Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 27

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 27
- 53 - ber það vott um smekkvísi. Ýmsir vildu annan, "af tvennu illu", en einn sá engan mun og er geðlæknum borgarinnar þar bent á girnilegt viðfangsefni. En, sem sagt, fleiri kusu vöxt jóhannes- ar, og má þar kenna um vexti mótfram- bjoðanda, sem þykir ekki girnilegur til froðleiks. Áfengismál Sp. : Hvort viljið þér heldur neyta áfeng- is eins og ólafur Guðmundsson eða hinir Menntskælingarnir ? Úrslit : Bytturnar 74 ólafur 21 Auðir 4 • • • og þar fór miður. Virðist vm- hneigð Menntaskólanema vera orðin helzt til áköf. Þykir okkur sýnt, að ritstjóri vor, ritnefnd og Ólafur Guðmundsson þurfi að fara á stúfana og ræða nánar við þessa Bakkusaráhangendur. £0) Dulinn kynþokki Sp. : Hvort finnst yður, að Hörður Erlingsson eigi að klæðast sund- skýlu eða hinum fötunum sinum ? Úrslit: Sundskýlan 57 Hin fötin 36 Auðir og ógildir 7 Ekkert nema gott eitt er um þessar niðurstöður að segja. Sýna þær, að °bbinn af nemendum vill hafa Hörð lett- kleeddan. Mundi Hörður eflaust ganga til móts við óskir nemenda í þessum efnum, ef nú væri ekki vetur og kalt í veð ri. Úr einum kvennabekk kom ósk um, að Hörður klæddist brynju, en þar sem Skólablaðið er ekki vettvangur kynferðis- iegra vandamála, stöðvum við þá um- rseðu. ' Ein stúlka bað um Hörð með gimstein í naflanum, og er hún beðin að mæta í Sundlaug Vesturbæjar á gamlaárskvöld. "Hin fötin, í guðsbænum", svaraði önnur, og er henni bent a að tala við Hörð a nyars- dag. Kvennamal Sp. : Finnst yður framkoma Dodda töff í kvennamálum til eftirbreytni ? Úrslit: Til fyrirmyndar 25 Öðrum til aðvörunar 66 Auðir og ógildir 9 Niðurstöður þessar ollu okkur vonbrigðum og sýna þær, að siðgæðisvitund nemenda er ekki eins mikil og maður gæti freistazt til að halda í timum hjá ýmsum kvenkennurum skólans. ókunnugt er okkur um kvennafar á Þorvarði, en eflaust fer hann oft a kvennaveiðar þegar hann er einn. BÓkmenntaáhugi Sp. : Finnst yður hin andlegu nærklæði Sig- urðar Pálssonar skálds, klæða list- rænt höfuð skáldsins ? Úrslit: Skáldið ljótt með húfuna 27 Skáldið sætt með húfuna 68 Auðir og ógildir 5 Þar sem telja má húfu Sigurðar symbol fyr- ir skáldskap hans, má af þessu sjá afstöðu manna til Sigurðar og ættjarðarljóða hans. Ekki höfðaði spurningin til fegurðartilhneig- ingar nemenda, heldur öllu fremur til skáldskaparhneigðar þeirra. Má telja skól- ann á réttri leið í áttina til göfugra lista. Einn svaraði húfan sæt með skáldið, og teljum við þar svívirðilega sneitt að skáld- inu, sem er góður maður og gegn, og trúr sinni konu. Annar sagði, að skaldið væri ljótt án húfunnar, og má spyrja þann mann, hvort hann hafi verið við fæðingu skáldsins, en það er í eina skiptið, sem vitað er um skáldið húfulaust. Niðurlagsorð Skv. þessu hefur meirihluti nemenda dæmt sig fyndinn, snyrtilegan, vel vaxinn, drykk- felldan, fylgjandi fáklæði, siðgæðisrikan í kvennamálum og bókmenntalega hneigðan. Og geri svo Gallup betur. ^

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.