SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 55
28. nóvember 2010 55
K
affibrúsinn sem lagður er á borðið á heimili
rithöfundarins líkist helst veðruðum reyk-
háfi frá dögum iðnbyltingarinnar í Bretlandi.
„Ég hef átt hann lengi,“ segir Pétur Gunn-
arsson. „Hann er forn.“
Svo tínir hann til fallega bolla úr sparistellinu; ald-
urinn hefur farið betur með það. Samdrykkjan í tilefni af
útgáfu Péturspostillu með „hugvekjum handa Íslend-
ingum“.
– Þú ert ekkert feiminn við það sem rithöfundur að
bíta í pólitísk þrætuepli?
„Nei, það er aðferð rithöfundarins, að opna sig fyrir
ástandinu sem er ríkjandi í þjóðfélaginu hverju sinni,
láta það orka á sig, upplifa það og reyna að túlka það í
texta. Þannig að af sjálfu leiðir, að þegar maður skrifar í
dagblað, þá hlýtur maður að skrifa um ríkjandi ástand.
Þessar greinar spanna tólf ára tímabil og urðu til í að-
sigi hrunsins. Mér finnst þær bera keim af því. Eins og
hjá dýri sem skynjar jarðskjálfta áður en
hann kemur. Ég held að rithöfundur þjálfi
með sér þann eiginleika, að skynja ástand og
um leið það ókomna – það sem er í vændum.
Þetta var á gósentíðinni og rithöfundar
ekki hátt skrifaðir sem álitsgjafar, en það
voru aftur á móti sérfræðingarnir – þeir voru
taldir búa yfir þekkingu sem byggði á gögn-
um. En rithöfundurinn vinnur öðruvísi,
meira út frá næmi. Hann getur þess vegna
skotið langt yfir markið, en hann getur líka
skynjað það sem á eftir að gerast.“
– Týndi þjóðin rótum sínum og ef svo er, hefur hún
fundið þær aftur?
„Nei, ég held alls ekki að það sé tilfellið. Stundum hef
ég vakið athygli á sérstöðu okkar Íslendinga og mér
finnst hún liggja í þessu langa samhengi í tungumálinu.
Við erum sér á parti í Evrópu að því leyti, að geta lesið og
skilið texta sem voru skrifaðir fyrir þúsund árum og eru
þar af leiðandi virkir í okkar hugarheimi í dag. Við höf-
um líka þetta langa samhengi í landinu. Borgarvæðingin
sem er allsráðandi í Evrópu er miklu skemmra á veg
komin á Íslandi og afmarkaðri. Við getum svo auðveld-
lega talið okkur trú um það þegar við erum stödd úti í
sveit, að við séum stödd í landslagi sem fyrstu forfeður
okkar og allar götur síðan þekktu, sömu fjöll og jöklar.
Síðan einkennir það okkur í heiminum að við erum
eina fólkið sem kemur að ónumdu landi í nútímanum –
inúítar voru á Grænlandi og frumbyggjar í Ameríku og
Ástralíu. Við horfum á þessa þjóð fæðast og verða til,
fyrir vikið lifir það alltaf með okkur – upphafið. Flestar
þjóðir búa við að uppruni þeirra liggur langt aftur í for-
sögu og tilfinningin þar af leiðandi sú að þær hafi alltaf
verið til staðar – án upphafs.
Ég skoða ræturnar í sögulegu samhengi og tel mik-
ilvægt að við missum ekki sjónar á þeim. Þá myndum
við flosna upp frá landinu og menningunni. Á meðan við
höfum vakandi tilfinningu fyrir þessum sérkennum, þá
erum við á réttri leið. Í þessum greinum legg ég áherslu á
nauðsyn þess að hlúa að og rækta okkar sérkenni. Þær
miklu breytingar sem eru sjálfkrafa okkar hlutskipti í
nútímanum, útheimta að við séum með sterka miðlun
úr útvarpi, sjónvarpi og fjölmiðlum yfirleitt, og skóla-
kerfinu. Ef við misstum alfarið samband við tungumálið
og söguna, þá yrði framandi þjóð komin til skjalanna á
Íslandi.“
– „En sú eina stefna sem er fær til lengdar
er minna. Og að þetta „minna“ sé jafnframt
meira.“ Þannig skrifarðu í febrúar 2000. Er
stefnan réttari núna?
