Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 32

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 32
- 58 - ( með effektum ) VIÐ erum stödd fjarri alfaraleiö, við eyðikofa á heiðum uppi. Kofinn er hrörlegur og auðséð, að tímans tönn hefur leikið hann grátt. Gluggar eru birgðir og hér virðist engin mannleg vera geta átt sér samastað. Myrkrið grúfir yfir og vindurinn gnauðar. Maður nálgast úr austri. Einn á ferð um öræfin. Hann fer sér hægt, og sérhvert skref virðist vera hans sfð- asta. Maðurinn er augsýnilega örmagna. Skyndilega er eins og hann öðlist kraft á ný. Þreytan virðist horfin og hann tekur stefnuna á þetta eina mann- anna verk 1 auðninni. Þegar hann nálg- ast sést andlit hans greinilegar. Það er stérskorið, augun flöktandi og úfið skegg hylur vanga hans. Föt hans eru rifin og velkt, og hrafnsvart hárið er storkið blóði. Hann er flóttalegur ásýndum. Þessi kumbaldi virðist hafa tendrað með honum einhvern vonar- neista, þvá hann hleypur síðasta spölinn, rííur upp hurðina, nemur staðar, geng- ur siðan út aftur og kastar af sér vatni. ( effekt : vatni hellt 1 fötu ).. SÚðan snýst hann á hæli og gengur hikandi inn 1 óvissuna. ( effekt : þrammað ). Inni er niðdimmt og sér ekki handa skil. Hann fikrar sig löturhægt áfram og ber fyrir sig hendurnar. Allt í einu skella dyrnar aftur. ( effekt: hurð skellt svo bylur 1 ) Er það vindurinn eður ei ? Hann stirðnar upp sem snöggvast, virðist hugsi, en heldur sið- an ferð sinni áfram. NÚ rekst hann á eitthvað. ( effekt : borð dregið til og kanna dettur ). Hvaða öfl kann slíkur skarkali að vekja? Óttasvipur kemur á andlit þessa næt- urgests. Eitt andartak hvarflar að hon- um að hverfa á braut út á heiðina, þar sem hann á hvergi höfði sínu að halla. Hann vinnur samt bug á geig sínum og fikrar sig áfram. Skyndilega stingur hann við fæti. Hvað er þetta ? Stigi ! Hvað er þarna uppi ? Það marrar ó- hugnanlega, þegar hann fetar sig upp þrepin. Þá heyrist þrusk að ofan. Hann snarstanzar og hjartað slær ört 1 brjósti hans. En nú verður ekki aftur snuið, og hann heldur óhikað áfram för sinni. Niðamyrkur ríkir á loftinu, og hann stendur kyrr í sömu sporum, unz augu hans taka að venjast myrkrinu. Undir gaflinum mótar fyrir rúmfleti. Hann skreiðist þangað og fleygir sér örþreytt- ur útaf. ósjálfrátt reikar hugur hans aftur og hann hugsar til allra sinna ódæðisverka. Hvenær skyldi koma að skuldadögum ? Allt í einu er hann truflaður 1 þess- um hugsunum sínum. Ókennilegt hark heyrist undir súðinni. ( effekt : eitthvað dregið eftir gólfinu ). Hann rís upp við dogg og leggur við hlustirnar. Ekkert hljóð. Hvað var þetta ? óttasleginn skimar hann inn und- ir súðina. Þar er ekkert að sjá. Hjarta hans slær örar. Geigvænleg þögn er 1 kofanum. Eina hljóðið er gnauð vinds- ins. Loftið er óþétt og kuldagjólan leik- ur um. Honum er kalt. Hann er þreytt- ur, og hann vill sofa. En hann getur ekki fest blund. Hér liggur eitthvað 1 loftinu. Eða er það

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.