Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 28

Skólablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 28
- 54 - NÚNA, árið 1965 eru yfir 1000 nem- endur í Menntaskólanum í Reykjavílc, og er þeim komið fyrir á þremur eða fjór- um stöðum, bæði fyrir og eftir hádegi. Augljósir gallar eru á þessu fyrirkomu- lagi og þarf ekki að fjölyrða um þá. En úrbætur eru nauðsynlegar. Ber þá fyrst að nefna, að M. R. fái til afnota það svæði, sem skólanum er fyrirhugað. Þarf þá að rífa gömul hús og byggja önnur ný. Er þá nauðsynlegt að koma þvi þannig fyrir, að hver bekkur verði allur í sama húsi. Einnig verði allir fyrir hádegi. Er þá augljóst að takmarka verður fjölda nemenda og færi þá vel á þvi að miða við, að ekki verði fleiri en þúsund nemendur í skólanum. Fyrirhuguð er endurskoðun á fræðslu- kerfinu í Alþingi, enda vist varla van- þörf á. Herna í Menntaskólanum er mörgu ábótavant, bæði er viðkemur fræðslukerfinu og skólayfirvöldum.--- Hlutföllin milli námsgreina úrelt. í því" sambandi má nefna, að máladeildin verð- ur að púla í latúnu í þrjú ár, en hvorki hún ne stærðfræðideildin geta lært nema nokkur undirstöðuatriði í frönsku. Latána su, er tekin var upp nú í haust í stærð- fræðideildinni, er til fyrirmyndar. Ætti tvímælalaust að nota hana líka í mála- deild.--- Algjört prófafargan þjáir nemendur. Skyndipróf eru svo til viku- lega í hverri grein, og fá nemendur námsleiða af því". Miðsvetrarpróf og vorpróf taka allt of langan tíma. Er nauðsynlegt að stefna að því" að hafa sem flest prof munnleg. Tækju prófin þá mikið skemmri tíma. Gaman væri að reyna að hafa 3-4 próf yfir veturinn, öll eingöngu munnleg. Mætti þá minnka skyndiprófin geipimikið. Vorpróf yrðu aftur á móti bæði munnleg og skrifleg. Er það nauðsynlegt vegna stúlagerða, svo og stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Upplestrarfrí" þyrfti ekkert fyrir þessi próf, en studentspróf yrðu með svipuðu sniði og verið hefur.---- Kennarar skól- ans eru efalaust vel kunnandi hver í sinni grein, en ég býst ekki við að þeir séu margir, sem hafa menntað sig sér- staklega til kennslustarfa. Eru þeir mjög misvel látnir af nemendum, sem e.t.v. er ekki nema eðlilegt, en nær undantekningarlaust líkar nemendum vel við þá kennara, sem ná að kenna þeim, þ. e. hafa á valdi sínu að geta útskýrt námsefnið fyrir nemendum. En hjá sum- um kennurum byggist kennslan svo til eingöngu á yfirheyrslum, skyndiprófum og hótunum um að lækka nemendur í árseinkunn, læri þeir ekki samvizkusam- lega heima. Einkum er þetta áberandi í" tungumalakennslunni og virðist vera ó- brjótandi hefð.að láta nemanda lesa á viðkomandi tungumáli, þýða síðan, og að lokum spyr kennarinn nemandann nánar um einhver orð eða orðasambönd. Á meðan er einhver annar nemandi að skrifa stál upp á töflu, og í lok tímans fer kennarinn yfir stúlinn. Vitanlega skrair kennari frammistöðu nemenda ná- kvæmlega hjá sér. En til hvers er svona kennslufyrirkomulag ? Ég hefði haldið að það væri til lítils gagns. Að vísu fá nemendur geysimikla æfingu í uppflettingum í orðabókum, en þeir fá harla litla hagnýta þekkingu með því" móti og þá með ærinni fyrirhöfn. Álxt ég þvú nauðsynlegt að verja verði ein- hverjum hluta kennslunnar í nokkurs konar samtalsþætti.----- Heimalestur er allt of mikill. Okkur er ætlað að læra mun lengri, allt að því" helmingi lengri tí"ma heima en við erum í skólanum. Sér hver heilvita maður, að slíkt er alveg út í hött. Núna er almennum j

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.