Skólablaðið - 01.11.1965, Side 21
- 47 -
1947-1965
jóhannes Björnsson
18 á r a
Motto :
Hvílíka r myndi r
og hvílíkar syndir
og hvílík blekkíng
.og hvílí’k þekkíng.
H. K. L.
Svo bar við um þessar mundir, að
út úr helgrýttum skugga síns I8.aldurs-
árs steig jóhannes ritstjóri og hómópat
Björnsson í fylgd með sjálfum sér.
jóhannes ritstjóri, sem er maður
framsækinn og framagjarn, stanzaði sem
snöggvast á þessum merku mörkum, og
leit yfir eigin afrekaskrá : Sigrar á
sigra ofan og sigrar í kaupbæti.
En jóhannes Björnsson gaf frá sér
fyrirlitlegt: Uuh, kveikti sér i sfgar-
ettu, fékk sér kannske eitthvað meira,
og hélt síðan sem leið liggur inn í 19.
aldursárið, lofandi bót, betrun og bættum
afrekum.
Það ku vera venja, þegar afmælis-
grein er rituð um merkan mann: Þá
eru rifjuð upp fyrstu kynni greinarhöf-
undar og afmælismanns :
Fyrstu kynni okkar jóhannesar
Björnssonar voru hins vegar alls ekki
þessleg, að ég leggði þau á minnið, og
þvú síður að ég nóteraði hjá mér eitt-
hvað af spakmælum meistarans, sem
voru gróf afsprengi á "haltu-kjafti stíl"
ástandstima og skúmaskotabarna með
snjöllum innskotum og útúrdúrum frá
honum sjálfum ásamt með fylgjandi
hlátri frá JÓhannesi Björnssyni.
En timinn leið, og Jóhannes Björnsson
dannaðist og tók út sinn þroska sem aðr-
ir menn: Hann dafnaði sem rauður rabba
bari innan um öll illgresin í alla hirtum
kartöflugarði iffsins, og fann brátt, að
með sumum mönnum átti hann samleið,
með sumum mönnum ekki. Og þvú sjónar
miði fylgir jóhannes Björnsson dyggilega,
enda hugsjónamaður út i æsar.
Engar sögur fara af jóhannesi Björns-
syni sem pólitrkusi, nema hvað hann eitt
sinn, er hann stundaði nám í landsprofi,
seldi ófædda pólití*ska hugsjón sína hæst-
bjóðanda, sem reyndist landafræðikennari.
Ekki má þó kalla Jóhannes pólitúskan
sölumann, heldur liggur talsvert dýpri
hugsjón á bak við þetta.
Meiri sögur fara hins vegar af daðri
jóhannesar Björnssonar við nautnagyðj-
urnar, en það hefur verið með þeim
hætti, sem jóhannes einn þekkir. Ekki
mun þó jóhannes kvensamur fram úr
hófi, en til þess liggja óráðnar orsakir.
Hann og sérfræðingur hans í" þessum
málum, Hörður Erlingsson, munu oft
ræða þetta mál, en ekki vera á eitt sátt-
ir með orsakir, og kvíða báðir afleið-
inganna, sem þó standa og falla með
tækifærunum.
jóhannes Björnsson lýsir sjálfum sér
sem skemmtilegum gáfumanni með öfga-
fulla tendensa á kvöldin og um helgar.
Hins vegar eru menn ekki á einu máli
um manninn jóhannes Björnsson, nema
hvað allir eru sammála um, að hann sé
tiltölulega meinlaus, þegar hann sefur.
Ytra borð jóhannesar þekkja nemend-
ur allir, þeim sem vildu fræðast nánar
er bent á VOR TIDS LEKSIKON ( 13.
bindi, bls. 295, Kugle ). Frh. á bls. 57.