Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 8

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 8
34 - „ Ab qefnu tilefni" r fyrsta tölublaði 41. árgangs Skóla- blaðsins lætur Óttarr nokkur G. (uðmunds- son ? ) ljós sitt skína. ( Ef rótt er með farið, að maðurinn sé Guðmundsson mun hann vera sjöundi hluti ritnefndar. ) óttarr þessi hefur að sögn kunnugra reynt að temja sér sjálfstæðan rithátt, sem að vonum gengur misjafnlega vel, eins og sjá má af fyrri ritsmiðum hans. Til þess að nemendur þurfi ekki að vera tilraunadýr óttars áfram 1 hinum vanmáttugu tilraunum hans, vildi ég ráðleggja óttari að lesa vel og vand- lega öll þau rit, sem hann getur náð í frá 19. öld og reyna nú framvegis að gæta samræmis í stafsetningu ritsmfða sinna. Sálarláf áðurnefnds óttars mun vera með furðulegri fyrirbærum, sem fyrir- finnast innan veggja M. R. , og einnig virðist honum renna berserksbloð í æð- um, a. m. k. ef dæma má af framferði hans eftir ritnefndarkosningar s. 1. vor, en úrslitin virtust koma illa við fram- túðaráætlanir óttars varðandi ritstjóra- embættið, og hafði hann því stór orð um að berja á andáróðursmönnum sín- um þótt lítið yrði úr framkvæmdum. Fyrir sálarflækjum mannsins munu liggja alldjúpar rætur, sem gaman væri að ræða í góðu tómi, en hér mun nægja að nefna vonbrigði eða öllu heldur skip- brot á hinum hálu vegum vesturvfg- stöðvanna. Til þess að hefna ófara sinna lætur fyrrnefndur Óttarr gremju sína bitna á þeim, er sízt skyldi, þ. e. a. s. karlpeningi þeim, er úr Hagaskóla kom og sat í 3. bekk C s. 1. vetur. r grein sinni í súðasta Skólablaði, "Að haustnóttum", sem sennilega er samin í barnaskap og að óyfirveguðu máli, skín hræðsla og minnimáttar- kennd gagnvart nokkrum kunningjum hans og gefur óttarr stuðningsmönnum sínum í skyn hvaða aðferðum skuli beitt á kom- andi vetri, i baráttunni fyrir iritstjóra- sætinu. - Skal þetta rökstutt nokkru nánar. - óttarr gerir tilraun ( eins og hann hefur svo oft gert á sáðum Skólablaðsins ) til að hæðast að þeim er unnu að "andleg- um þrældómi við menningarleg vikurit ", en árangurinn verður aðeins vorkunn af hálfu lesenda. Einnig gerir óttarr aðra tilraun til að vera fyndinn þegar hann fer að minnast á þá, er að gatnagerð á Suður- nesjúm störfuðu. ( Til skýringar má geta þess, að a. m. k. tveir af nemendum 3. C s.l. vetur unnu við ofangreind störf. ) í þessu sambandi kemst óttarr að mjög svo frumlegri niðurstöðu varðandi vegarlagn- inguna ; sem sé að hinn nýi vegur hljóti að gera "hinum innlendu landvarnarmönnum leiðina mýkri undir fæti á hinum árlegu gönguferðum þeirra" en moldargötur þær, er áður voru gengnar og hugsar óttarr þvá gott til glóðarinnar næsta vor. Að endingu klykkir oftnefndur óttarr út með því að lýsa því yfir, að hann sé "nú orðinn gamall og afturhaldssamur" og er gott að fá svo hreinskilnislega játningu x upphafi vetrar. Ég ætla undir lokin að beina þeim til- mælum til óttars, að hann láti nú skyn- semi sinnar gæta frekar en áður hefur verið, í greinum sínum, en haldi reiði sinni í skefjum, þvú að "kapp er bezt með forsjá". Fyrir þá, sem vildu fá nánari skýringar fyrir tildrögum þessarar greinar er bent á að lesa greinar óttars "Um félagslif 3. bekkjar" 2. tbl. 40. árg. Skólablaðsins bls. 51, "Dansmenning" l.tbl. l.árg. Busans bls. 5 og "Niðurrif", sama tbl. sama blaðs bls. 15, auk greinar i síðasta Skólablaði. Pétur Kjartansson.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.