Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 10

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 10
Ingóifur Margeirsson : FORMÁLI I Þegar börnin höföu komizt að raun um, að sumarið hafði kvatt þau og fallandi haustblöðin bundu enda á sumargleðina, lyftu þau höfðum sínum til himins og biðu eftir fyrsta snjónum. Þannig höfðu þau staðið allt haustið með 6m af hverfandi sólargeislum fyrir eyrum og glampa eftir hvítri jörð í augum. Þau stóðu þarna á götunni þögul og horfðu til himins eins og þau væru að bóða eftir gamal- kunnum gesti, sem þó var alltaf framandi. Þegar leikur barnanna hafði hljóðnað í andarslitrum sumarsins var eins og umhverfið væri að hlusta, bíða. Trén leyfðu vindinum að næða 1 gegnum greinarnar án þess að bregða á leik við hann, þangað til vindurinn fór að hlusta líka og leið 1 gegnum loftið eins og gegnsæ augnablik horfinnar æsku. Fölt sólskinið festist á frosinni jörðinni og meitlaði tærar myndir 1 vit- und barnanna. í fjarska dró fjallið þungt andann og rauðleitir haust- geislarnir töfruðu fram kynlega skugga deyjandi lita. Undir skugga himinblámans sveif sumarið í burtu og bak við framhlið umhverfisins leyndist veturinn með fölt bros á vörum. Allt umhverfið varð kyrrstaða, hin minnsta hreyfing olli huganum gleði og sorg í senn; reykur frá húsum, sem liðaðist upp 1 loftið, lit- um skreytt laufblað, sem vindurinn velti við ; hvít gufan frá vitum fólksins. FORMÁLI II GEGNUM FROSTRÓSIRNAR LÍtill drengur hefur setið allan daginn við gluggann og horft á frostið dansa á greinum trjánna. Hann hefur horft á það draga furðulegustu frostrósir á gluggann hjá sér og þegar hann sér ekki lengur út fyrir

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.