SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Qupperneq 14

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Qupperneq 14
14 28. nóvember 2010 Þ egar Halldóra Geirharðsdóttir kom heim eftir vikudvöl í Austur-Afríkulandinu Úganda seg- ist hún hafa misst alla samúð með konunni sem hún leikur í sýningunni Enron. „Hún missir allt sitt sparifé en hún á systur sem hún getur bú- ið hjá og fær að borða. Í þeim aðstæðum sem ég skyggndist inn í í Úganda er örbirgðin orðin svo mikil að það er ekki einu sinni pláss fyrir fólk að hjálpa hvað öðru,“ segir Halldóra. Hvert barn er nýtt tækifæri Enron er sýnt í Borgarleikhúsinu þar sem Halldóra hef- ur verið fastráðin í 14 ár en þar leikur hún einnig hlut- verk í verkinu Jesús litli sem hún skrifaði ásamt fleiri leikurum. „Verkið tengist mjög sterkt inn í það sem UNICEF er að gera þó að það hafi ekki staðið til í upp- hafi. En eftir gerð verksins lásum við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það var eiginlega eins og við hefðum haft hann til hliðsjónar við skrifin. Það stóð heldur aldrei til að Jesús litli yrði jólasýning en hún passar mjög vel í kringum jólin. Minnir okkur á ljósið sem hvert barn kemur með í heiminn þegar það fæðist og hversu áríðandi er að fagna því. Með því að búa til þessa sýningu finnst mér ég helst hafa lært af hverju við höldum jólin. Burtséð frá því hvort þetta sé trúarleg at- höfn eða samfélagsleg stund. Það er alltaf talað um að jólin séu hátíð barnanna sem ég skildi sem svo að það væri af því að þá fengju þau svo mikið af gjöfum, mikið að borða og ný föt. En þetta er í raun tími til að fagna því að börn fæðast, að þau eru framtíðin og við eigum að vera þakklát fyrir það að hvert einasta barn sem fæðist er nýtt tækifæri fyrir heiminn. Þess vegna færum við þeim gjafir, til að þakka þeim fyrir að koma til okkar,“ segir Halldóra. Vonin felst í einum degi í einu Í Úganda er vonin líka bundin við börnin, velferð þeirra svo og mæðranna enda byggist velferð barnanna á því að mæður þeirra séu upplýstar og heilbrigðar. Í að- stæðum sem virðast vonlausar segir Halldóra mikilvægt að setja vonina á börnin og hugsa; „Gott og vel, kannski á þessi móðir ekki leið út úr þessum aðstæðum en ef haldið er áfram á jöfnum hraða takast hlutirnir á end- anum.“ Þetta gerist ekki á þeim íslenska hraða að allt eigi að gerast eftir hádegi heldur sé um að ræða margra áratuga vinnu sem þarfnast allrar staðfestu heimsins. Halldóra segir það hafa verið ólýsanlegt að standa aug- liti til auglitis við konur sem virtust búa við vonlausar aðstæður. Hún hitti fyrir tvær mæður sem eiga börn með sama manninum en hann á samtals fjórar konur og 12 börn. Önnur móðirin á fjórar dætur á aldrinum tveggja til sjö ára en sú elsta gengur ekki í skóla því hún sér um húshaldið og passar litlu systur sínar á meðan móðirin er úti yfir daginn að reyna að finna vinnu til að geta eldað eina máltíð um kvöldið. Tvö yngstu börn þessarar móður eru í meðferð hjá UNICEF og miðar hún að því að bjarga börnunum frá vannæringu. Sama er að segja um barn ungrar móður sem vegna vanþekkingar sinnar kunni ekki að útbúa nægilega næringarríkan mat handa barninu. Þar sem tíðni eyðni er há er algengt að börn sjái um heimilisreksturinn. En í kjölfar stríðsins sem geisað hefur í Úganda eru einnig 50% þjóðarinnar nú undir 18 ára aldri. Mikil þekking af ýmsu tagi hefur því tapast, til að mynda í ræktun og matreiðslu þess sem landið gefur af sér. Því er nú afar mikilvægt að styrkja skólastarf í landinu og þannig þekkingu aftur inn í sam- félagið. Eftir samstarf við UNICEF á degi rauða nefsins segist Halldóra hafa fundið að hún vildi leggja sitt af mörkum og henni hafi líkað vel við hugmyndafræði samtakanna. Starfsfólkið kemur ekki bara til að bjarga heldur frekar að styðja við það sem innfæddir eru að gera og finna