SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 50

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 50
50 28. nóvember 2010 G eturðu ekki opnað?“ heyrist kallað í dyra- símann. – Nei, svarar blaðamaður og reynir að bera sig vel. „Ég hleyp niður.“ Rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir stendur í dyr- unum. „Hurðin er bara fyrir sérvalda,“ segir hún. „Og er steinhætt að hleypa inn fólki!“ Einum kaffibolla síðar hefst samtal við eldgamalt borð í fallegri stofu við Flókagötu. „Það er frá því við bjuggum úti í Þýskalandi fyrir hundrað árum,“ segir Kristín og smeygir servíettu undir einn fótinn til að það verði stöðugra. Erindið er að ræða um skáldsöguna Ljósu, sem vakið hefur nokkra athygli. – Þú byggir á frásögnum af ömmu þinni, sem átti við geðveiki að stríða í byrjun síðustu aldar? „Já, við skulum segja að kveikjan sé amma mín, því að ég hafði hugsað mikið um hennar líf, sem mig langaði til að vita meira um, en vissi lítið annað en að hún hafði verið geðveik. Og einhvern veginn var aldrei talað um hana, þessa alvarlegu konu, sem hékk á vegg inni í stofu.“ Djöflar í mannsmynd Hún stendur upp, tekur innrammaða mynd af veggnum og leggur hana á borðið. „Mig langaði einlæglega að vita, hvað væri að á bak við þessi augu, hvað hún væri að hugsa, af hverju hún væri svona alvarleg – samt er hún svona ung. Þegar ég var lítil tók ég myndina, fannst henni hlyti að leiðast svo mikið, og fór með hana út í glugga, þannig að hún gæti horft út. Ég vildi reyna að létta henni lífið. Svo var myndin tekin aftur og hengd upp á vegg. Ég hafði aldrei neina þörf fyrir að flytja afa minn út í glugga, hann var svo hvass á svipinn, að ég var hrædd við hann. Samt var hann víst ljúflingur, myndaðist bara öðruvísi. Pabbi var ógurlega ánægður með hann, fannst hann líkur Stalín á myndinni, og hin amma mín, Guðrún, bað guð að geyma sig, gat ekki hugsað sér neitt verra undir sólinni en Hitler og Stalín, það voru djöflar í mannsmynd. Ég held að pabbi hafi verið að stríða henni, en afi var ákaf- lega mikill sjálfstæðismaður, hefði ekki viljað láta kalla sig Stalín!“ Hún brosir að minningunni. „En ég held að undir niðri hafi ég mjög lengi verið staðráðin í að komast til botns í því, hvernig líf þessarar konu gæti hafa verið. Ég komst hins vegar að því, að þetta er líf mjög margra sem ég er að lýsa, þegar við komum að sjúkdómnum. Það voru engin frávik leyfð – þú áttir bara að vera að gera það sem þú áttir að vera að gera,“ segir Kristín og hlær. „Konur áttu að vera á sínum stað á heimilinu, hugsa um sinn karl og sína krakka, og gera það vel. Og hún hafði það fram yfir margar aðrar konur, að hún gekk í Kvennaskólann um aldamótin 1900. Það þýðir að hún hafði farið út fyrir sveitina. Og hún kom óneitanlega heim með ýmsar nýjungar, hafði held ég gaman af mörgu öðru en venjulegu bústangi og saumaði sann- arlega fyrstu gluggatjöldin í sveitinni. Fólk kom til hennar til að skoða gluggatjöldin. Svo getur maður spurt sig hvort það ýti undir óánægju að koma til baka í sveit- ina eftir að hafa séð heiminn, sem síðan verði að sinn- isveiki. Það má spyrja sig, en ég er ekki með neina patentlausn. Nú tek ég fram að amma var dáin löngu áður en ég fæddist, en ég talaði við marga og fór tvisvar austur að ræða við gamalt fólk sem mundi ömmu mína. Og það var mér mikil opinberun, því ég hafði heyrt svo lítið um hana. Allt í einu kom ég á ýmsa sveitabæi og í hús á Höfn, þar sem fólk settist niður og sagði mér sögur af ömmu. Og ein frænka mín sem mundi hana sagði mér líka margt. Svo seint sem 2006 kem ég austur í upplestur og hitti gamla konu sem man hana. Hún er orðin blind og er á elliheimilinu. Hún sagði mér ýmislegt, til dæmis hvað amma hafði alltaf verið góð við börn. Allir voru hræddir við hana í köstunum, en hún gerði engum mein, síst börnum. Ég spurði hana: „Hvernig heldurðu að henni hafi liðið?