SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Page 31
28. nóvember 2010 31
Melchior á sokkabandsárunum, að ofan frá vinstri: Karl, Hróðmar, Ólafur Flosason, Kristín,
Gunnar og Hilmar. Ólafur mun grípa í óbóið með hljómsveitinni á tónleikunum framundan.
Morgunblaðið/Kristján
Þegar törninni eftir útgáfuna á Silf-
urgrænu ilmvatni lauk komst los á mann-
skapinn. „Þá fóru menn að ákveða hvað
þeir ætluðu að gera í lífinu. Hilmar fór í
nám til útlanda, Karl ákvað að fara í líf-
fræði og ég var kominn í gítarnám og fór
svo í tónsmíðarnar síðar,“ segir Hróðmar.
„Við fórum því hver í sína áttina og
hljómsveitin leystist upp. Við sömdum
reyndar tónlist við barnaleikritið Krukku-
borg sem var í Þjóðleikhúsinu og var eftir
pabba Hilmars, Odd Björnsson, og það var
sýnt veturinn sem Hilmar var í Frakk-
landi.“
Hilmar heldur áfram: „Við vorum samt
búnir að ákveða, þrátt fyrir að við værum
ekki að spila, að hittast um sumarið og
gera aðra plötu. Hún átti að vera allt öðru-
vísi, við vildum vinna hana mjög þétt og
taka hana upp nánast „live“. Þetta gekk
eftir og sumarið 1979 tókum við upp Bala-
popp á Bala í Mosfellsbæ, sem var hús
Dieters Roths.“ Líkt og með fyrstu plötuna
var það Dieter Roth sem fjármagnaði út-
gáfuna. „Garðar Hansen upptökustjóri átti
líka mikinn þátt í því að við gætum gert
þetta,“ segir Hróðmar. „Hann bjó til lítið
stúdíó uppi á Bala með segulböndum
Dieters og hellingi af græjum sem hann
kom með með sér, og það var það sem
gerði þetta mögulegt. Við vorum síðan
þarna allt sumarið að búa til músík og taka
upp.“
Balapopp kom út árið 1980 án nokk-
urrar eftirfylgni af hálfu hljómsveit-
arinnar. „Við gáfum bara út plötuna og
fórum svo í frí,“ segir Hróðmar. „Við spil-
uðum nánast ekkert af lögunum af plöt-
unni á tónleikum. Það var ekki fyrr en 30
árum síðar að við frumfluttum þau fyrir
tónleikagesti. Við vorum einfaldlega
komnir hver í sína áttina.“ Karl verður
fyrir svörum þegar þeir eru inntir eftir því
hvaða móttökur Balapoppið fékk. „Hún
fékk í fyrsta lagi litlar móttökur því þetta
var lítið upplag sem við gáfum út sjálfir og
fylgdum ekkert eftir. Við fengum dóma í
tveimur blöðum og þeir voru báðir öm-
urlegir,“ segir hann og hlær. Hilmar sér
sig knúinn til að koma Balapoppinu til
varnar. „Ég man eftir einum dómi þar sem
plötunni var líkt við aðra plötu Spilverks-
ins, sem var líka hrá og tilraunakennd.
Mér fannst það vera jákvæður dómur.“
Tónskáldið í poppinu
Þótt enginn hefði orð á því gerðu menn
meira og minna ráð fyrir því að Melchior
hefði runnið sitt skeið. „Við vorum samt
alltaf í sambandi og við Hróðmar höfum
örugglega unnið svona tíu sinnum saman
síðan, en þá á þeim forsendum að ég sé
kvikmyndaleikstjóri og hann tónskáld.
T.d. samdi hann kvikmyndatónlistina við
mína fyrstu bíómynd, Eins og skepnan
deyr. Popplögin voru mín en hann samdi
allt „skorið“.“ Raunar átti Karl líka drjúg-
an þátt í þeirri mynd því hann samdi text-
ana við nokkur popplaganna og söng að
auki. Hróðmar átti svo síðar eftir að semja
tónlist við ýmsar sjónvarps- og kvik-
myndir Hilmars.
Melchior tók hins vegar ekki upp þráð-
inn fyrr en 2007 eftir að sú hugmynd kom
upp að gefa gömlu lögin út á geisladisk.
„Við ætluðum upphaflega að sleppa
nokkrum lögum sem okkur fannst léleg og
illa heppnuð en bæta við nokkrum nýjum
í staðinn,“ segir Hróðmar. „Nýju lögunum
fjölgaði hins vegar hratt og voru orðin
sautján áður en við vissum. Á endanum
ákváðum við því að gefa fyrst út disk með
nýju lögunum, sem kom út í fyrra, sum-
arið 2009.“ Ekki urðu miklar manna-
breytingar í fastahópi hljómsveitarinnar,
en þó þær að Steingrímur Guðmundsson
slagverksleikari hefur gengið til liðs við
bandið en Ólafur Flosason og Arnþór
Jónsson eru fjarri góðu gamni.
