Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 4

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 4
30 - Nítjánhundruðtuttuguogfimm : Kaldur haustmorgunn. Á stéttinni fyrir framan Menntaskólann er nýorpin og rjúkandi taðhrúga. Vel limaður fákur, blakkur að lit stendur tjóðraður við einn steinstöpulinn og stappar óþreyjufullur niður fótunum. Þetta er skáldfákurinn Pegasus, nýkembdur og gljáandi. Nú opnast dyr skólans og út koma piltur og stúlka, þau leiðast. Hann er buinn reiðbuxum og i stigvelum með sporum og stúlkan heldur á gullreknu keyri 1 hendinni. Þau stfga á bak og tvímenna niður slakkann, berbakt. Þar hélt úr hlaði Skóiablað. Hefst nú litrrk og reyfarakennd saga. Saga um þann, sem hyggst éta heila melónu 1 einum bita, svelgist á:og iiggur við köfnun, en tekst þó að slinga gat á með bandprjóni og andar með háu, sker- andi blístri, likast bilaðri blokkflautu. Afkomendur höggormsins illa þeysa fram á ritvöllinn, hrista vopn sfn svo bylur í en missa þau þó oftast. r rúmlega 40 ár hjarir málgagn menntlinga, móttökur dræmari með ári hverju. Blaðið fjarlægist stöðugt les- endur srna, eða öllu heldur öfugt. Les- andinn kærir sig ekki um sögu, hvar segir frá ást í meinum ellegar litlum strák, sem pissar á ská onú skurð. Hann vill sinn Bond og Ed Sullivan. Tímarn- ir eru breyttir. Science fiction hefur leyst H. C. Andersen af hólmi. Eina viðunandi skýringin á tilveru Skólablaðsins x núverandi formi er sú, að meðal talnaelskandi vélmenna nútím- ans eru fáeinir dragbítar, sem hættu að fylgjast með fyrir 20 árum. f stað þess að helga sig hormónum og kóordínata- kerfi hengja þessi viðrini haus, dýrka húmanismann og hafa vísindalega sannað- ar formúlur um lífið og tilveruna að engu. Á herðum þessara sérvitringa hefur Skólablaðið hvilt frá upphafi, öílum dug- andi og réttsýnum mönnum til ama. Þvú getur það tæpast talizt svartsýni að ætla, að dagar Skólablaðsins séu senn taldir. Hringur þeirra, er í blaðið rita þrengist stöðugt. Hin síðari ár hefur mestur hluti ritstarfa hvílt á ritnefnd sjálfri, sem er óeðlilegt og fjarri hinurn a^skilega tilgangi skólablaðs. £g hét í upphafi að gera lítillega grein fyrir tilhneigingum þeim, er liggja að baki skrifum í Skólablaðið. í fljótu bragði kann að virðast vandkvæðum bund- ið að finna viðhlítandi svar við spurningu þeirri, er borin var fram hér á undan ( þ. e. hvert væri markmiðið með útgáfu Skólablaðsins ). Lausnin er þó nær en flesta grunar. Hafi Skólablaðið haft praktiskan tilgang í byrjun er hann úr sögunni í dag. Sá sem vill koma fram- leiðslu sinni fyrir almenningssjónir, birt- ir þær að sjálfsögðu ekki í Skólablaðinu. Hafi Skólablaðinu verið ætlað að jDjóna littererum tilgangi, er ekki svo arið 1965. Nemendum leiðist allajafna litterert Skólablað, enda nenna þeir ekki að lesa sögur og ljóð félaga sinna, einfaldlega vegna þess að það stenzt ekki saman- burð við aðrar bókmenntir, sem á boð- stólum eru. Semsé : Markmið og tilgangur engin. Það, sem heldur lífinu í* Skólablaðinu í dag er : 1) óeðlilegur þrældómur ritnefndar. 2) Persónulegt vinfengi skriffærra manna við ritnefnd og ritstjóra. 3) "Óskiljanleg" hugsjón örfárra "óskilj- anlegra" manna um nauðsyn skóla- blaðs í menntaskóla etc........ Mörgum kann vafalaust að finnast ég bölsýnn um efni fram. Ég vona einnig innilega að svo sé. Fari hins vegar svo, að Skólablaðið lognist útaf sakir áhugaleysis, er félagslífi Menntaskólans óbætanlegt tjón unnið. 25. nóvember, jóhannes Björnsson

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.