
fjallaði um að á þessu ári hefði
komið í ljós að 226 einstaklingar
á atvinnuleysisbótum frá okkur
skattborgurum Íslands, dvöldu í
raun erlendis. Þetta leiddi til þess
að 109 einstaklingar voru teknir
af bótunum og gagnvart 117 öðr-
um einstaklingum var öðrum
viðurlögum beitt.
Ekki kom fram í fréttinni hvaða
öðrum viðurlögum var beitt.
Hvers konar siðferði er það hjá
fólki, að dvelja í útlöndum,
væntanlega í góðu yfirlæti, þiggja atvinnuleysisbætur frá íslenska
ríkinu, sem við skattborgarar þessa lands fjármögnum, og vera yf-
irhöfuð alls ekkert að leita sér að atvinnu? Það er lélegt siðferði;
það er í raun og veru ekkert siðferði; það er bara siðleysi.
Mér finnst að framkoma af þessu tagi sé svo svívirðileg og
ómerkileg að birta eigi nöfn þeirra einstaklinga, sem brjóta með
þessum hætti gegn samfélagi okkar og það á ekki að láta nægja að
svipta þessa einstaklinga atvinnuleysisbótum, heldur á að beita þá
háum fjársektum.
Og enn getur slæm hegðun orðið verri, því ég veit fyrir víst, að
þess gerast dæmi að einstaklingar á atvinnuleysisbótum taka að
sér að vinna svart. Í því að vinna svart felst vitanlega það að svíkja
undan skatti; að greiða ekki til samfélagsins fyrir þátttökuna í
samfélaginu; að stela sér ókeypis fari. Þeir sem vinna svart taka
meðvitaða ákvörðun um það að við hin, sem borgum okkar
skatta, greiðum fyrir skólagöngu barna hinna svörtu sauða; við
borgum fyrir þá heilbrigðisþjónustuna sem þeir eins og aðrir
njóta; við borgum fyrir þá vegina sem þeir keyra á; við borgum
fyrir þá alla þá þjónustu sem ríki og sveitarfélög veita.
Svört vinna þýðir vitanlega það að færri borga til samfélagsins
og færri standa því undir þeim kostnaði, sem við eigum lögum
samkvæmt að standa undir. Það þýðir aftur það, að við sem borg-
um okkar skatta og skyldur höfum það ekki jafngott og við hefð-
um, ef allir stæðu skil á sínu. Þetta er svo einfalt reikningsdæmi,
að mér er fyrirmunað að skilja, hvað þá hafa samúð með þeim,
sem kaupa svarta vinnu. Þeir eru ekki síður sekir, en þeir sem selja
vinnu sína svart. Þeir sem samþykkja nótulaus viðskipti og greiða
fyrir svarta vinnu með reiðufé, sem er, að mér skilst, krafa þjóf-
anna, eru með því að taka þátt í því að skerða lífskjör íslenskra
skattgreiðenda og fjölskyldna þeirra.
Ég hef nú yfirleitt verið þeirrar skoðunar, að eftirlitsiðnaðurinn
hér á landi hafi fyrir margt löngu þanist út fyrir öll velsæmismörk.
En bankahrunið og það hvernig bankarnir voru rændir innan
frá, sýndi okkur að eftirlit með fjármálastofnunum var hvergi
nærri nógu mikið og sterkt.
Það hvernig ósvífnir þjófar stela sér framfærslu á kostnað okkar
hinna, vinna svart og gjalda keisaranum ekki það sem keisarans
er, sýnir okkur því miður fram á að eftirlitið þarf einnig að auka á
þessu sviði. Þeir sem haga sér með þessum hætti koma óorði á
hina, sem í neyð þiggja bætur og eru í raun og veru að leita sér að
atvinnu.
Siðblinda á
kostnað
okkar hinna
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
’
Þeir sem greiða
fyrir svarta
vinnu með
reiðufé eru með því
að taka þátt í því að
skerða lífskjör ís-
lenskra skattgreið-
enda
06.30 Vakna og næ í blöðin
frá deginum áður því ég komst
ekki yfir að lesa þau vegna anna.
Blöðin í dag verða að bíða fram á
kvöld. Rölti upp og fæ mér
kjarngóðan morgunverð - múslí
með prótíndufti, banana og und-
anrennu.
07.00 Vek 6 ára dótturina og
gef henni morgunmat - cheer-
rios, banana og lýsi. Kem henni
síðan í öruggar hendur hjá kon-
unni sem vaknaði á undan öllum
upp úr kl. 6!
