SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Qupperneq 34
34 28. nóvember 2010
Þ
etta er í rauninni
órökrétt framhald af
síðustu plötunni
minni, Fnyk, sem
kom út árið 2007,“ segir Sam-
úel J. Samúelsson sem gaf í
sumar út plötuna Helvítis
fokking fönk.
Allt efni plötunnar er frum-
samið og skrifað út fyrir 18
manna big band.
„Ég var í Brasilíu í byrjun
árs, vann í músíkinni þar og
kláraði að semja þegar ég kom
heim. Við tókum plötuna svo
upp hér heima í apríl,“ segir
Sammi Jagúar í samtali við
Morgunblaðið, en Samúel er
gjarnan kenndur við þá
hljómsveit sína.
Músíkin var tekin upp með
gamla laginu; allir 18 mættu í
hljóðverið í einu, talið var í og
spilað. „Við ákváðum að taka
þetta upp live eins og gert var
í gamla daga, sem er eiginlega
eina vitið með svona músík.
Það er svo margt sem ekki
næst með þegar lag er tekið
upp í bútum. Framvindan í
lögunum verður eðlilegri
svona.“
Nafn plötunnar er út-
úrsnúningur á frægu skilti sem
notað var í búsáhaldabylting-
unni á Austurvelli; Helvítis
fokking fokk. „Það má segja
að platan sé mitt framlag
vegna ástandsins. Ég var á
Austurvelli í janúar 2009 og
mótmælin hreyfðu dálítið við
mér. Tónlistin er nett inn-
blásin af mótmælunum, að-
gerðarleysi stjórnvalda og því
siðferðishruni sem hér varð.
Eitt lag er sérstaklega undir
áhrifum frá mótmælunum.“
Nöfn laganna eru ákveðnar
skírskotanir; Chicken Street er
ádeila á hernaðarbrölt Íslend-
inga í Afganistan, segir
Sammi, International Monet-
ary Fuck er tilvísun í Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn „og svo end-
ar platan með smá
sálmastemningu; það er óður
til landsins með skírskotun í
fræga ræðu forsætisráðherra.
Enda heitir lagið Guð blessi Ís-
land“.
Sammi og félagar hans halda
tónleika næsta miðvikudag í
Nema Forum – Slippsalnum
við Mýrargötu. „Platan kom
út 17. júní og þá héldum við
tónleika á Nasa. Mér fannst
tilvalið að endurtaka leikinn 1.
desember, á fullveldisdaginn.
Það má segja að það verði ein-
hvers konar fullveldisfönk.“
skapti@mbl.is
Hljómlist
Mótmælin hreyfðu dálítið við Samúel J. Samúelssyni.
„Mitt framlag
vegna ástandsins“
Sóley Stefánsdóttir, hljóm-
borðsleikari Seabear, gaf
út sólóplötuna Theater Isl-
and í ár undir merkjum berl-
ínsku útgáfunnar Morr Mu-
sic. Skemmst er frá því að
segja að hér er á ferð ein af
athyglisverðari plötum árs-
ins en um hana sagði rýnir
Morgublaðsins:
„Þetta er ein af þeim
plötum (og þær eru ekki
margar) sem grípa mann með fyrsta tóni og draga
mann inn í óræðan heim drauma og dásemda.“
Spurt er: Hvar er Theater Island?
„Theater Island er sirkuseyja á stærð við þrjá sirk-
usa. Lífið á eyjunni er skrýtið. Margir myndu halda að
stríð og martraðir einkenndu eyjuna en svo er ekki. Til
að komast til Theater Island þarf að sigla og sigla og
sigla. Takmark allra sem koma til Theater Island er að
komast að hinum enda eyjunnar til að fylgjast með
ungri stúlku fórnað af mörgum öðrum stúlkum. Þær
syngja hátt og söngurinn ómar um heim allan. Theater
Island er dimm eyja að utanverðu, en ef vel er að gáð
og hlustað er skemmtilega húmorísk birta yfir eyjunni.“
Sóley Stefánsdóttir
Sirkus á
Leikhúseyju
Friðrik Dór er rísandi
stjarna á íslenskum popp-
himni en plata hans, Allt
sem þú átt, hefur vakið
verðskuldaða athygli.
Spurt er: Þú hefur notið
mikilla vinsælda í ár. Verður
þú Ingó Veðurguð næsta
árs?