„Við héldum bara áfram þar sem frá var
horfið,“ segir Karl og Hróðmar kinkar
kolli: „Við ákváðum að hittast einu sinni í
viku til að æfa og það var strax eins og
ekkert hefði breyst, það var bara gaman
að hitta félagana og spjalla og svona. En
það tók lengri tíma að koma einhverri
rútínu í gang því á hverri æafingu var
maður búinn að steingleyma hvað hafði
gerst síðast.“ Karl tekur undir: „Þegar ég
var búinn að syngja í eitt ár áttaði ég mig á
því hvað maður hafði misst rosalega mikið
niður á þessum 30 árum og það sama gilti
um hljóðfæraleikinn. Þetta var eins og vél
sem þurfti að smyrja.“
Hróðmar, sem er þekktari í dag sem
nútímatónskáld, segir þó átakalaust að
skipta yfir í Melchior-gírinn. „Ég hefði
kannski haldið fyrirfram að þetta myndi
eitthvað trufla en það er frekar að þetta
hjálpi hvort öðru. Ég nýti þennan heim í
mín tónverk og fæ útrás fyrir að spila
sjálfur, sem ég var eiginlega alveg hættur
að gera. Nú gerir eldri strákurinn minn,
sem er í klassískri tónlist, grín að mér og
segir að ég sé orðinn poppari, en hann
lætur sig þó hafa það að spila með okkur.“
Hann er þó ekki eina afkvæmi Melchior-
manna sem leggur hönd á plóg, því dætur
þeirra Hilmars og Gunnars hafa gripið í
hljóðfæri með bandinu, auk þess sem kona
Kalla leikur með þeim á fiðlu.
Hilmar, Hróðmar og Karl semja öll lög-
in, hver í sínu lagi. Þekking Hróðmars
kemur svo að góðum notum við að skrifa
útsetningar hljómsveitarinnar niður. „Á
endanum er þetta orðið gegnsýrt af okkur
öllum, en grunnhugmyndin er alltaf feðr-
uð einhverjum einum okkar.“
Í haust urðu svo þau tímamót að út kom
geisladiskurin Melchior < 1980, sem inni-
heldur gömlu plöturnar þrjár. „Þegar til
kom var merkilegt hvað okkur fannst þær
standa fyrir sínu. Við hættum t.d. við að
sleppa lögum. Þau eru þarna öll nema eitt
en við endurhljóðblönduðum tvö þeirra
og gerðum nýjar upptökur af tveimur,“
segir Hróðmar. „Ég upplifi þetta sem
sátt,“ heldur Hilmar áfram. „Á tímabili
gat ég ekki hlustað á ýmislegt á Silf-
urgrænu ilmvatni því ég fékk bara aum-
ingjahroll. En þegar við vorum aðeins
búnir að fikta í þessu áttaði maður sig á því
að það var ástæða fyrir því að við ákváðum
að taka upp þessi lög og hún er sú að okk-
ur fannst þau góð. Mér hefur aldrei þótt
Silfurgrænt ilmvatn jafngóð plata og í
dag.“
Að þessu sinni ætla þeir að standa sig
betur í kynningarmálunum en þegar Bala-
poppið kom út í fyrra skiptið. Síðustu vik-
ur hafa þeir því verið iðnir við tónleika-
hald og framundan eru a.m.k. tvennir í
viðbót en í desember spila þeir bæði í
Slippsalnum og í Landnámssetrinu í Borg-
arnesi. „Á þessum tónleikum munum við
frumflytja nokkur ný lög,“ upplýsa þeir
og í ljós kemur að Melchior hefur sjaldan
verið jafnskapandi og nú. Í bígerð er að
gefa út nýja plötu eftir tvö ár. „Við ætlum
að gefa okkur smátíma í þetta,“ segja þeir,
skipulagðir að vanda.
Það er augljóst að þarna eru menn sem
hafa gaman af því sem þeir eru að gera,
enda verða menn sennilega ungir á ný að
endurupplifa menntaskólabrekin með
þessum hætti, eða hvað? „Jújú, þess vegna
erum við að þessu,“ svara þeir hlæjandi.
„Ekki erum við að græða pening á þessu,
svo mikið er víst. Þetta er rándýrt hobbí,
en stórskemmtilegt.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Þeir voru með raf-
magnshljóðfæri og
gátu dúndrað upp
stuði og allir voru ofsalega
hrifnir. Við höfðum aldrei
efni á svoleiðis og urðum
því alltaf bara að sitja og
vanda okkur.
„Það var strax eins og ekkert hefði breyst, það var bara gaman að hitta félagana og spjalla
og svona,“ segja þeir um það þegar Melchior tók að æfa á ný eftir 30 ára hlé frá störfum.