SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Qupperneq 28
28 28. nóvember 2010
Þ
ýska markið var helsta þjóðarstolt Vest-
ur-Þýskalands og eftir að landið samein-
aðist töldu Austur-Þjóðverjar sig loks
komna með raunveruleg verðmæti í
hendurnar þegar þeir handfjötluðu þá seðla og
fengu að skipta þeim á jöfnu fyrir verðlausa ruslið
sem þeir höfðu setið uppi með í vösum sínum og
snjáðum veskjum í 40 ár rúm. Þýskur almenn-
ingur vildi alls ekki fórna markinu sínu fyrir evru.
Skoðanakannanir sýndu að stuðningur þýsku
þjóðarinnar við að taka upp evru í staðinn fyrir
markið komst naumast nokkru sinni upp fyrir 30
prósentin. En hún var aldrei spurð. Hinn pólitíski
háaðall í öllum flokkum Þýskalands átti samleið.
Hann var á „ákveðinni vegferð“ eins og það heitir
á tungumáli hinna pólitísku málleysingja þar og
hér. Og þegar sátt er innan pólitíska háaðalsins og
hann er „á vegferð“ þá mega einstaklingar og
þjóðir vara sig. Þá bendir flest til þess að á döfinni
sé ókræsilegt samsæri gegn almenningi.
Íslensk vegferð
Það munaði hársbreidd að „víðtæk sátt“ næðist
innan hins pólitíska háaðals á Íslandi að rétt væri,
siðlegt og fínt, að setja nokkur hundruð milljarða í
þá „vegferð“ að koma óbærilegum og ólöglegum
klyfjum á íslenskan almenning. Ekki stóð á svo
kölluðum talsmönnum á vinnumarkaði og stór-
bokkum í fyrirtækjum að hoppa upp í þá rútuna
og fá að vera með í hinni vænlegu vegferð. Þjóðin
tók sem betur fer ráðin af þeim ferðalöngum öllum
og á því meiri líkur til að lifa af efnahagslega en ella
hefði verið. Og þegar kíkt er inn í óráðsrútuna, þá
kemur í ljós, þar sem hún heldur áfram ferð sinni
um hringtorgið sem hún lenti í með Icesave og
heldur að hún sé enn á vegferð, þótt eingöngu sé
ekið í hringi um Torg hinnar himnesku heimsku,
að þar situr sama liðið og er að reyna að fara með
þjóðina nauðuga og óviljuga inn í Evrópusam-
bandið.
Þýska þjóðin var einskis spurð
Þýskur almenningur færði ekki vísindaleg rök fyr-
ir því að hann vildi hafa markið sitt áfram. Ein-
göngu traust og tilfinningaleg rök. Enda voru þús-
undir hagfræðinga og spekinga allir „í
vegferðinni“ og upphafnir í hinum stjórnmálalega
rétttrúnaði og hann í bland við menntunarhroka
og yfirlæti fyrirlítur „óupplýsta“ skoðun almenn-
ings á tilverunni. Þýska vegferðarliðinu má segja
það til málsbóta að evran hefur ekki reynst Þýska-
landi illa. Má reyndar færa fyrir því góð rök að
Þýskaland sé það land á svæði hinnar sameigin-
legu myntar sem farið hefur best út úr tilveru
hennar. Rök sem höfð voru uppi til að ginna
smærri þjóðir til að fórna heimamynt sinni á altari
hinnar sameiginlegu voru ekki síst þau, að þá
myndu lánveitendur ekki lengur miða vaxtakröf-
ur sínar við efnahagslega þætti einstakra ríkja,
heldur fremur burðarríkjanna, Frakklands og
einkum þó Þýskalands. Sömu rökum veifar ís-
lenski utanríkisráðherrann, sem reyndar hefur
tekið fram að hann viti alls ekkert um banka og
efnahagsmál og eru aldrei þessu vant engar ýkjur.
Kaupendum ríkisskuldabréfa fannst í fyrstunni
að eitt myntsvæði væri sér mjög til hagsbóta. Ekki
þyrfti að vera að rýna ofan í þjóðhagsreikninga
einstakra ríkja. Engu máli skipti þótt Grikkir litu á
hagtölur Hagstofunnar sem málgagn Spaugstof-
unnar og að húsnæðisbólan á Spáni væri úr sápu.
Nægjanlegt væri að horfa til Þýskalands og eins til
hins öfluga sameiginlega banka, Seðlabanka Evr-
ópu. Og ástandið minnti á Báruböllin í gamla daga.
