Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 16

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 16
- 42 - IDálsmymii ÞAÐ var byrjað að hvessa og lausa- mjöllin tekin að fjúka. Brátt var skollin á dimm hráð, og rokið svipti bilnum til. f bjarma ljósanna sá hann iðuna fyrir framan sig eins og hvítan vegg, sem stöku sinnum grisjaðist og það gerði honum kleift að halda sæmilegri ferð á bílnum. Skaflarnir, sem vindurinn barði saman, vo.ru enjjinn farartálmi enn sem komið var, en bilstjórinn vissi af gamalli reynslu, að færðin gat oft orðið slæm á heiðinni, þegar svona viðraði. í gegnum þungan nið velarinnar greindi hann storminn og við ýlfur hans blönd- uðust lágir tónar danslaganna frá út- varpinu. Hið haværa ferlíki braust markvisst yfir hvern skaflinn á fætur öðrum, og billjósin voru eins og hnáfur, sem risti dökkt tjald myrkursins i sundur. - Skyldi hann komast heim fyrir morgun ? - Vonandi. Annars átti hann þung- færan kafla eftir, og óví’st, hvernig hon- um gengi þar. Talstöðin þó alltaf bót. - Kannski var þetta vitleysa, senni- legast höfðu karlarnir i pakkhúsinu á Nesinu haft rétt fyrir sér, þegar þeir lýstu yfir vandlætingu sinni á þvi tiltæki að ætla sér að komast til Reykjavíkur á 1/2 degi og nóttu, til þess eins að geta eytt jólunum með konunni. "ÞÓ að þú sért nú giftur og ástfang- inn, er engin ástæða fyrir þig að fórna bil og heilsu á þvf að liggja uppi á há- heiði 1 ófærð yfir öll jólin, skárra er það nú, sei, sei, sei. " "ÞÚ hefur miklu betra af þvú, óli minn, að eyða jólunum hérna hjá okkur i ró og næði. " Þannig hafði Svenni gamli pakkhúss- stjóri mælt, og reyndar allir, sem með þetta höfðu eitthvað haft að gera, svipað honum. En bílstjórinn hafði staðið fast á sínu - og hér var hann. Hann kreppti hendurnar á stýrinu og glotti við. Hann skyldi sýna þeim, að þegar góður bíll og búlstjóri legðu sam- an krafta sína, kæmi ekkert smáræði út ! - Fyrir ári, um síðustu jól, hefði hann aldrei látið sér detta svona fúfl- dirfska i sinn fertuga hug. Þá var hon- um hjartanlega sama, á hvorum staðnum hann var yfir jólin, suður i Reykjavák eða vestur á Fagranesi. Á báðum stöð- unum gat hann fengið sér mat, svefn og húsaskjól. Það var honum nóg - öðru betra var hann ekki vanur. NæStum allt sitt lif hafði hann verið ein- stæður og vinafár. Frá þvi að hann komst á fullorðinsár, hafði hann ekið bíi, síðustu 12 árin hjá kaupfélaginu á Fagra- nesi. Svo var það einn dag, seint í fyrra- vetur, að ung og falleg stúlka sunnan úr Reykjavík kom að máli við hann og bað um, að hann flytti sig suður næst. Hann mundi það eins og það hefði verið í gær. Síðla i aprál, seinnihluta dags. Hann var að þvo bilinn, þá alveg spán- nýjan, á þvottastæðinu, þegar hann sá unga stúlku koma upp götuna og tók að virða hana fyrir sér, þar sem ókunnug- ir voru sjaldséðir i Fagranesþorpi. Hún var svarthærð, og lét hárið falla niður á herðar sér. í hvitri kápu og gekk rakleitt til hans. Hún hafði stor, brún, möndlulaga augu og talaði með dimmum, lágum rómi. Að þessu tvennu komst hann, þegar hún fór að tala við hann með áðurnefnt erindi. Þá hafði það ekki hvarflað að honum, að þessi fallega stúlka, um það bil tuttugu árum yngri en hann, ætti fám mánuðum siðar eftir að vera konan hans. Ferðin suður hafði verið dásamleg.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.