„Já það er rétt að árið
2010 hefur verið gott ár fyr-
ir mig persónulega. Þetta
hefur verið fljúgandi start á mínum ferli og vonandi
verður framhaldið jafn gott. Hvort ég nái sömu vin-
sældum og Ingó Veðurguð á næsta ári get ég ekki sagt
með vissu, en það er allavega verðugt markmið. Það
er fullt af góðu efni á leiðinni frá mér út á öldur ljósvak-
ans. Kannski fer aðeins eldra fólk að kveikja á minni
tónlist á nýju ári og minn markhópur að stækka. Það
voru einmitt tvær hressar mæðgur fremst við sviðið á
útgáfutónleikunum mínum, alveg trylltar og það er von-
andi þróunin, að krakkarnir fari að kynna foreldra sína
fyrir minni tónlist. Ég verð aldrei eins og Ingó, þó það
væri ekki leiðum að líkjast. Vonandi verður næsta ár
bara nógu gott til að ég komist til Bahama um jólin.“
Friðrik Dór
Fljúgandi start
á mínum ferli
Ljótu hálfvitarnir
Ljótu hálfvitarnir
Græni diskur Ljótu hálfvitanna
mun ekki valda aðdáendum
sveitarinnar vonbrigðum, þeir
halda sig við það sem þeir gera
best, að gera skemmtilega tónlist með
gamansömum textum sem ætti að lífga
aðeins upp á sálartetrið í sumar.
Ingveldur Geirsdóttir
Geisladiskur Loji
Skyndiskyssur
Það sem gerir þessa plötu
frábrugðna því sem gengur og
gerist í tónlistarheiminum er
að á þessari eru lögin sem
maður fær næstum aldrei að heyra. Þetta
eru æfingar, hugmyndir eða lagbútar sem
eiga það þá til að enda sem fullunnin lög á
stærri plötum. Sem er ekki endilega slæmt.
Það er bara gaman að heyra lögin í vinnslu
en ekki eingöngu dauðhreinsuðu
lokaútgáfuna. Því ber að hrósa
aðstandendum plötunnar fyrir að leyfa okkur
að heyra tónlist sem alltof sjaldan er gefin út.
Matthías Árni Ingimarsson
Stafrænn Hákon
Sanitas
Platan er í raun hálfgert
púsluspil, áhrif virðast koma úr
öllum áttum og oft eru
útsetningar hráar en þó
fágaðar í senn, t.d. í laginu „Bright“ þar sem
glamrað er á píanó og banjó afar notalega
og síðan bætist hvert hljóðfærið við; selló,
trommur, bassi og hristur og úr verður langt
og dáleiðandi stef...
Helgi Snær Sigurðsson
Biggibix
Set Me On Fire
Biggibix gerir hlustendavæna
tónlist, stundum svolítið
klisjukennda en klisjur eru
klisjur, því þær virka. Aðeins
finnst mér diskurinn þynnast út þegar sígur á
seinni hlutann, þar eru rólegri og minna
grípandi lagasmíðar. Lag númer sjö, „Run
Away“, er, þegar þessi dómur er skrifaður,
uppáhaldslagið mitt á plötunni. Mér finnst
Biggibix flottur og mér finnst gaman að fá
góða íslenska popp-rokkplötu í ölduflóð oft á
tíðummikillar og góðrar jaðartónlistarútgáfu
hérlendis.
Ingveldur Geirsdóttir
Berndsen
Lover In The Dark
Berndsen flytur létt rafpopp,
nánast öll lögin í anda níunda
áratugarins og augljós stæling
á þeim, t.d. „Radio
Frequencies“. Gallinn við diskinn er að
Berndsen helgar sig aðeins of mikið 80’s-
stílnum og því verður diskurinn einsleitur og
lítið spennandi þegar á líður. Ég væri til í að
finna aðeins áþreifanlegri kraft á næstu
plötu hans. Lover In The Dark er samt alveg
partídiskur, skemmtilega léttur og leikandi
og ætti að komast í mikið uppáhald hjá þeim
sem eru heitir aðdáendur tónlistar frá 80’s-
tímanum.
Ingveldur Geirsdóttir
Jónsi
Go
Lögin fara um víðan völl; popp,
rokk, raftónlist, hér er öllu
hrært saman á dásamlegan
máta og er greinilegt að mikið
var lagt í lagasmíðarnar og samsetningu
þeirra...Á plötunni má finna yndislega blöndu
af taktföstum stuðlögum í bland við
lágstemmd og rólegri lög, blanda sem virkar
einstaklega vel. En það er þó rödd Jónsa
sem er í fararbroddi. Á köflumæðir hún fram
eins og á í vorleysingum, teygir sig í hæstu
hæðir.
Matthías Árni Ingimarsson
Hafliði Hallgrímsson
Örsögur
Vissulega er margt í leikgerð
verksins sem ekki skilar sér á
geisladiskinum ... Callow segir
sögurnar samt svo vel, og
tónlistin er svo tjáningarrík að það liggur við
að maður þurfi ekki að sjá neitt. Sögurnar
eru líka heill heimur út af fyrir sig, og með
smá ímyndunarafli er hægt að upplifa alla
leikgerðina í huganum. Óhætt að mæla með
þessum geisladiski.
Jónas Sen
Valgeir Sigurðsson
Draumalandið
Platan stendur vissulega vel
sem ein tónsmíð en samt sem
áður geymir hún
kvikmyndatónlist sem sniðin er
að ákveðnu verki. Þetta er mikið verk og
hádramatískt, jafnvel of dramatískt á köflum
og fyrir vikið dálítið þreytandi að hlusta á til
lengdar. Valgeir Sigurðsson og félagar hafa
engu að síður látið frá sér merkilega plötu og
kvikmyndin væri langt því frá eins áhrifarík
og hún er, ef tónlistarinnar nyti ekki við.