“ Þá sagði hún: „Maður sá það alltaf á aug- unum í henni hvernig henni leið. Þú hefðir átt að sjá augun í henni í köstunum.“ Mér fannst ótrúlegt að heyra þetta – 70 til 80 árum seinna. En auðvitað er þetta ekki ævisaga, heldur skáldsaga. Ég nota það sem fólk hefur sagt mér um hana, aðallega til að varpa ljósi á hennar sjúkdóm, en allar aðrar persónur bý ég til. Börnin henn- ar eru ekki í bókinni eða nánasta fólkið hennar í þeirri veru sem var. Nema ef vera skyldi pápi. Hann er einfald- lega svo sterkur í minningu fólks austur í Skaftafells- sýslu enn í dag, að það er ekki hægt að breyta honum. Þau tvö halda sér að hluta til – annað er skáldskapur.“ – Hvað um manninn hennar? Hvernig var hjónaband- ið? „Þegar ég ferðast um sveitina heyri ég látið afskaplega vel af honum, hann var smiður, alveg völundur, og hreppstjóri, sem ég læt þó ekki gilda um Vigfús. Ég held að margir hafi dáðst að honum og öllum á heimilinu, börnunum ekki síður, fyrir að þau skyldu þrauka! Og hann sendir hana ekki frá sér, hún fer ekki á Klepp sem þarna er kominn til sögunnar, heldur hefur hana heima. Það var erfitt að koma fólki inn á Klepp. Frænka sagði mér líka að þau hefðu aldrei sent hana þangað, því það fólst svo mikil niðurlæging í því. Ef til vill spurðist ég ekki eins mikið fyrir um hann, en alls staðar sem hann barst í tal hafði fólk gott um hann að segja. Svo veit náttúrlega enginn hvernig það var. Og þar kemur skáld- ið upp í mér, ég bý til sögu og leiði líkur að ýmsu. Ég er til dæmis sannfærð um að ýmis upplifun sem Ljósa verður fyrir í barnæsku setur mark á hana áfram þegar hún tekst á við eigið hjónaband og lífið. Hún treystir aldrei Vigfúsi. Og ég hef alla tíð verið sannfærð um, að það er hluti af þessari geðveiki. Auðvitað blundaði hún í henni, en hluti af því er að treysta engum.“ Minnti næstum því á snotra líkkistu – Þú lýsir öðrum tíðaranda, þar sem geðveikt fólk var geymt í búri, jafnvel í útihúsum. „Það var opinberun fyrir mig að kynna mér þennan aðbúnað. Ég var nógu vitlaus til að halda að ég gæti farið eitthvað og séð þessar dárakistur, en þær eru gjör- samlega gleymdar og búið að henda þeim í ystu myrkur. Kannski er það gott, þó að maður hefði gjarnan viljað sjá þær, búr eða kistur eða kró, eins og karlarnir kölluðu það sem ég talaði við fyrir austan. Þessu var slegið upp, oft í útihúsum, en í Ljósu tilfelli var það inni, þar var Bækur Pétur Blöndal pebl@mbl.is „Ég fór eins langt og ég gat“ Skáldsöguna Ljósu byggir rithöfundurinn Kristín Steins- dóttir á frásögnum af ömmu sinni í Suðursveit, sem glímdi við geðveiki í byrjun síðustu aldar. Þá var lífsbaráttan hörð og ekkert svigrúm fyrir „frávik“ af neinu tagi. ’ En þegar einhver situr í svona kistu í litlum bæ og hljóðar nótt og dag, hrópar, kallar, leiðist, vill komast út, langar þetta, langar hitt, syngur, þá er hægt að verða veikur af tilhugsuninni um að heyra síbyljuna. Þess vegna voru margir hafðir í útihúsum, fjósum, hlöðum, skemmum, jafnvel bundnir á bás með dýrunum, þannig að þeir kæmust ekki burtu. Kristín Steinsdóttir segir að okkur sé „hollt að líta til baka og sjá hversu ótrúlega margt hefur breyst á skömmum tíma hjá einni þjóð.“ Lesbókviðtal

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.