SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Qupperneq 13

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Qupperneq 13
28. nóvember 2010 13 É g er fylgjandi lögum um bann á búrkum á Íslandi. Við þurfum að læra af mistökum annarra landa sem hafa meiri reynslu af málefnum innflytj- enda en við. Ég fór til Danmerkur, Svíþjóðar og fleiri landa og sá hvernig þau hafa lent í vandræðum með að laga innflytjendur að samfélaginu, þrátt fyrir 60 ára reynslu. Að banna búrkur á Íslandi er ein leið til þess að lenda ekki í sömu vandamálum og víða má finna erlendis. Það er nú þegar bannað með lögum að hylja andlit sitt úti á götu. Samkvæmt íslam mega konur sýna andlitið og þegar þær fara í píla- grímsferðir til Mekka eru þær ekki með búrkur. Ef þær geta komið á heilagasta stað múslima án búrku geta þær vel verið án hennar úti á götu. Búrkur eru ekki hluti af íslam, þær eru hluti af hefðum og menningu karlaveldisins. Konur eiga að hylja hárið og líkamann en ekki andlitið. Ég næ meira en 12 arabískum sjón- varpsstöðvum og þar má sjá og heyra hvernig reglurnar eru fjölbreyttar. Ef þú hlustar á sheik frá Sádi-Arabíu segir hann að búrkur séu hluti af ísl- amstrú. Ef þú hlustar á sheik frá Egyptalandi segir hann að búrkur séu ekki partur af íslam. Og fólk á erfitt með að skilgreina hvað er satt og rétt. Það er mikið ólæsi meðal araba, tungumál Kóransins er klassísk arab- íska og það eru margir sem skilja málið ekki ef þeir hafa ekki lært það almennilega í skólanum. Þess vegna eru margir sem lesa ekki Kóraninn sjálfir, heldur fá upplýsingar frá þeim sem kunna að lesa og þau sjónarmið sem komast til skila verða alltaf þeirra sem kunna að lesa. MEÐ Amal Tamimi framkvæmda- stjóri Jafnrétt- ishúss Á að banna búrkur á Íslandi? Búrkur eru ekki hluti af íslam, þær eru hluti af hefðum og menn- ingu karlaveldisins. Þ að geta verið ýmsar ástæður fyrir því að konur klæðist búrku og forðast skyldi al- hæfingar um að þær séu allar kúgaðar. Sannarlega skal ekki litið fram hjá því að það að konur klæðist búrku getur verið merki um grímu- lausa kúgun. En það kann einnig að vera að hin hulda kúgun sé að af- klæða konurnar. Ég hef takmarkaðan áhuga á að gera kvenfrelsi að skálkaskjóli fyrir íslams- fóbíu. Viðfangsefnið er hvorki svart né hvítt og vissulega eru ýmsir músl- ímar fylgjandi búrkubanni. En ég efast um að það sé á sömu forsendum og hjá þeim sem í einni andrá leggja áherslu á að Íslendingar séu kristin þjóð og vilja í þeirri næstu ráða hvernig fólk sem er annarrar trúar klæðir sig. Raunar er áhugavert hvað sumum stjórnmálamönnum finnst mikilvægt að setja lög sem banna konum að klæða sig í, en ekki lög sem hindra að konur klæði sig úr fyrir borgun. Og hvernig hið fyrrnefnda verður skyndilega kvenfrelsis- gjörningur en hið síðara öfgafem- ínismi, er umhugsunarefni. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ræðst búrkubannið ekki gegn rót- um kúgunar múslímakvenna en getur þvert á móti orðið kúgunartæki, skert ferðafrelsi kvenna sem vilja eða geta ekki farið út án þess að klæðast búrku og heft tjáningarfrelsi hinna sem ekki upplifa sig sem kúgaðar. Vilji stjórn- málamenn í alvöru uppræta kúgun kvenna þá þarf að ráðast gegn kúg- urunum. Klæðastrangi getur ekki ver- ið kúgari, og kúgun kvenna, hvort sem þær eru frá Afganistan eða Ak- ureyri, verður aldrei brotin á bak aft- ur með því að klæða konur úr. MÓTI Steinunn Rögn- valdsdóttir meistaranemi í kynjafræði Ég hef takmarkaðan áhuga á að gera kven- frelsi að skálkaskjóli fyrir íslamsfóbíu. Erlent Viðskipti Íþróttir - V I L T U V I T A M E I R A ?

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.