Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 31

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 31
- 57 - ilisnefnd skuli heimilt að hækka vöru- verðið eins og þeim þóknast, til þess að greiða halla af dansiballi, sem enginn hefur beðið þá að halda. Það er eng- in afsökun hjá fyrrnefndum formanni, að ágóðanum sé varið til niðurgreiðslu á sölunni 1 frímínutum. Ef tap er á frí- mínutnasölunni ætti formaðurinn að standa sig 1 stykkinu og draj;a úr rýrn- uninni, en ganga ekki beint 1 vasa nem- enda. Stjórn Framtíðarinnar má ekki sætta sig við, að félagar sem sækja málfundi, spilakvöld o. s. frv. , þurfi að borga rúm- lega 125% álagningu á kókinu. Það vekur furðu mína, ef bekkjar- ráðin sætta sig við þetta okur á veiting- um, þegar þau halda skemmtanir. Eirikur Benjamínsson AFMÆLJSGREIhþ _f rh._a_f_bls_._ 47_ . jóhannes Björnsson er andlegur verkamaður í eigin víngarði; af guðs náð. Áhrifa hans gætir viða, og má sem dæmi nefna kvæði Jóhannesar í 4. tbl. Skólablaðsins s. 1. ár, þar sem hann for- dæmdi vaxtarlag Per Hækkerup. Kost- aði þetta uppsteit í danska ríkisráðinu, en Jens Krag tókst að lokum að fa Hækkerup til þess að sitja áfram, með herkjum þó. Já, áhrifa hans gætir vúða, og viðara en vér hugðum. En meðan á þessum ósköpum stóð reyndist söku- dólgurinn vera á Hótel Borg uppi a Ts- landi, og una hag sínum hið bezta. jóhannes hefur hugsað sér minnkandi afskipti sjálfs sín af heimsmálum í nánustu bráð, en fari svo, að Viet- Nam málið keyri um þverbak, mun jóhannes ritstjóri og hómópat Björnsson yrkja eitt kvæði og kippa málunum í lag. En, sem sagt, Jói drengur er orðinn 18 ára gamall og fer að verða maður. Þessu ber að taka með jafnaðargeði og enginn má æðrast, en ekki kemst ég hjá því" að fella ein sex eða sjö tár á þetta blað, þegar ég hugsa til þess, að jarð- vist Jobba vinar míns er alltaf að stytt- ast, og enginn fær gert við því*. Og þar sem ég óafvitandi er farinn að stela ljóðlínu frá Nóbelsskáldinu okkar, Jói minn, þá væri kannske ekki úr vegi að ljúka þessum vaðli með vísu skálds- ins, þar sem það kveður eftir vin sinn: Þú snýttir þér oft í gardinur með sigurbros á vör, og spýttir á bak við mublur með sigurbros á vör, en aldrei varstu á þeirra bandi, sem máttu sín meir með sigurbros á vör, og það er ég ekki heldur með sigurbros á vör. Jæja Jóhannes Björnsson, haltu áfram ut i' lifið, en fyrir alla muni gleymdu ekki hugsjónunum svo þú hafir eitthvað að selja þegar þú færð tækifæri til. Vertu með guði. Og þakka þér fyrir afmælistertuna. Þinn einlægur , Vilmundur Gylfason. QUID NOVI frh. af bls. 38. Dico, ergotsum.... Á árshátúð Framtfðarinnar nú fyrir skömmu bættist enn eitt effekt við ræðu- tækni Ármanns Sveinssonar, þ. e. elektrón- iskur undirleikur hátalarans. Þykir þetta nýmæli forsetans vert til eftirbreytni og skemmtilegt frávik frá alvöruþrungnum og hnitmiðuðum brandarastfl hans. Ræðan í heild var að flestra áliti einhver sú fyndn- asta sem praeses hefur haldið, enda örstutt og eigi byggð á lagalegum grundvelli.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.