Skólablaðið - 01.11.1965, Side 17
- 43 -
Hun var munaðarlaus, alin upp á "skot-
spónum", eins og hún sjálf orðaði það.
ósjálfrátt leituðu hugir þeirra saman, og
áður en hann varði, gerði hann ser þess
ljósa grein, að hann elskaði þessa stúlku.
- Og á meðan ákafur veðragnýrinn
skók búlinn ögrandi til og bauð snjónum
1 trylltan dans, svo að um stund sást
ekki útúr augum, rifjaði búlstjórinn upp
fyrir sór, kvöldið, þegar hann bað henn-
ar.
Það var í herberginu hans, þegar
hann var að koma að vestan. Hann hafði
spurt hana varfærnislega, af ótta við að
eyðileggja eitthvað, sem á milli þeirra
var, hvort hún vildi verða konan hans.
Hún hafði hugsað sig um lítið andartak,
en litið síðan upp og í augu hans, og
sagt : "Já, ég vil verða konan þin. "
Það, að bíllinn rásaði allmikið í
stýri, þá dagana, hafði verið tilefni for-
mælinga af verstu tegund á suðurleið,
var allt slíkt bara gott og gleymt af hon-
um, nýtrúlofuðum, á leiðinni vestur aftur.
Á háheiðinni var snjórinn mikill, og
hann vissi, að vegna vindáttarinnar yrðu
skaflarnir ennþá stærri 1 brekkunum
niður af heiðinni. Nú varð hann að beita
allri hugsun sinni og þreki til að halda
bíinum beint á veginum, þvú þegar hjólin
grófust 1 snjóinn, leitaðist bfllinn við að
fara öðru hvoru megin út af veginum.
Það var erfitt. En þá mundi hann
eftir hvað var í veði, kreppti hnefana
svo hnúarnir hvítnuðu, og bað um styrk
sér til handa.
Ýlfrið í vindinum var hátt, og það
var ekki alveg laust við, að andartak
fyndi bflstjórinn til beygs, sem þó skyndi-
lega hvarf aftur, er hann tók að rifja
upp fyrir sér, þegar hann fór suðurnæst,
miklu fyrr en búizt var við, og sá fögn-
uð hennar við þá óvæntu komu. Hún
hafði kastað frá sér dúknum, sem hún
var að sauma, og varpað sér í fang
hans, ósegjanlega glöð.
Þá fann hann, að hún var búin að
svara tilboði hans um, að hann léti hana
vera líkamlega, og myndi byggja á gagn-
kvæmri vináttu - hún elskaði hann.
-- Það var tekið að halla undan. Þó
að erfiðara væri að aka, átti búllinn auð-
veldara með að ryðjast gegnum skafl-
ana, einn af öðrum.
Þegar hann loks var kominn niður af
heiðinni, ætlaði hann varla að trúa þvú,
svo fljótt hafði þetta gengið og vel.
En á svipstundu breyttist ýlfur storms-
ins , sem fyrr um nottina hafði verið
ögrandi óvinur í fagnandi lofgjörð - -
héðan af var allt gott.
Hann stöðvaði bílinn og leit á klukk-
una. Hálf þrjú. Um hálf átta, eða
kannski fyrr, myndi hann vera í bænum.
Hann andvarpaði, nú fann hann hve
þreyttur hann var, seildist í kojuna fyrir
aftan sig og náði í kaffibrúsann. Ætli
honum veitti nokkuð af heitum sopanum?
Þegar hann fór af stað a ný, var storrrn
inn tekið að lægja. Hann fann, hvernig
átök vindsins urðu æ máttlausari. Það
yrði auðveld ferð suður. Borgarfjörður-
inn var snjólítill, og bíllinn skilaði nú
hverjum kúlómetranum á fætur öðrum að
baki sér.
Milt bros fóerðist yfir andlit hans, er
hann sá sjálfan sig í huganum líta yfir
hana sofandi, vekja hana með kossi og
bjóða henni góðan aðfangadag.
Þau yrðu gleðileg jólin, með henni.
Björn Sigurbjörnsson
III. - K