Skólablaðið - 01.11.1965, Side 22
- 48 -
Ágúst Guðmundsson :
....... Þú segist aldrei hafa séð mig drukkinn fyrr. Það er rett hja þér,
ég er ekki vanur þvú að hella mig svona fullan. Það er bezt ég viðurkenni það
strax: ég er yfirleitt varkúr og forsjáll maður, gjörsamlega á méti þvú að rasa um
ráð fram. Ég er maður með móral, mikinn móral. Og samvizku. Þess vegna
drekk ég. Skál, vinur.
Þú fyrirgefur vonandi vaðalinn á mér, en það vill svo til að ég hef þörf fyr-
ir að tala. Það er ekki út af
víninu sjálfu, það er annað sem
kemur til. Ef ég væri kaþólskur,
væri ég fyrir löngu kominn til
skriftaföður míns og farinn að
þusa yfir honum. - Og sæti
ekki hér. Svona er að vera trú-
laus. Þegar skriftunum væri
lokið, gæti ég labbað heim,
öldungis rólegur, og farið að sofa.
Að þessu leyti getur verið gott að hafa trú. Þægilegt skulum við segja. Af
því* að ég get ekki snúið mér til æðri máttarvalda, fæ ég að gjöra svo vel og leita
til vínsins og þvaðra yfir einhverjum sem hefur jDolinmæði til að hlusta á mig.
Þu mátt samt ekki taka orð mín sem neitt fyllinisrövl; ég er ekki svo drukkinn.
Mig langar bara til að spjalla við einhvern. Og strax og ég sá þig standa hérna við
barinn, fann ég að þarna var rétti maðurinn. Þrátt fyrir vindilinn lítur þú út fyrir að
vera vingjarnlegur maður - og skilningsrikur á við góðan prest.
í framhaldi af því sem við ræddum um áðan, get ég sagt þér frá atviki, sem
henti mig \ dag. Það snertir unga stúlku. Hún heitir Solveig. Þú veizt hver hún
er? Já auðvitað, fólk tekur eftir henni - og ekki að ástæðulausu. Hún er mjög
sérstæð stúlka. Og aðlaðandi. Strax við fyrstu kynni fer manni ósjálfrátt að þykja
vænt um hana.
Ég er stundum að velta því* fyrir mér hvaðan öll þessi sérstaka velvild i
hennar garð sé sprottin. Tökum sem dæmi vinkonur hennar. Aldrei dettur þeim í
hug að öfunda hana - og þykir manni þó ástæða til. Það er eins og allir viðurkenni
möglunarlaust að hún sé í sérflokki. Sjaldgæft fyrirbrigði, ekki satt ?
Sakleysi hennar er held ég skýringin. Augun hennar, þú hefur liklega tekið
eftir þeim? Já, vissi ég ekki. Þetta segja allir. Og ég þori að fullyrða að þau
ljúga engu. Hún er í eðli sínu svona saklaus. Það getur 1 raun og veru ekkert illt
verið í þvi* sem hún gerir.
Og því* mætti kannski ætla við fyrstu sýn, að ekkert athugavert væri við þetta
sem gerðist i dag, jafnvel ekki umtalsvert. Ég kem þarna um þrjúleytið.........Heyrðu
annars, við erum búnir úr glösunum, hvað má bjóða þér? Viskí ? Ágætt, þá fáum
við okkur viski.
Það er lika afskaplega sjaldgæft að fólk viðurkenni eins rómantáskar persónur
og Solveigu. Hún er ekki aðeins viðurkennd, hún er virt. Samt reynir hún ekkert
til að láta ljós sitt skína. HÚn blaðrar aldrei.
emia