Helgi Snær Sigurðsson
Seabear
We Built A Fire
Heildarsvipurinn er góður og
bandið samkvæmt sjálfu sér
plötuna í gegn þótt lögin hafi
hvert sinn svip, í einu er það
píanó, flauta og strengir, kántrí í því næsta
og rafmagnsgítar í því þriðja, það er klassík,
ambient, indie, kántrí og fleira. Sindri
söngvari með seiðandi röddina setur sitt
einkenni á lögin, gefur Seabear-tóninn og
túlkar lögin af einstakri natni. Það er enginn
öskrandi hamagangur í Seabear en engin
deyfð heldur, það er fallegt fjör þarna og því
er þessi plata góð fyrir sálina, góð fyrir lífið.
Ingveldur Geirsdóttir
Ámóti sól
8
Platan 8 er sjöunda
hljóðversplata sveitarinnar
(2006 kom út safnplata) og
hún gæti mögulega verið besta
plata sveitarinnar til þessa. Af henni stafar
afslappað öryggi þeirra sem þurfa ekki að
sanna sig fyrir neinum lengur ... Hér er á
ferðinni eðalpopp, alíslenskt, og mikið var að
sveitin gaf út plötu með frumsömdu efni.
Það er vonandi að fríið sem sveitin tók sér
um áramótin verði ekki of langt.
Arnar Eggert Thoroddsen
Sóley
Theater Island
Ég bjóst ekki við neinu þegar
ég setti þessa plötu á og
undrun mín var því að sama
skapi mikil. Ein af bestu
plötum ársins, án efa.
Arnar Eggert Thoroddsen
amiina
Puzzle
Puzzle er frábærlega vel unnin
plata, á henni er ekki að finna
hnökra þó að ég hefði viljað að
hún væri ekki alveg svona
brothætt, lögin eru lagskipt, byggjast upp
eins og turnar sem gætu fokið í næsta roki.
Biðukolla yrði kannski réttari samlíking.
Puzzle er hlýleg og heillandi plata þó að ég
hefði viljað sjá amiinu stíga alveg upp úr
spiladósinni.
Ingveldur Geirsdóttir
Hjálmar
Keflavík Kingston
Eins og með aðrar plötur
Hjálma er þessi þétt og vel
unnin, ekki hnökra að finna
hvort sem er í hljómi eða útliti.
Hún er fjölbreytt enda samansafn laga en
nýju lögin smellpassa þarna með þeim eldri,
„Gakktu alla leið“ er mjög góð nýsmíði. Mikið
er ég afskaplega fegin að þeir fundu þörf hjá
sér til að safna þessum lögum saman því
Keflavík Kingston er hinn eigulegasti gripur,
hvert einasta lag áheyrilegt, það þarf ekkert
að hafa fyrir því að skipta um lag, bara að
njóta frá upphafi til enda.
Ingveldur Geirsdóttir
Lifun
Fögur fyrirheit
Um leið og fyrsta lagið hljómar
er ég komin til Keflavíkur í
huganum. Árið er í kringum
1970 og það liggur rafmagnað
sakleysi í loftinu ... Þessi plata er ekkert
nema íslensk og ástin er rauði þráðurinn í
textunum þótt hún komi þar frammeð ólíku
móti.
María Ólafsdóttir
Rúnar Þórisson
Fall
Þetta er „stór“ tónlist, ríkulega
útsett en þó það sé mikið undir
kæfir hún hlustandann aldrei
... Heilsteypt er verkið mjög og
erfitt að pikka eitthvað sérstaklega út. Í
sérstöku uppáhaldi er þó titillagið;
dramatískt og reisulegt og upphafslagið
„Time“ slær líka tóninn vel: mikilúðlegt með
þungri, dramatískri undiröldu.
Arnar Eggert Thoroddsen
Momentum
Fixation, at Rest
Þetta er frábærlega heppnuð
plata hjá þeim, þar sem allt fer
hönd í hönd, veri það hljómur,
spilamennska, lagasmíðar,
söngur eða útsetningar. Umslagið er meira
að segja stórglæsilegt. Ef leita á að
einhverjum snertiflötum við erlendar sveitir
kemur Opeth helst upp í hugann en
Momentum-menn vinna þó kirfilega í sínum
hljóðheimi, hann er alíslenskur þessi lyklaði
og skuggum bundni heimur sem þeir vinna í.
Arnar Eggert Thoroddsen
Valdimar
Undraland
Þessi fyrsta plata Valdimars
(sem er hljómsveit, ekki
maður) er einn af þessum
gripum, merkilega fullbúin
plata, iðandi af hreinni sköpunargleði.
Tónlistin er tilfinningaríkt popprokk með
djasskeim og Radiohead-blæbrigðum ...
Arnar Eggert Thoroddsen