SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Side 27

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Side 27
É g fæddist í Reykjavík 9. janúar 1967, ólst upp í Safamýrinni og gekk í Álftamýraskóla og fór síðan í Iðnskólann. Ég æfði með Fram allar þær íþróttir sem fyrirfundust og verð alltaf Frammari. Fótbolti og handbolti áttu hug minn allan en við 18 ára aldur féll ég fyrir líkamsrækt og hef verið iðinn við að halda mér í formi síðan. Í 9. bekk fór ég í starfskynningu í Nýja Kökuhúsið og þar með var framtíðin ráðin. Ég byrjaði á samningi þar á bæ 16 ára gamall og fór seinna í konditori-nám í Danmörku en var alltaf staðráðinn í því að opna mitt eigið bakarí. Sá draumur rættist þegar ég keypti bakarí á Kleppsvegi 1997 en ég ákvað strax að fara ekki hefðbundnar leiðir og keypti steinofn til að baka brauðin sem sló algjörlega í gegn. Í dag eru bakarí Jóa Fel 4 og þau eru víðs- vegar um borgina. Haustið 1996 gaf ég út fyrstu Hagkaupsbókina, kökubók sem var mikið þrekvirki og fylgdu þrjár aðrar í kjölfarið. Árið 2003 hóf ég feril minn í sjónvarpi með þættina Eldsnöggt með Jóa Fel og eru seríurnar orðnar 11 talsins. Um þessar mundir kemur síðan út bókin mín Eldað með Jóa Fel en hún hefur að geyma um 400 uppskriftir úr fyrstu 10 sjónvarpsseríunum.“ Með Halla æskuvini við fermingu 1981. Giftist Unni Helgu 1. desember 2001. Ógleymanleg fjölskylduferð um vestfjarðarkjálkann sumarið 2005. Í sjónvarpstökum heima með Nings sjálfum. Í brjósklosaðgerð númer þrjú. Jói Felix hjá mér á spítalanum. Fjölskyldan saman komin á fermingardegi barna okkar 2008. Frammarinn í bakaríinu Myndaalbúmið Bakarann góðkunna Jóa Fel þarf vart að kynna en bækur hans og sjón- varpsþættir hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi síðastliðin ár. Í myndatöku 10 ára gamall. Á hreindýraveiðum fyrir austan. Í skírnarkjólnum. 5 ára og ótrúlega flottur! Í bakaríinu skömmu eftir opnun 1997. Fjölnir bætir á mig enn einu tattúinu. 28. nóvember 2010 27

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.