SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 42

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 42
E nginn hefur boðið sig fram til að afhenda Godard-gripinn, en hann verður fjarverandi veislu- höld akademíunnar í tengslum við afhendinguna. Annað vandamál blasir við akademíunni; hvernig hún eigi að bregðast við margyfirlýstu gyðingahatri leikstjórans, en hann hefur ekki dregið dul á það í gegnum tíðina. Það hefur reist vegg milli hans og kvikmyndaborgar- innar, þar sem gyðingar hafa ráðið lögum og lofum, þó að ýmsar stofnanir innan kvikmyndageirans hafi reynt að bera klæði á vopnin. Jafningi Hitlers? Undanfarið hefur umræðan farið vaxandi í fjölmiðlum gyðinga, deilt erum hvort Godard, sem er virkur and-zíonisti og málsvari réttinda til handa Palestínu- mönnum, sé jafnframt gyðingahatari. Þessi rannsókn á afstöðu hans til gyðinga hefur varpað skugga á áætlanir akademí- unnar að heiðra listamanninn. Eli Wal- lach, Francis Ford Coppola og kvik- myndafræðingurinn Kevin Bronslow, eru á meðal þeirra sem ætla að vera viðstaddir athöfnina, en Óskarsverðlaunaútsend- ingin sjálf verður 27. febrúar, nk. Akademían hefur gert sitt besta til að sniðganga umræðuna. Til dæmis er lítil hætta á að viðkvæm atriði í myndum Godards sé að finna í fimm mínútna klippimynd úr verkum meistara nýbylgj- unnar við athöfnina. Þar á meðal bútar úr umdeildum kafla heimildarmyndarinnar Here and There (’76), sem fjallar um líf tveggja fjölskyldna, franskrar og palest- ínskrar. Í henni eru settar saman myndir af Goldu Meir og Adolf Hitler og gefa í skyn að Godard, einn leikstjóra verksins og þulur, setji þau upp sem jafningja. Godard, sem orðinn er 79 ára, hefur haft áhrif á jafn ólíka leikstjóra og Martin Scorsese, Woody Allen og Quentin Tar- antino, með fáguðum vinnubrögðum, tækni og ríkulegri notkun poppmenn- ingar í myndum sínum frá 8. áratugnum. Þessum verkum hefur hinsvegar aldrei verið sómi sýndur af akademíunni fyrr en umræðan um Governor-Óskarinn fór í gang fyrr á árinu. Hann verður ekki af- hentur á hátíðinni heldur nokkru áður við hátíðlega athöfn þar sem verða margir af valdamestu og virtustu stórjöxlum kvik- myndanna. Akademían hefur fengið fjölda fyr- irspurna frá meðlimunum sem véfengja velsæmi verðlauna og draga ekki aðeins athyglina að þekktri lítilsvirðingu God- ards á Hollywood, heldur afstöðu hans og yfirlýsingum þar sem hann hefur spyrt saman vantrú á kvikmyndaiðnaðinum við varkárni sína gagnvart áhrifum gyðinga. Bilið fer breikkandi Eitt sinn kvartaði Godard yfir því að Spielberg hefði misnotað ásýnd Ausch- witz-útrýmingarbúðanna er hann gerði Lista Schindlers. Árið 1995 neitaði hann viðtöku heiðursverðlauna frá samtökum gagnrýnenda í New York, m.a. vegna þess að honum mistókst að stöðva lag- færingar Spielbergs á búðunum. Hvernig sem á því stendur virðist bilið fara breikkandi á milli God- ards og akademíunnar og virðist eiga sér dýpri rætur en til dæmis hjá Hitchcock. Hann lagði fæð á Kvikmyndaakademíuna – sökum þess að engin fékk hann Ósk- arsverðlaunin – sem bætti honum það reyndar upp með heiðursverðlaununum sem kennd eru við Irving G. Thalberg, ár- ið 1968. Daniel S. Mariaschin, varaforseti B’nai B’rith International, elstu og öflugustu góðgerðasamtaka gyðinga, fordæmdi ein- dregið þá ákvörðun akademíunnar að heiðra Godard. „Þeir hafa sett mælistokk á list en hundsa mælikvarða á velsæmi og sið- ferði,“ segir Mariaschin. „Hvernig er hægt að gleðjast yfir heiðursverðlaunum til manns sem heldur slíkum skoðunum á lofti?