SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 35

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 35
28. nóvember 2010 35 Ó perusöngkonan Xu Wen, sem hefur verið búsett á Ís- landi í rösklega tvo áratugi, var að senda frá sér fyrstu sólóplötuna, Kínversk norðurljós. Á henni eru fjögur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, fjögur kínversk þjóðlög, einnig grísk og loks nokkrar óper- íuaríur. „Ég kenni ekki jafnmikið nú og áður og gat því einbeitt mér að því að gera plötuna. Mig hefur lengi langað til þess en það er svo tímafrekt að nú hafði ég loks tök á því,“ segir Wen í samtali við Morg- unblaðið. Sigurður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, var upptökustjóri við gerð plötunnar og undir- leikari á píanó Anna Rún Atla- dóttir. Wen fluttist til Íslands árið 1989, hóf nám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og lauk það- an prófi 1997. Hún kenndi um tíma á Stöðvarfirði og síðar hjá Domus Vox í Reykjavík. Þá stundaði hún framhaldsnám í söng í London. En listamannsferillinn hófst aldeilis ekki eftir komuna til Ís- lands. „Ég lærði kínverskan óperusöng, leiklist, dans og skylmingar við Huangmei-- óperuskólann 1984-1986 og var svo fastráðin við Huangmei- óperuna 1986-1988,“ segir hún. Þar söng hún mörg aðal- hlutverk í kínverskum óperum. „Mér finnst lög Sigvalda Kaldalóns passa rödd minni mjög vel, það er mikil dramatík í lögunum,“ segir Wen, spurð hvers vegna þau urðu fyrir val- inu en lög Kaldalóns á plötunni eru Þú eina hjartans yndið mitt, Betlikerlingin, Vorvindur og Leitin. „Í kínversku lögunum beiti ég hins vegar allt annarri söng- tækni en notuð er í Evrópu. Hljómurinn er bjartari og tón- arnir mjórri.“ Hún segist hafa haft áhuga á því að tengja saman ólíka menningarheima, þann ís- lenska og þann kínverska, og mun þetta fyrsta platan þar sem er að finna verk sungin bæði á íslensku og kínversku af sama flytjanda. Á disknum eru einnig nokkr- ar óperíuaríur sem fyrr segir. „Þetta eru nokkrar erfiðustu aríur óperubókmenntanna, til dæmis Caro nome úr Rigoletto eftir Verdi og aría úr dúkku- óperu Hoffmans eftir Offen- bach.“ Hún syngur einnig aríur úr óperum eftir Händel, Puccini, Rossini og Meyerbeer. Wen hefur sungið aríur með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðs Wilk- inson, komið fram sem ein- söngvari með ýmsum kórum, haldið einsöngstónleika víða og farið með óperuhlutverk í Ís- lensku óperunni. Kínversk norðurljós Xu Wen segir mikla dramatík í lögum Sigvalda Kaldalóns. Söngkonan góðkunna Reg- ína Ósk sendir frá sér jóla/ vetrarplötu sem heitir hinu skemmtilega nafni Regína Ósk … um gleðileg jól. Spurt er: Ertu svakalegt jólabarn? „Já, ég er mikið jólabarn. Ég er einmitt fædd þremur dögum fyrir jól, þannig að ég fæddist í jólaskapi. Fékk reyndar alltaf jólaskraut í af- mælisgjafir lengi vel svona frá bekknum o.s.frv. Fannst það ekkert svakalega spennandi … átti orðið meirihlutann af jólaskrautinu á heimilinu! Seinni árin hef ég orðið enn meira jólabarn, sérstaklega eftir að ég átti börnin. Þá uppgötvaði ég jólin aftur í gegnum þau. Mér finnst þessi tími alveg yndislegur og við verð- um að passa það að gleyma okkur ekki í öllu áreitinu sem við verðum fyrir í formi auglýsinga o.fl. Ekki gleyma af hverju við erum að halda jól. Þetta er tími fyrir fjölskylduna og vini, að njóta samvista hvert við annað. Kærleikurinn og friðurinn skiptir mestu máli.