07.45 Konan farin í vinnuna
og ég skutla dótturinni í skólann.
Á móti nær konan í dótturina úr
skólanum á daginn.
08.15 Kominn í vinnuna og
verkefnin bíða.
08.30-12.00 Fer á fullt að
undirbúa og fylgja eftir markaðs-
plönum og birtingaráætlunum
fyrir stóra útgáfu á DVD-titlum
sem við gefum út daginn eftir,
m.a. Knight and Day, Besta úr
Audda og Sveppa og Skoppu og
Skrítlu út um hvippinn og
hvapppinn sem og fyrir bíó-
myndina Skyline sem við frum-
sýnum föstudaginn 19. nóv-
ember. Það þarf að hanna
herferðir og fara yfir „budget“ og
svara pósti frá erlendum stúd-
íóum og innlendum tenglum.
12.00- 13.00 Fundur með
Stöð 2 ásamt kollegum mínum
vegna birtingar Senu á miðlum
365. Byrjum á að japla á gómsæt-
um og súrsætum réttum frá
Nings og síðan er farið í kynn-
inguna og spurt og svarað og
málin rædd.
13.00-15.00 Brunað upp í
Smárabíó og farið á prufusýningu
í leðrinu góða á væntanlegri stó-
mynd frá Sony - Burlesque - með
Christinu Aguilera og Cher í aðal-
hlutverkum. Mjög stór þáttur í
starfinu er að horfa á allar myndir
sem við erum með til að áætla að-
sókn og teikna upp herferðir út
frá viðkomandi mynd því engar
tvær myndir eru eins og áherslur
mismunandi hverju sinni.
15.00-17.00 Hendist nið-
ur í Laugarásbíó til að „screena“
væntanlega mynd sem þeir eru
með og heitir Morning Glory og
við komum til með að sýna með
þeim. Stórgóð mynd með sjálfum
Harrison Ford í aðalhlutverki
ásamt hinni stórgóðu Rachel
McAdams. Mjög mikilvægt að sjá
hana þar sem hún er sett á sama
tíma og Burlesque og menn
þurfa að bera saman bækurnar
um hvað er best fyrir hvora
mynd og hvort þær skarast í
markhópum o.s.frv. Og að end-
ingu var Morning Glory færð
viku seinna.
17.00-20.00 Kominn aft-
ur í vinnuna. Verkefni dagsins
hafa hlaðist upp. Oftast reynir
maður að fara í ræktina í hádeg-
inu en þau tækifæri eru ekki
mikil á þessum árstíma þegar
gríðarlega mikið er að gera. Ég
verð þó að fylgja eftir frétta-
tilkynningum og svara auglýs-
endum sem vilja komast inn með
auglýsingar í bíóin okkar á föstu-
daginn þegar við uppfærum aug-
lýsingakerfi bíóanna. Einnig fer
ég yfir uppsetningu á daglegum
bíóauglýsingum fyrir blöðin fyrir
helgina þegar Skyline byrjar.
20.00-21.00 Kominn
heim og rétt næ að hlýða dóttur
minni yfir heimalesturinn. Hún
er komin í náttföt og í kjölfarið
eru tennur burstaðar og svo
leggjumst við saman upp í rúm
og ég les stutta bók fyrir hana.
Því næst förum við saman með
faðirvorið og ég kyssi hana góða
nótt og slekk ljósið.
21.30 Klára nokkra pósta í
Blackberry við daufa tíru tungls-
ins meðan dóttirin festir svefn.
Áður en ég veit af þyngjast
augnalokin og ég sofna við hlið
hennar með símann á maganum
og ólesin dagblöð dagsins á gólf-
inu og grunlausa konuna velt-
andi því fyrir sér hvað hafi orðið
um mig!
Dagur í lífi Guðmundar Breiðfjörð, markaðsstjóra kvikmyndadeildar Senu
Morgunblaðið/Eggert
Í VIP bíó í vinnunni
Hér má sjá hundaþjálfara með
hunda sína í Hundaþjálf-
unarskóla kólumbíska hersins í
Bógóta. Alls eru þjálfaðir um
900 hundar á ári í skólanum.
Þjálfun hundanna tekur eitt ár
en eftir útskrift þjóna hundarnir
hernum í fimm til sjö ár sem
leitarhundar en þeir hafa þann
hæfileika að geta þefað uppi
sprengjur.
Veröldin
Hundar í
herskóla