Skólablaðið - 01.11.1965, Side 33
- 59 -
aðeins eigin samvizka, sem kvelur hann.
Hann byltir sér við og reynir að sofna.
Og þá. Rúmið lyftist og skellur síð-
an með braki og brestum aftur 1 gólfið.
Hann rekur upp skaðræðisöskur, stekkur
fram úr, hendist að stigaskörinni. og
ætlar að forða sér niður stigann. En
þá heyrist sagt dimmri röddu að neðan :
11 Þú hefur raskað minni ró
reiðin 1 mér brennur.
Þig mun deyða draugsins kló
dagur áður rennur.'1
Skyndilega heyrist
þessi draugslega rödd aftur, og nú
undan rúminu :
"Endað er þitt ævibil,
" Iðrastu,
þú auma sál,
á það vil ég
minna,
að þér mun velgja
vítisbál
vegna synda
þinna. "
Hann snýr sér
við.
Ekkert.
Sturlaður af
skelfingu hrépar
hann upp :
" Hvar ertu ?
Láttu mig sjá þig !"
Ekkert rýfur þögnina. DÓmgreind
hans fjarar út , allt hringsnýst fyrir
augum hans, og hans einasta hugsun
er að komast burtu, langt 1 burtu.
Lamaður af skelfingu
hörfar hann aftur.
Andlitið er náhvítt
og hann titrar af ótta.
Þungt fótatak heyrist
1 stiganum. Hann
opnar munninn eins og
hann ætli að æpa, en
ekkert hljóð kemur
fram yfir varir hans.
Hálfsturlaður fleygir
hann sér upp í fletið og
grúfir andlitið niður.
FÓtatakið verður greini
legra og kemur upp á
skörina. Stigahleran-
um er skellt aftur.
( effekt : hár skell-
ur ). Siðan er
grafarþögn.
Að nokkurri
stundu liðinni áræð
ir hann að líta upp,
en þá er ekkert
sjáanlegt. Hjartað
berst í brjósti hans.
Hvað næst ?
Hann stekkur skelfingu lostinn fram
úr rúminu, hleypur að hleranum, rykk-
ir i hann og ætlar að forða sér.
En hlerinn stendur á sér. Hann beit-
ir til hins ýtrasta kröftum hins ör-
vita manns, en hlerinn bifast ekki.
Þá er hlegið dimmum hrossahlátri
að baki hans. ( effekt : brjálæðis-
legur hlátur ).
Þvá næst hefur draugur-
inn upp raust sína og
kveður :
undan fæti hallar,
fara muntu fjandans til
feigðin á þig kallar. "
Viti sínu fjær ræðst hann aftur á hler-
ann. Þá heyrist þrusk að baki honum
og hann lítur snöggt upp. Á sama and-
artaki kemur tunglið fram undan skýjun-
um og lýsir inn um rifurnar. Og sjá,
þarna stendur draugurinn, illúðlegur á
svip. Hann nálgast hægum skrefum og
L