Skólablaðið - 01.11.1965, Side 3
4l.árg. 1965 2. tbl. nóvember
Ritstjóri :
Johannes Björnsson
Ritnefnd :
Ólöf Eldjárn
Baldur Guðlaugsson
Trausti Valsson
Óttarr Guðmundsson
Vilmundur Gylfason
Þórarinn Eldjárn
Lesendur eru beðnir velvirðingar á að ekki
skuli vera vásubrot eða orðskviður í upphafi
greinarinnar en uppsláttarbók undirritaðs \
þeim efnum er \ láni og fekkst ekki \ tæka tið.
Hversu má sín eitt líítið Skólablað \ gömlum
og hrörlegum menntaskóla norður undir PÓl
Af hverju eyðum við tima okkar og kröftum
svo vonlítið og vanmegnugt fyrirtæki þegar
ekki þarf annað en að rétta út hendina og all-
ar heimsins bókmenntir breiða á móti okkur
faðminn ? Höldum við kannski að eftir okkur
verði tekið og við sett \ hóp skálda eða rit-
höfunda þótt eitthvert okkar skrifi sögu, ljoð
eða barnalega ritstjórnargrein ?
Er ekki Kiljan miklu meira skald og Svavar
Gess miklu fyndnari?
Ábyrgðarmaður :
Ólöf Benediktsdóttir
Forsí"ða :
Ingólfur Margeirsson:
Herferð gegn hungri
Skreytingar :
ólafur Torfason
Trausti Valsson
Kristján Linnet
Tekur yfirleitt nokkur mark á Skólablaði ?
Nei, vissulega ekki.
En hvers vegna \ andskotanum erum við þá
að þessu ?
Tilraun til svars :
í upphafi var guð, einnig Adam, Eva og högg-
ormurinn vondi. Stuttu seinna komu Gamli-
Nói og ennþá fleiri.
Ljóti kallinn \ hópnum, þ. e. ormurinn bjó til
skrök og sagði Evu, bara sisona til að halda
henni selskap. Það var fyrsti prósinn \
heiminum.
Eftir það sögðu flestir skrök, þegar þeir gátu
komið þv\ við og ekki leið á löngu þar til al-
menningur tók að láta upp til þeirra, sem
sköruðu framúr á þessu sviði og þeir fengu
auknefnið skáld.