Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 26

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 26
52 - ðitt sýnist hi/erjum NEMENDUR LÁTA ÁLIT SITT í LJÓS Ritstjóri vor, jóhannes Björnsson, kom á dögunum að máli við oss, og fór ritstjóri vor fram á það við oss, að vér athuguðum skoðanir skólasystkina vorra. Útbjuggum vér nokkrar spurningar, og þegar vér höfðum hlegið okk- ur máttlausa yfir þeim, báðum vér Guðrúnu rektorsritara að fjölrita þær, sem hún og gerði. Var síðan spurningunum dreift meðal nemenda, og koma hér nokkrar bráðfyndnar niðurstöður. Hér með hættum vér að skírskota til vorrar kímnigáfu en skfrskotum til yðvarrar. £&> Almennur húmor Sp. : Hvorn álíitið þér meiri galgopa, Ármann Sveinsson eða ómar Ragnarsson ? Úrslit : Ármann 6l ómar 29 Auðir og ógildir 10 Af þessu drögum við þá ályktun, að mjög almennur húmor ríki innan veggja skól- ans, úr þvú að af tveimur efnismönnum þykir Ármann miklu skemmtilegri. Synir þetta að nemendur kunna betur að meta þögla brandara Ármanns heldur en háværa brandara ómars og er það vel. Má benda á það, að ómar hefur stórar tekjur af sinni fyndni, og ættu forráða- menn skólasjóða ekki að hugsa sig um tvisvar, heldur afhenda Ármanni hið snarasta stórar fúlgur frá nemendum og kennurum fyrir það, að hann og brand- arar þeir, sem honum fylgja, skuli vera til. Bítlahár (eða óeðlilegur hárvöxtur ungra manna ) Sp. : Teljið þér, að Hallgrfmur Snorra- son ætti að láta burstaklippa sig ? Úrslit: Burstinn 74 RÍkjandi ásigkomulag 17 Auðir og ógildir 9 Sýna þessar niðurstöður, að nemendur eru hlynntir snyrtimennsku í hvfvetna. Sumir voru enn stórtækari og vildu láta krúnuraka Hallgrím eins og Sing-Sing fanga, en ekki erum við hrifnir af þeirri hugmynd. Sem sagt, nemendur hafa skorað á Hallgrím Snorrason að láta burstaklippa sig, og ætti hann, sem fræg- ur diplómat að láta að þeirri ósk þeirra. T o be or not to be Sp. : Hvors líkamsvöxt vilduð þér heldur bera, Valdemars Örnólfssonar eða Johannesar Björnssonar ? Úrslit: Jóhannes 58 Valdemar 30 Auðir og ógildir 12 Johannes átti yfirgnæfandi fylgi að fagna í V. og III. bekk. Afstaða III. bekk- inga er afsakanleg, þeir þekkja ekki séníið. Afstaða V. bekkinga er óskiljan- leg, þeir ættu að þekkja sénfið. Undan- tekningarlaust vildu þeir tólf, sem eyði- lögðu seðla sfna, hvorugan vöxtinn, og

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.