Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 29

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 29
- 55 - skrifstofumanni ætluÖ 7 stunda vinna á dag, en samkvæmt ofangreindu er okkur ætlað að vinna helmingi lengri tíma en honum. Einnig liggur í* augum uppi, hversu léttari vinnu skrifstofumaðurinn þarf að framkvæma. Hann getur 1 flest- um tilvikum unnið algjörlega sjálfvirkt, en við þurfum að einbeita okkur að flokn- um stærðfræðiformúlum eða erfiðri latinulexíu. Einnig fær skrifstofumaður- inn rikulegt helgarfrí, en okkur er aldrei sett meira fyrir en einmitt þa. Þvi er augljóst að fjarlægja verður þessa mein- semd úr kennslufyrirkomulaginu, en það er hægt með ýmsu móti. Lengja verður skolatímann aðeins, en eitthvað af þeirrý lengingu fæst, ef prófum verður komið 1 viðunandi horf. Sjálfsagt verður að út- vega nemendum allar glosur, þvi einmitt mikill hluti heimavinnunnar byggist a orðabókaflettingum. Þyngja verður inn- tökupróf í* skólann, þ. e. að nemendur verða vera betur undirbunir undir menntaskólanám en verið hefur. Auka verður stærðfræði- og tungumálakennslu 1 gagnfræða- og barnaskólum. Efalaust er hægt að tma ^til sitt hvað fleira, er skólanum væri afatt um, en þessum blekslettum var aldrei ætlað að vera neinn tæmandi froðleikur um þau mál. Vona ég því, að einhverjir fleiri nemendur skólans láti alit sitt í ljos om þessi mál. vá Ögn um selsferðir Nu er fimbulvetur skyndiprofanna skollinn á, og er mismunandi harður eft- ir bekkjum. ÞÓ að ekki sé hæj;t að kalla þa menn hér í skola farisea, sem leggja mönnum stundum litt bærar byrð- ar a herðar, þá er vúst, að þeir menn snerta þær ekki fingri. Ætlun mín er þó ekki að skrifa um amstur hversdagslífsins heldur um skemmtanalúfið og þá einkum selsferðir, on það hvilir þyngst á herðum bekkjar- raða. Á hinni venjulegu dagskra í sel- inu eru danslög af segulböndum stærsti þátturinn, þá má nefna kappat og alls kyns viðlíka hopp og hí*, en í lokin er svo einhver saga lesin upp oftast nær draugasaga. Mikið fjölbreytnari er þessi dagskrá alla jafnan ekki, samt hef eg frett að sjöttubekkingar nú, hafi í fyrra samið söngleik og-flutt í selinu. Að þeirra dæmi ættu fleiri að fara, en ef í ljós kemur að aðra skorti andagift til slíks, væri ekki úr vegi að semja leik- þætti, söngleiki eða eitthvað í þeim dur upp úr námsbokunum, t. d. væri þyzku- bók fimmtubekkinga vel til þess fallin, enda úrval þýzkra bókmennta í* henni, og þá má ekki heldur gleyma úslenzku lestr- arbókinni, svo að fatt eitt sé nefnt. Þo vil ég aðvara menn um að reyna ekki að færa neina kafla úr stærðfræði- eða eðl- isfræðibókum í leikform, af þvú að minni hyggju mun það nokkuð örðugt. Þetta mundi vafalítið auka áhugann á námsefninu um helming eða svo og vera kennurum hin mesta lyftistöng við kennsl- una auk þess að koma í* staðinn fyrir áðurnefnt hopp og hí*. Jón Stefán Rafnsson. Merkilegt mál Ein er sú fræðigrein í Menntaskolan- um í* Reykjavík, sem hefur þa sérstöðu að vera eftirlætisgrein lærifeðra vorra, en kvað njóta afar takmarkaðra vinsælda meðal nemenda. Hér er att við staf- setningarkennslu og nám í þriðja bekk. Á grein þessa er mikil aherzla lögð þar, enda lítt kennd í* öðrum bekkjum. Kennslunni í þessari grein er hagað þannig, að nemendum er uthlutað svo- nefndum æfingablöðum, og er það ætlun- in, að greinarkorn þetta fjalli litillega um þau, bæði með tilliti til efnis og stíls. __ x Þessi stórfróðlegu og hamenntandi blöð eru þannig úr garði gerð, að nem- endum gefst gullið tækifæri til þess að komast í kynni við mörg framandi^ orð og stílþrif, sem hvergi getur að lita nema þar. Af eðlilegum ástæðum er mikil og þung aherzla lögð a, að nem- endur læri réttan rithátt þessara fágætu orða til hlítar, því* að það gæti hent, fyrir kaldhæðni örlaganna, að þeir þyrftu einhvern tíman siðar á lifsleiðinni að

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.