“ Regína Ósk Börnin gerðu mig að jólabarni Bragi Valdimar Skúlason hefur að sönnu verið iðinn við kolann í ár. Hann er potturinn og pannan í Diskóeyjunni auk þess að eiga texta á jólaplötu Baggalúts og alla textana á jólaplötu Sigurðar Guð- mundssonar. Spurt er: Er það Pönkeyj- an næst? „Það væri vissulega freistandi að senda prófessorinn, þjakaðan af miðlífs- krísu og glamúróþoli á hina hrjóstugu Pönkeyju, suð- suðaustur af Diskóeyju. Þar fær hann útrás fyrir hvers kyns andfélagslega hegðun, nælublæti og leðurfíkn innan um hanakambseðlur og ráðvillta ræflarokk- linga. Hann snæðir auðvaldssvínapöru í hvert mál og drekkur 12 ára gamalt eðalbótalím með – milli þess sem hann kastar sér út í ólgandi nýbylgjurnar á gadda- brimbrettinu og spilar angurværa Cramps-söngva á kókoshnetulangspilið sitt. En það er í fyrsta lagi þar næst. Næst er það að sjálfsögðu Proggeyjan.“ Bragi Valdimar Skúlason Næst er það Proggeyjan! Ég Lúxus upplifun Að segja að Róbert hafi einstaka sýn á það hvernig setja eigi saman popplag nær engan veginn utan um þær ótrúlegu leiðir sem hann fer inn í þriggja mínútna poppformið. Róbert er nokkurs konar íslenskur Captain Beefheart; lögin eru furðuleg, í skringilegum töktum og hljómar sem eiga ekkert að standa saman í einu og sama laginu gera það samt. Og það fáránlegasta við þetta allt saman er að þetta virkar... Arnar Eggert Thoroddsen Jónas Sigurðsson Allt er eitthvað Þetta er á allan hátt heilsteypt verk; rennslið er öruggara, hljómurinn er fyllri, hugmyndirnar að fullu mótaðar og maður heyrir á Jónasi að hann veit upp á hár hverju hann vill ná fram...Textarnir eru líka kapítuli út af fyrir sig, og nær Jónas hæstu hæðum í hinu magnaða „Hleypið mér út úr þessu partíi“. Arnar Eggert Thoroddsen Moses Hightower Búum til börn Ég hef tekið ástfóstri við þessa plötu, og strax við fyrstu hlustun fannst mér ég ekki lengur vera í vinnunni með rigninguna berjandi á gluggunum. Ég var komin á vindsæng í glaðasólskini einhversstaðar í Miðjarðarhafinu (með vatnsheldan ipod). Það sem heillaði mig upp úr skónum var hljóðfæraval sveitarinnar sem og bakraddirnar. Þær eru eilítið gamaldags, sem er svo sjarmerandi. Hugrún Halldórsdóttir Reginfirra Reginfirra Reginfirrumenn eru lítið að þefa af viðkæmnislegum blómum, eru miklu frekar að handleika kaktusa með berum höndum þannig að úr blæðir. Íslandsvinurinn Jim Black kemur á köflum upp í hugann; það er smájaðar í blöndunni og frískandi tilraunagleði. Ungæðislegur krafturinn skilar hinum firrtu aðstandendum plötunnar því langt, stundum er eilítið farið yfir strikið í spunanum en heilt yfir er þetta prýðilegt og rokkandi...æ ég meina djassandi. Arnar Eggert Thoroddsen Just Another Snake Cult The Dionysian Season Um er að ræða tilraunakennt sýrupopp a la Ariel Pink sem kemur manni sífellt í opna skjöldu, slík er hugmyndagnægðin og glúrin úrvinnslan. Þetta er plata sem gefur og gefur! Arnar Eggert Thoroddsen Orphic Oxtra Orphic Oxtra Tónlist plötunnar er óreiðukennd og nokkur svipur með einu lagi og því næsta en um leið er tónlistin fagmannlega spiluð og einfaldlega of hressandi til að maður gefist upp og slökkvi á græjunum. María Ólafsdóttir Ask the Slave The Order of Things Skemmst er frá því að segja að hér sprettur Ask the Slave fram með tilþrifum, hik og vandræðagangur sem átti til að einkenna síðasta verk (Kiss Your Chora, 2007) er á bak og burt. Stílaflökt er ekki nægilega sterkt orð til að lýsa því sem í gangi er hér. Ljúfir kassagítarlegnir kaflar eru brotnir upp með brjáluðu öfgarokki og þrír eða fjórir söngstílar eru brúkaðir... Arnar Eggert Thoroddsen K-tríó Rekaviður Hér hefur verið reynt að gefa ófullkomna lýsingu á lögunum á „Rekaviði“ en orð fá ekki lýst tónum. Það skal þó fullyrt að með þessari plötu stendur K-tríóið við allar þær væntingar sem til þess hafa verið gerðar – en vonandi er ferillinn rétt að hefjast og enn betri skífa í burðarliðnum. Vernharður Linnet Rökkurró Í annan heim Hljóðfæraleikur, söngur, textagerð, hljóð og plötuumslag er allt til fyrirmyndar