“ Akademían hefur greinilega kallað yfir sig eitt illviðráðanlegasta vandamálið í langri og lit- ríkri sögu hennar. Leikarinn Vin- cent Cassel flyt- ur ávarp við af- hendingu Ríkisstjóraverð- launanna svo- nefndu. Jean-Luc Godard var fjarri góðu gamni. Reuters Heiðurs-Óskar veldur deilum Bandaríska kvikmyndaakademían er enn að reyna að kyngja því að Jean-Luc Godard, einn umdeildasti evrópski kvikmyndagerðarmað- urinn hafi verið útnefndur til Heiðurs-Óskars- ins. Slíkt hlotnast aðeins þeim útvöldu. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is 42 28. nóvember 2010 skoðunarferð um stæltan kropp Geres. En ef Jesse berar sig af og til nokkuð yfirgengilega og er fullstaffírugur hefur sjálf- umgleði hans ógeðfellt bit sem hentar persónunni. Ef ófyr- irleitni Belmondos kaffærði óvenjulegt útlit hans til að verða kyntákn gerir Breathlesss hið gagnstæða fyrir hinn bring- uhárprúða Gere, hún undirstrikar áskapað aðdráttarafl hans með hallærislegri ofvirkni. „Ég vil ekki verða ástfangin af þér“ stynur Kapr- isky hjálparvana rétt fyrir hina glötuðu helgi í Santa Ana þar sem samband hennar við götu- strákinn stælta getur ekki endað öðruvísi en á einn veg. Þetta er í rauninni útúrsnúningur á síðustu setningu Belmondos í mynd God- ards: „Ég ætti ekki að hugsa um hana en ég kemst ekki hjá því.“ Handrit þeirra Schrad- ers og LM Kits Carsons (Paris, Texas) tekur fleiri eftirtektarverða útúrdúra frá línunum sem þeir Godard og handritshöfundur hans, Francois Truffaut, lögðu tæpum aldarfjórð- ungi fyrr. Godard sýndi Hollywoodtengslin ljóslega í À bout de souffle, McBride og Car- son dusta rykið af hinni léttvægu Gun Crazy, sem er áberandi í Breathless, sem verður síðan poppaðri. Á meðan Michel er meðvitað byggður á Bogart minnir Jesse meira á síðari tíma töffara á borð við Jerry Lee Lewis og teiknimyndahetjur. Það sama gerir McBride, útlit Breathless er í myrkum has- arblaðastíl. saebjorn@heimsnet.is Breathless er skoðunarferð um stæltan kropp Rich- ards Geres. Jean-Luc Godard mætti fullskapaður til leiks í À bout de souffle (’60), sinni fyrstu mynd, sem varð samstundis sígild og ein af undirstöðuverkum frönsku nýbylgjunnar, þar sem leikstjórinn var einn helsti hugmyndasmiðurinn. À bout de souffle varð viðmið ungra leikstjóra um allan heim þótt hreinar eftirlíkingar væru fáar utan Breathless, sem Bandaríkjamaðurinn Jim McBride (The Big Easy, The Great Balls of Fire) sendi frá sér árið 1983. Hann beitti öðrum áherslum og nýtur verkið misjafns álits meðal kvik- myndaunnenda. Hann reyndi að flytja sjarma götulífsins í París til Los Angeles og skipti Michel (Jean Paul Belmondo) og Patriciu (Jean Seberg), hinum tragísku fórnarlömbum dauðadæmdrar ástar, út fyrir Richard Gere og Valerie Kaprisky. Michel var orðinn að bílaþjófnum Jesse og Patriciu, blaðsölustúlkunnar hjá NY Herald Tribune, beið litlu skárra hlutskipti sem glæst, frönsk stúlka sem stundaði nám við UCLA, ef rétt er munað. Breathless var eftiröpun (má ekki segja það sama um þær flestar?) sem lítil þörf var á fyrir aðra en Bandaríkjamenn sem hafa skömm á að þurfa að lesa textann sem er fylgi- fiskur erlendra mynda á öðru tungumáli en ensku. Þó að leikararnir líktust ekki hið minnsta myrkum persónum Godards var þeim ekki um að kenna hversu gruggug tengsl- in eru á milli myndanna. Skoðuð með jákvæðu hugarfari er Breathless hreint ekki sem verst, heldur frískandi gassa- gangur. Líkt og American Gigolo eftir Paul Schrader er Breathless Godard – á amerískan máta Leikstjórinn umdeildi Jean-Luc Godard. Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.