Siðferðið var gott framan af en versnaði eftir því
sem leið á kvöldið. Litlu ríkin voru skyndilega
komin í stórveislu þar sem veisluföng dýrðleg
fengust á niðurgreiddu verði. Menn drukku og átu
eins og þeir gátu. Það gleymdist að vísu að spyrja
hver það væri sem niðurgreiddi herlegheitin.
Hefðu þeir spurt einhvern ærlegan hefði hann
svarað að það gerði enginn. En menn spyrja ekki
vondra spurninga í veislunni miðri. En svo fór
smám saman að koma upp sú tilfinning að þetta
væri eiginlega allt of gott til að geta verið satt. Það
fór að renna upp fyrir eigendum og kaupendum
ríkisskuldabréfa að þótt vextir slíkra bréfa væru
miðaðir við aðstæður í Þýskalandi fór raunvirði
þeirra samt sem áður algjörlega eftir greiðslugetu
og þar með efnahagslegu ástandi í ríkinu sem hafði
skuldsett sig. Vextir á bréfunum voru því vitlausir
frá byrjun og endurspegluðu hvergi áhættu sem
kaupandinn hafði tekið þegar hann festi fé sitt í
þeim. Það hafði verið vitlaust gefið. Allt hafði ver-
ið með glöðu geði gjarnan sett að veði. En Steini
Steinari skjátlaðist. Það gerði til. Fjandinn varð
laus. Vextir á eftirmarkaði tóku mið af þessu.
Óhugsanleg afföll virtust handan við hornið.
Þeir sem tryggðu fjárfesta í slíkum kaupum vildu
sífellt meira fé til að mæta tryggingaráhættunni.
Ekkert af þessu höfðu þúsundir hagfræðinga sem
veifuðu doktorsgráðunum hver framan í annan
þegar þeir rákust saman á ráðstefnunum í Mónakó
og Malasíu látið sér detta í hug, þótt þeir hefðu séð
kreppuna 2007 fyrir ekki nema tveimur árum eftir
að hún hófst. En sauðsvarti almenningurinn innan
landamæra Þýskalands, sem einskis var spurður,
hafði hins vegar allan tímann haft þetta á tilfinn-
ingunni. Hann fann þetta á sér, kannski í rófu-
beininu eins og gigtveiku konurnar frostið fram-
undan. Ekki í þeirri útfærslu sem ósköpin birtust.
Heldur í hinum einfalda sannleika að þýska mark-
ið sem tók mið af efnahagsaðstæðum í Þýskalandi
myndi reynast traustari mælieining um efnahag
og greiðslugetu þess, en evran væri um greiðslu-
getu Grikkja sem væri metin eftir efnahags-
aðstæðum í Þýskalandi. Mjög einfalt doktor Wat-
son hefði Sérlákur sagt við vin sinn sem sá sjaldan í
gegnum ruglið eins og hinir doktorarnir.
Tvær fyrirsagnir
Tvær fyrirsagnir í ólíkum blöðum sl. fimmtudag
hefðu átt að vekja mikla athygli. Financial Times
sagði: „Efnahagssmitið breiðist út.“ Blaðið sagði
að nú væri talið að efnahagssmitið væri ekki leng-
ur bundið við legusjúklingana Grikkland og Írland
heldur væri augljóslega að smitast til Portúgals og
Spánar, en það sem verra væri að einkenni virtust
sýna að smitið væri einnig komið til Ítalíu og Belg-
íu. Hin fyrirsögnin var í Der Spiegel: „Virðing fyrir
Merkel kanslara fer dvínandi í Evrópu.“ Der
Spiegel er áhrifamikill fjölmiðill, sem liggur
vinstra megin við miðju og á það til að kastast ein-
staka sinnum dálítið langt frá miðjunni, en aldrei
þó eins og fréttastofa RÚV. Og Spiegel bætti við:
„Áætlun Merkel kanslara um að knýja á um setn-
ingu regluverks um meðferð gjaldþrota þjóða á
evrusvæðinu hafa varpað olíu á skuldakreppubál-
köst Írlands. Nafn Merkel kanslara, sem fyrr naut
víðtækrar virðingar, er nú svert af svaði.“ (Lausleg
þýðing.)
Fréttir þessara ólíku fjölmiðla eru hvor um sig
mjög alvarlegar. En það er rétt að skoða þær báðar
saman og þá dökknar myndin enn. Fréttirnar
segja að mistekist hafi að einangra efnahagsfarald-
Reykjavíkurbréf 26.11.10
Tvær fréttir lesnar saman