grasrótina í hverju landi. Þannig kemur hvíti maðurinn ekki bara með fullt af peningum og byggir eitthvað sem svo hrynur um leið og hann fer. Tveggja áratuga átök Margir uppreisnarhópar hafa verið við lýði í Úganda í stjórnartíð núverandi forseta, Yoweri Musevenis, en einungis LRA starfar í dag. LRA hét upprunalega Hreyf- ing heilags anda (HSM) og var stofnuð árið 1985 af Alice Auma. Hún hélt því fram að Guð hefði talað til hennar í gegnum andann Lakwena og beðið hana að fara í stríð gegn stjórn Musevenis. Hún var sjálf leiðtogi hreyfing- arinnar þar til hún var þvinguð í útlegð árið 1987. Jo- seph Kony tók við sem leiðtogi og gegnir því hlutverki enn í dag. Kony hélt því fram að hann væri frændi Auma og að Lakwena væri nú í honum. Ekki er langt síðan bundinn var endi á tveggja áratuga átök milli stjórnarhers Úganda og uppreisnarhers LRA (Lord’s Resistance Army). Um tíma voru allt að 80% af mannafla LRA börn sem hópurinn hafði rænt úr þorp- um sínum og gert að hermönnum, kynlífsþrælum, burðardýrum eða þjónum. UNICEF tekur meðal annars þátt í því að hafa uppi á ættingjum þeirra og veita þeim stuðning og sálræna aðstoð áður en þau snúa aftur í þorp sín. Heimsótti Halldóra slíkt athvarf á ferðum sín- um um Úganda. Reynt að afheilaþvo börnin „Þetta var eiginlega alveg óskiljanlegt stríð og í tíð Jo- speh Kony alveg tilgangslaust. Undir hans stjórn var LRA lítið annað en hópur stigamanna sem fóru um í flokkum og lifðu á því að ræna og rupla og voru allir dauðhræddir við þá. Þeir rændu börnum sem þeir heila- þvoðu og gerðu að hermönnum en GUSCO móttöku- miðstöðinni er tekið á móti börnunum þegar þau finn- ast, reynt að afheilaþvo þau og gera þeim grein fyrir að þeim hafi ekki verið sjálfrátt þegar þau drápu og gerðu allt það sem þau eru með á samviskunni. Eins eru fjöl- Vonin er bundin við börnin Leikkonan Halldóra Geirharðs- dóttir er ekki óvön því að setja upp rauða nefið, sem er ein- kennismerki dags rauða nefsins hjá UNICEF. Halldóra fór nýlega í ferð til Úganda þar sem hún hitti meðal annars fyrrverandi barnahermenn. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Halldóra bregður á leik í hlutverki trúðsins með rauða nefið í hópi barna í Kampala, höfuðborg Úganda. Ljósmynd/UNICEF Ísland Hjálparstarf UNICEF, sem er fjárhagslega sjálfstæð dótturstofnun Sameinuðu þjóðanna, í Úganda er fjölþætt en miðar þó í grunninn allt að því að aðstoða börn og mæður þeirra. Mesti krafturinn fer í að tryggja að börn fái lifað og þroskast en annað forgagnsatriði er menntun; að koma upp aðstöðu til menntunar, þjálfa kennara og stuðla að aukinni vitund um mikilvægi menntunar, sérstaklega stúlkna. Rannsóknir hafa sýnt að menntaðir einstaklingar, sér í lagi stúlkur, hefja barneignir síðar á lífsleiðinni, eignast færri börn og eru betur í stakk búnir til að vernda börn sín gegn sjúkdómum og vannæringu. Alls njóta 3,7 milljónir stúlkna góðs af menntunarátaki UNICEF fyrir stúlkur. Lögð er áhersla á að fá innfædda sjálftboðaliða til að kenna fólki í sínu þorpi hreinlæti og hvernig beri að forðast malaríu. Með þessu fólki er ætlunin að skapa fiðrildaáhrif og búa til net af meðvituðu fólki sem tilkynnir starfsfólki UNICEF helstu vandamálin á hverjum stað. UNICEF sér um fæðingarhjálp og fræðslu um fæðingar og brjóstagjöf. Reynt er að fá konurnar til að koma og fæða á heilsugæslustöðvunum þannig að ef eitthvað kemur upp á sé möguleiki á að grípa inn í. Í Afríku deyr ein af hverjum 16 konum af barnsförum samanborið við 1 af 8000 á Vesturlöndum. Á hverju ári bólusetur UNICEF yfir fjórar millj- ónir barna gegn helstu barnasjúkdómum í Úganda, gefur þeim vítamín og lyf gegn ormum í iðrum. Árið 2003 voru 13,5 millj- ónir barna á aldrinum sex mánaða til 15 ára bólusettar gegn mislingum. Áherslan á mæður og börn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.