Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 19

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 19
- 45 - lesið um langan aldur. Það var einhver hressandi og heilnæmur blær yfir því", sem kom mér i einkar þægilegt hugarástand. Mer virtist það sett saman og skrifað af ahuga og ánægju, sem er raunar nauðsynleg forsenda fyrir tilveruretti skólablaðs. Ekkert er eins leiðinlegt og skólablað skrifað af blaseruðum ungmennum, því* að aldrei fer það mönnum jafnilla að vera blaseraðir og meðan þeir eru innan við tvítugt Hvað er hjákátlegra en unglingur sem talar og hegðar ser eins og hann hefði lífs- reynslu á borð við heilt elliheimili ? En víkjum að Skólablaðinu: Það er vissulega ánægjulegt og jafnframt nokk- urt undrunarefni að lesa sögu ólafs Torfasonar ( sem minnti mig dálítið á Indriða G. og Thor Vilhjálmsson ) - jafn rækilega unnar sögur eru fágætar 1 blaðinu ( önnur undantekning : saga Magnúsar Þórs 1 fyrra ) og sjaldgæft að maður í fjórða bekk syni svo ótvíræða og þroskaða stílgáfu. Alltaf er gaman að skemmtilega útfærðum Ijoðum \ stíl þeim sem Sigurður Pálsson beitir ( sem er einskonar sambland af Jonasi Svafár og Degi Sigurðarsyni ) og fer mönnum vel að yrkja þannig í mennta- skóla. Einnig er æskilegt að menntlingar leggi stund á hefðbundin form, en þá þurfa þeir helzt að hafa það algerlega á valdi sínu. Það tekst Vilmundi Gylfasyni ekki fullkomlega 1 tilraun sinni, sem er annars skemmtileg. Og eru þá ótaldar greinar ritstjóra og Hrafns Gunnlaugssonar, hvort tveggja hressileg skrif og höfundum til sóma, og slúðurdálkurinn, að þessu sinni ritaður með réttri blöndu af háði og gróteskum húmor. En ég er ví"st kominn inn í verkahring hins opinbera ritdómara blaðsins og læt því" hér staðar numið, án þess að geta þess sem mér þótti miður gott um blaðið. III . Jafnvel hin yfirborðslegasta athugun mannkynssögunnar kennir okkur að greina sköpunarverk mannanna ( hvort sem eru hugsanir, hlutir, bækur, tonlist, klæðn- aður eða myndir ) 1 tvo hópa : annars vegar það sem er varanlegt, sígilt; hins vegar það sem er tímabundið, hverfult. Á hverjum tíma ríkir eitthvert visst hlutfall milli hins hverfula og þess súgilda. Á sumum skeiðum sögunnar er hið sígilda yfirgnæf- andi ( hellensk hámenning, renessansinn ), á öðrum tímabilum er hlutfallið annað. Á okkar timum er ég hræddur um að hið hverfula hafi yfirhöndina. En þó að auðvelt sé að greina þetta tvennt sundur 1 fortíðinni, þa er það al- kunna hversu erfið slík greining er i nutiðinni. Heppilegt er að gera sér grein fyrir þessu með dæmum frá þessari öld, t. d. má athuga breytingar á fatatízku, utliti kvenna, txzku 1 húsbyggingum, dægurlögum, bókmenntum o. s. frv. Slíka athugun getur hver maður með sæmilega þroskaðan smekk gert fyrir sjálfan sig ; ég læt mér nægja að benda hér á nokkur atriði sem mér þykja serlega lær- dómsrík: Kventízkan ca. 1946, kvikmyndastjörnur frá 1920 ( með örfáum undantekning- um ), fegurðardrottningar frá 1950, rokklög frá 1956, Kristján fjallaskáld og Guðmundur skólaskáld ( 100%), Matthías Jochumsson (90%), "finar" villur frá eftirstríðsárunum og húsgagnatízkan frá sama tíma. Þessi listi er mjög takmarkaður, en þetta eru auðveld atriði og gagnleg til þess að geta síðan gert það sama við erfiðari atriði, og síðar meir geta menn ef til vill gert svipaða greiningu á nútimanum. Það er auðsætt að slikt samtimamat er erfitt og verður aldrei nákvæmt, en ég hef þó trú á að menn geti með rettri þjalfun aukið hæfni sma til slíks mats verulega.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.