SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Side 52

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Side 52
52 28. nóvember 2010 Making an Elephant – Graham Swift bbmnn Í greinasafninu Making an Elephant, eftir enska rithöfundinn Graham Swift, er ýmislegt efni sem birst hefur víða og eins skrif sem ekki hafa litið dagsins ljós áður. Sumt af því hefði reyndar verið skynsamlegt að birta aldrei, til að mynda afleit ljóð sem hann hefur samið í gegnum árin og eins er lítið spunnið í viðtöl við hann sem birt eru í bókinni, en fengur að öðru, til að mynda að lesa grein hans um leitina að tékkneska rithöfund- inum Jiri Wolf. Eins er fróðlegt fyrir aðdáanda Swifts að lesa minningaþætti frá æsku hans. Að sama skapi er for- vitnilegt að lesa fyrirlestur um skáldskap sem hann flutti í Nice skömmu eftir að Last Orders kom út, en ýmislegt í þeim fyrirlestri rímar vel við það sem hann sagði þegar hann tók við Booker- verðlaununum fyrir þá bók fyrir fjórtán árum: Skáldsögur eru ekki skrifaðar fyrir opinber tilefni, heldur hið nána, þögla, ósýnilega en þó töfrandi samband lesandans og blaðsíðunnar. The Axe and the Oath – Robert Fossier bbbnn Robert Fossier er franskur miðaldafræðingur á níræðisaldri og þetta mun áttunda bókin sem hann skrifar um mannlíf á miðöldum. Undirtitill bókarinnar er „Hversdagslíf á miðöldum“, en þótt það beri vissulega á góma er þetta langtífrá fræðileg samantekt. Ekki er bara að Fossier fer út um víðan völl heldur flækist hann fram og aftur í tíma og fer ekki endilega rétt með – eins og hann segir í inngangi að bókinni þá vísar hann ekki í heimildir, einfaldar þar sem honum þykir henta og stílfærir eftir þörfum. Mér þykir líklegt að miðaldafræðingar kunni lítt að meta þessa bók, en sem almennur lesandi þá þótti mér nokkur fengur í henni; að lesa hana var því lík- ast sem maður sæti á rabbi við sérvitran fræðimann sem hefur við- fangsefnið vel á valdi sínu, en fer ekki augljósa leið í túlkun. Ilustrado – Miguel Syjuco bbbbb Þessi merkilega skáldsaga hefst þar sem lík filippseyska rithöfundarins Crispins Salvadors er veitt upp úr Hud- son-á í New York. Salvador er ekki bara vel þekktur í heimalandi sínu heldur er hann líka afar umdeildur. Miguel lærisveinn hans einsetur sér að skrifa ævi- sögu hans og finna um leið handritið að bók þeirri sem hann var að skrifa þegar hann lést, en í henni fletti Salvador ofan af spillingu í filippseyskum stjórnmálum þar sem voldugar fjölskyldur hafa skipt með sér völdum í áranna rás. Miguel segir söguna með texta- brotum frá Salvador, viðtölum, persónulegum minningum og blaðafréttum, fer út og suður og út um allt og lýsir um leið filipp- seysku samfélagi síðustu áratuga. Frábærlega skemmtileg bók og skrifuð af mikilli íþrótt. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Even Money – Dick Francis & Felix Francis 2. Deception – Jonathan Kell- erman 3. The Scarpetta Factor – Pat- ricia Cornwell 4. Southern Lights – Danielle Steel 5. Life: Keith Richards – Keith Richards 6. Innocent – Scott Thurow 7. Caught – Harlan Coben 8. Deliver Us From Evil – Dav- id Baldacci 9. Red Wolf – Liza Marklund 10. The Snowman – Jo Nesbø New York Times 1. Hell’s Corner – David Bal- dacci 2. Full Dark, No Stars – Stephen King 3. The Confession – John Grisham 4. Towers of Midnight – Brandon Sanderson 5. The Girl Who Kicked The Hornet’s Nest – Stieg Lars- son 6. I Still Dream About You – Fannie Flagg 7. Squirrel Seeks Chipmunk – David Sedaris 8. American Assassin – Vince Flynn 9. Indulgence in Death – J. D. Robb 10. Fall of Giants – Ken Follett Waterstone’s 1. Diary of a Wimpy Kid: The Ugly Truth – Jeff Kinney 2. A Dance with Dragons – George R.R. Martin 3. Last Sacrifice – Richelle Mead 4. Awakened – P.C. Cast 5. Jamie’s 30–minute Meals – Jamie Oliver 6. Prospero Burns – Dan Ab- nett 7. Full Dark, No Stars – Stephen