og mjög flott. Það eru lagasmíðarnar sem eru veiki hlekkur plötunnar, þær standa alltof nálægt auðheyranlegum áhrifavöldum. Rökkurró þarf að finna sinn eigin farveg. Það gerist samt stundum eitthvað á plötunni sem lofar virkilega góðu. Ingveldur Geirsdóttir Steve Sampling Milljón mismunandi manns Kanarnir hafa einfaldlega farið of langt í feitum bítum og speisi sem varir vikum saman til þess að hægt sé að leggja þetta þeim til hliðar. Að leita þess er hins vegar villan sem ég gerði og ég fór á mis við mikilvæg atriði sem á endanum gera þessa plötu...Hún framkallar tjill-stemningu og útvarpsmenn mega velta henni vel fyrir sér. Guðmundur Egill Árnason Nóra Er einhver að hlusta? Vissulega eru einhverjir hnökrar hér og hvar sem mætti hefla af en heilt yfir er þetta afar tilkomumikill frumburður sem gneistar af hugmyndaflugi, áræði og spilagleði. Arnar Eggert Thoroddsen Swords of Chaos The End Is As Near As Your Teeth Platan er nokkuð tvískipt mætti segja; þannig eru sjálf lögin tiltölulega einsleit og hefðbundin og skilja ekki mikið eftir sig þannig. Spilamennskan öll er til prýði; ágeng og ástríðufull. Söngurinn, eins brjálæðislegur og hann er nú, á þó til að vera fulleinsleitur einnig. Það er hins vegar ramminn utan um tónlistina sem dregur hana í land er hinu sleppir. Arnar Eggert Thoroddsen Klassart Bréf frá París [Þ]ótt ekki sé hægt að kvarta yfir fagmannlegum flutningi og fínasta söng vantar talsvert upp á það að lögin sem slík geri einhvern skurk í huga manns eður hjarta. Lagasmíðarnar hreyfa furðu lítið við manni verður að segjast, eru bara þarna velflestar, koma kurteisar upp að manni og hverfa svo óðar hljóðlaust í burt án þess að maður taki eftir því. Arnar Eggert Thoroddsen The Third Sound The Third Sound Frumleiki er sannarlega ekki efst á blaði hér, og á stundum verður ófrumleikinn nánast yfirþyrmandi, þar sem hver einasta nóta kallar fram eitthvað annað. Á hinn bóginn er þetta allt saman haganlega framreitt (Hákon leikur á öll hljóðfærin sjálfur) og vel samið og þegar best lætur sparkar þetta þægilega í rassa. Arnar Eggert Thoroddsen Hank and Tank Songs for the Birds [Pl}atan ber með sér einslags dauðakántrí sem er borið uppi af djúpri og karakterríkri röddu Þorgeirs. Og enn og aftur, þó að slóðirnar hér hafi verið farnar oft og lengi vel eru tök þeirra fóstbræðra á þessum „geira“ það firnasterk að ekki er annað hægt en að hrífast. Arnar Eggert Thoroddsen Kristín Mubla Þessi fyrsta plata Kristínar er nokkurskonar uppgjör við fyrri tónlistarsköpun í bland við þá nýju, og þótt óheildstæð sé er platan sem slík ágæt vísbending um hvers megnug Kristín er sem söngvari, laga- og textasmiður. Stefnir nú eðlilega upp á við og verður sannarlega forvitnilegt að heyra í framtíðarverkefnum tónlistarmannsins frambærilega. Alexandra Kjeld Úlpa Jahiliya Áferð þessarar plötu er eiginlega það sem kalla mætti eiturlyfjaleg eða „druggy“ og titillinn á plötu hinnar áþekku sveitar Spacemen 3, Taking Drugs to Make Music to Take Drugs To, poppar ósjálfrátt upp í hausinn ... Vísast er þetta óaðgengilegasta plata Úlpu til þessa en þessi oft myrki hljóðheimur sem hana prýðir er þó einkennilega heillandi og verður eiginlega notalegri eftir því sem maður dvelur þar lengur. Arnar Eggert Thoroddsen Kristinn Árnason Giuliani, Sor, Aguado, Carcassi Á geisladiskinum er einmitt spænsk tónlist, og Kristinn er svo flinkur að hann hefur ekkert fyrir hröðum nótnahlaupum. Þau hljóma áreynslulaus, alveg eins og þau eiga að vera. Túlkunin er litrík og lifandi, flæðið í músíkinni óheft og stemningin ómenguð. Útkoman er frábær skemmtun, maður nýtur þess að hafa geisladiskinn á fóninum. Jónas Sen

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.