Skólablaðið - 01.11.1965, Side 20
- 46 -
IV.
Okkur nútímamönnum hættir stundum til að líta á sumar tilfinningar og hug-
myndir sem séreign 20. aldar. Við tölum stundum um kváða, tómleika, framandleik,
einmanakennd, bælingu, eins og þetta væru tilfinningar sem við hefðum fundið upp og
enginn hefði fundið fyrir og því" síður skilið fyrr en Freud, Kierkegaard, Nietzsche og
aðrir spámenn okkar gerðu þeim skil 1 lærðum bókum, og skáld okkar og listamenn
festu hendur á þeim 1 óbrotgjörnum listaverkum : Kafka, Camus, Eliot, Antonioni, Sartre.
En við nánari athugun kemur fljótt 1 ljós hversu grunnhyggið þetta sjónarmið er.
Allar þessar tilfinningar tuttugustu aldar má finna 1 verkum fyrri tíma meistara ef vel
er að gáð - auðvitað mótuð þjóðfélagslegum aðstæðum hvers tíma, en 1 eðli smu hinar
sömu.
Fyrír skemmstu var sýnd merkileg kvikmynd hér í bæ, sem sumir lesenda
minna hafa ef til vill séð : La Notte, eftir Michelangelo Antonioni. Hun var reyndar
ekki sýnd nema fjóra daga jprátt fyrir góða aðsókn, líklega til þess að sanna enn einu
sinni þá kenningu að það se tilgangslaust að sýna hér góðar kvikmyndir, Islendingar
vilji ekki sjá þær.
La Notte fjallar á meistaralegan hátt um tilfinningalega örbirgð tveggja mann-
eskja, hjóna sem hætt eru að elskast. Antonioni staðfestir á tjaldinu hið óbruanlega
djup sem er á milli þeirra, en jafnframt þörf þeirra fyrir samband við aðra manneskju,
leit þeirra eftir einhverju til þess að fylla upp 1 eigin tómleika.
Skömmu eftir að ég sá þessa kvikmynd var ég að lesa yfir Hávamál og stað-
næmdist þá við 95. visu :
Hugr einn þat veit,
er býr hjarta nær,
einn er hann sér of sefa ;
öng er sótt verri
hveim snotrum manni
en sér engu at una.
Og ósjálfrátt bar ég þessa vísu saman við kvikmyndina. Og líkindin voru auðsæ.
Hinir tveir helmingar vásunnar opinbera mótsögnina í eðli mannsins : annars vegar
hiri óhjákvæmilega einvera og hins vegar nauðsyn félagsskapar og sambands við aðra
manneskju, ástar.
Og yfir hyldýpi alda og úthafs haldast þessi tvö skáld í hendur: Þjóðfélags-
legar aðstæður þeirra og listrænar aðferðir eru að visu eins ólíkar og framast má
verða, en engu að síður er grunntónn þeirra hinn sami.
í nóvember 1965
Sverrir Hólmarsson