King 8. The Legion – Simon Scar- row 9. Alpha – Rachel Vincent 10. Life: Keith Richards – Keith Richards Bóksölulisti erlendar bækur Lesbókbækur K arl V. konungur Spánar, keisari þýska ríkisins og hertogi af Austurríki sagðist tala „spænsku við guð, ítölsku við konur, frönsku við karla og þýsku við hestinn sinn“. Mikið hefur verið skrifað um menningarmun tungumála, en þær fullyrðingar eru iðulega án minnstu fræðilegu undirstöðu. Í bókinni Through the Language Glass fjallar málvísindamaðurinn Guy Deutscher um deilur, sem kviknað hafa í aldanna rás um tungu, menningu og mannshug- ann. Bók Deutschers er reyf- arakenndur lestur. Í fyrri hlut- anum rekur hann umfjöllun um það hvernig málvísindi voru not- uð til þess að setja fram ævintýralegar kenningar um þróun litaskynjunjar mannsins, umræðu, sem átti sér upphafi í kafla í feiknlegu riti breska stjór- málamannsins Williams Ewarts Gladstones um Hómerskviður þar sem fjallað var um hvað orða- forði höfundarins væri fátæklegur hvað snerti liti. Hann hélt því fram að Grikkir hefðu verið nær því að sjá heiminn í svörtu og hvítu en í lit. Síðar komust fræðimenn að því að þetta ætti ekki aðeins við um Grikki til forna heldur væru ýmsar aðrar gamlar bókmenntir sama marki brenndar, allt frá Biblíunni til Íslendingasagn- anna. Þessar niðurstöður leiddu til kenninga, sem á okkar tímum hljóma ævintýralega, um það hvernig maðurinn hefði þróað með sér litaskynj- unina. Á endanum var þó niðurstaðan sú að for- feður okkar skynjuðu litina, en þeir umgengust þá ekki með sama hætti og við og tungumál þeirra endurspeglaði það. Deutscher hjólar í fullyrðingar um að öll tungumál séu jafnflókin. Fræðimenn slengi slíku fram án þess að byggja á nokkrum rannsóknum. Málfræði og form sé vissulega misflókið og yf- irfleitt flóknara eftir því sem færri tali málið. Hann fjallar einnig um kenningar þess efnis að tungumálið stjórni því hvernig við skynjum heiminn. Í flestum tungumálum gengur sá sem talar út frá sjálfum sér þegar hann talar um um- hverfi sitt og notar orð á borð við hægri og vinstri, framan og aftan. Í ástralska frumbyggjamálinu Guugu Yimithirr eru þessi orð hins vegar ekki til og þess í stað stuðst við höfuðáttirnar. Notendur þess myndu samkvæmt því biðja næsta mann um að „færa sig lítillega í austur“ eða segjast hafa „gleymt lyklakippunni á suðurenda borðsins“. Þeir sem tala málið geta því lent í vandræðum á framandi slóðum, en eru einnig sagðir hafa meiri tilfinningu fyrir áttunum, en hinir sjálfhverfu. Deutscher er eins og Sherlock Holmes í völ- undarhúsi málvísindanna og kemur hvað eftir annað á óvart. Var Hómer blindur, litblindur eða bara orðlaus þegar litir voru annars vegar? Reuters Mál og menning Hvenær birtist regnboginn mannkyni? Hver eru mótunar- áhrif málsins? Eru öll tungumál jafn erfið? Guy Deutscher horfir í gegnum tungumálaglerið og veltir fyrir sér hvernig orðin lita heiminn. Karl Blöndal kbl@mbl.is Ráðgátur tungumálanna eru margar og fjölbreytileikinn með ólíkindum. Sum tungumál hafa verið rækilega kortlögð, um önnur er fátt vitað. Í ný- útkominni bók, Eitt þúsund tungu- mál, í ritstjórn Peters K. Austins er yfirlit um flóru tungumálanna, upp- runa þeirra, útbreiðslu, notkun og tengsl. Í bókinni er fengist við ýmsar spurningar. Hvað ræð- ur því að tunga verður heimsmál? Hvaða mál eru á hverfanda hveli? Heimsmál fyrri alda eru nú löngu horf- in. Mun það sama henda heimsmál samtímans? Impr- að er á ýmsum ráðgátum. Hvernig má það til dæmis vera að „ekki hefur tekist að finna skyldleika bask- nesku við nokkurt annað tungumál“? Uppistaða bókarinnar er hins vegar stutt úttekt á hverju máli fyrir sig. Eins og fram kemur í bókinni er tal- ið að nú séu 6.800 tungumál töluð í heiminum og 90% þeirra verði horfin í lok þessarar aldar. Margbreytni málanna

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.