Skólablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 30
- 56 -
nota þau í annað sinn. Ef svo kynni að
fara, þa kemur sér betur að kunna
hinn eina og sanna rithátt þeirra, því
að margir, og það jafnvel froðir menn í
fræðum þessum, aðhyllast alrangar
skoðanir 1 þessum efnum, og væri þá
illt 1 efni, ef menn þyrftu að leita til
þeirra um einstök atriði ritháttar.
Ef vér nu tökum tvö orð af handahófi,
sem þó eru ekki svo sjaldgæf, úr áður-
nefndum æfingum, og leitum álits fróðra
manna og spakra, þá kemur 1 ljós, að
álit þeirra er nokkuð á annan veg en
rithöfunda æfingablaðanna. Þessi orð
eru "gamlaársdagur" og "heimaalningur".
Þannig segir til dæmis prófessor Hall-
dór Halldórsson í orðabók sinni, að
hvort tveggja sé jafn rétt, "gamlársdag-
ur" og "gamlaársdagur". Orðabók Árna
Þorðarsonar og Gunnars Guðmundssonar
nefnir aðeins "gamlársdagur". Orðabók
Sigfúsar Blöndals nefnir aðeins "gamlárs-
dagur". Orðabók Menningarsjóðs segir:
"gaml(a)ársdagur". Um "heimaalning"
er þetta að segja : Orðabók Árna Þórð-
arsonar og Gunnars Guðmundssonar svo
og orðabók Menningarsjóðs nefna einung-
is "heimalningur". Blöndal segir, að
hvort tveggja sé rétt, "heimalningur" og
"heimaalningur".
Af þessum dæmum, sem einungis eru
valin af handahófi, sést, að varhugavert
mjög er að leita til slákra heimilda, og
að jafnvel hinum fróðustu mönnum geta
orðið á hin herfilegustu mistök.
Áður var minnzt á stilþrif i marg-
nefndum æfingablöðum, og munu þeim því*
gerð nokkur skil, þótt þekkingu'bresti að
meta þau að verðleikum. Tekið skal
hér eitt dæmi, sem einnig er valið af
handahófi : "Eigi var kyn, þótt ýmsum
veizlugestum brygði, er Egill kneikti
gestgjafa sinn upp að stöfum oj; þeysti
síðan upp úr sér spýju mikla 1 andlit
honum. " Þessi merkilega setning sýnir,
að erfitt er að skera úr um, hverjir
geri samkvæmislýsingum betri skil, höf-
undur Egilssögu eða höfundar æfinga-
blaða, en ýmsir fræðimenn munu telja,
að her se um nain rittengsl að ræða.
Ef litið er á æfingablöðin kemur 1
ljós hvílíkan fróðleik og vúsdóm þar er
að finna, enda stendur mörgum mönnum,
fróðum jafnt sem ófróðum, ógn af slíkri
þekkingu, sem jaðrar við fjölkynngi.
Nemandi nokkur 1 þriðja bekk falaði til-
sögn hja manni einum, sem lokið hafði
mag. art. prófi 1 úslenzkum fræðum við
Háskóla fslands, en sá hinn menntaði
maður kvað eigi af því* geta orðið. Hann
hefði að vísu allgóða þekkingu á íslenzku
máli, fornu og nýju, en menntaskóla-
úslenzka væri fyrir sér framandi tunga,
enda væri hann 1 mörgu ósammála höf-
undum æfingablaðanna um rithátt ýmissa
orða.
Á framansögðu sést, að fræðimenn
greinir allmikið á um einstök atriði
málsins. Margir fræðimenn, sem bæði
eru spakir og óljúgfróðir, og muna langt
fram, munu á annarri skoðun en höfund-
ar æfingablaðanna og hafa þvú augljós-
lega á röngu að standa, þrátt fyrir lær-
dóm sinn og vitneskju. Vér fáfróðir
nemendur ættum því* að varast sérstak-
lega að aðhyllast slíkar skoðanir, en
eigum þess 1 stað "at hafa þat heldr, es
sannara reynisk. "
Davíð Odds s on.
jólasveinar einn og átta.
Verð á gosdrykkjum 1 íþöku hefur
hækkað. Við þessa hækkun vaknar spurn-
ingin. Hver er tilgangurinn með rekstri
búðarinnar 1 Tþöku? Nokkrir virðast
alita að hann sé sá að safna sem mestu
fe 1 sjoð, sem sfðan muni bera dugnaði
þeirra órækt vitni. Ég álít tilganginn
þann að selja nemendum sem bezta vöru
a lægsta verði. Ætti álagningin þá sam-
kvæmt þvi að vera mjög í hóf stillt.
Búðin ætti einnig að vera sem oftast
opin. En félagsheimilisnefndarmenn telja
sig ekki geta haft opið fyrir um 30
manns; sem dæmi um þetta má nefna
Bridgeklúbbinn. Formaður félagsheim-
ilisnefndar tjáði mér, að þeir hefðu ekki
tíma til þess að sinna svona tittlinga-
skít. Félagsheimilisnefnd hafði aftur á
móti tíma til þess að halda ball í haust
og tapa á þvú. Þó eru bekkjarráðin
ávallt reiðubúin til þess að halda böll
og græða á þeim.
Það virðist furðulegt, að félagsheim-