„Vesturlönd hafa öll orðið fyrir efnahags-
legu áfalli, sem hefur verið jafnað við krepp-
una miklu. En við virðumst föst þar, ekki sé
neinn skýr valkostur um hvað beri að gera.
Við sjáum að allir flokkar virðast í sömu
vandræðum, sósíalistaflokkar á Vest-
urlöndum eiga við nákvæmlega sama vanda
að stríða og hægriflokkar, til dæmis uppskáru sósíal-
istaflokkarnir í Svíþjóð og Frakklandi ekki fylgi í síðustu
kosningum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu.
Ég held að við séum komin að ákveðnum mærum. Það
mannkyn sem telur sex milljarða og neyslustigið í þró-
uðustu ríkjunum rúmast hreinlega ekki innan jarð-
arinnar. Talað hefur verið um, að ef neyslustig Íslend-
inga yrði fært yfir á aðrar þjóðir, þá þyrfti mannkynið 21
jörð. Mér finnst það sýna vel að við getum ekki enda-
laust stílað upp á meira. Við verðum að breyta um lífsstíl
og ég vildi óska að sá lífsstíll fæli í sér minna og betra.“
– Þú vitnar í Lenín – og kallar á að þjóðin eigi allt
sem máli skiptir í gangverki samfélagsins: banka,
póst, síma, útvarp, sjónvarp, flugfélag, skipafélag,
heilbrigðisþjónustu, skólakerfi?
„Já, ég held að blindi punkturinn hjá okkur Íslend-
ingum sé hvað við erum fá. Við hreinlega skynjum ekki
hvað við erum fá. Og þetta er liður í hruninu – að 300
þúsund manna þjóð skuli taka á sig fjárhagskuldbind-
ingar gagnvart heild sem telur 600 milljónir. Fámennið
gerir það að verkum að til þess að eitthvað komi út úr
hlutunum, þá þurfum við að sameinast um þá. Það á
ekki síst við um fjölmiðla á Íslandi, sem eru alltof mátt-
lausir og háðir eigendum sínum, og eina leiðin sem ég sé
út úr því, er að sameinast í átaki um að halda úti því sem
við þurfum á að halda, hvort sem það eru fjölmiðlar,
póstur og sími, flugferðir, samgöngur. Ég sé allt í þessu
heildarsamhengi. Og mér verður starsýnt á fámennið,
300 þúsund sálir, samanber Jónas Hallgrímsson:
Bera bý
bagga skoplítinn
Það útheimtir að við sameinum kraftana, miklu frekar
en þjóð sem telur 20 til 30 milljónir, þar getur maður út-
hugsað allt aðrar leiðir.“
Hann stendur upp og nær í Jónas.
„Tilvitnunin er í ljóðið Alþing hið nýja frá árinu 1840:
Hörðum höndum
vinnur hölda kind
ár og eindaga;
siglir særokinn
sólbitinn slær
stjörnuskininn stritar.
Svo koma erindin, sem hafa letrast í þjóðarsálina.“
– Ertu bjartsýnn?
„Já, mér finnast þessir tímar fela í sér svo mikla sköp-
un og opnun. Ákveðin kyrrstaða sem mér fannst ég
upplifa hér áður er að baki. Þetta er frjótt og lifandi
ástand sem við erum stödd í.“
– Af jarðarinnar hálfu byrja allir dagar fallega!
„Þetta eru fyrstu tvær ljóðlínurnar í fyrstu bókinni
minni. Mér þykir vænt um þessar ljóðlínur vegna þess
að þær fela í sér ákveðna stefnuskrá og bjartsýni. Að það
skuli allt byrja alltaf upp á nýtt.“
Hann hlær.
„Og fallega.“
Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Síðasta orðið…
Pétur Gunnarsson
Bera bý bagga skoplítinn
’
Þetta
er frjótt
og lif-
andi ástand
sem við erum
stödd í.