Skólablaðið - 01.11.1965, Side 14
- 40 -
Örstutt greinarkorn um efni og innihald fyrsta
fertugasta og fyrsta árgangs Skólablaðsins.
Editor dicit hefst á hrollvekjandi fjall-
konusöng, svo heiftugum og daunillum, að
lesandanum slær fyrir vit. Fjallkonan er
ekki lengur kynþokkafull og skapmikil mey-
dómsdrottning, heldur gömul, skítug, blæð-
andi og lúsug kerling, sem liggur skorpin
og köld \ ormótnu fleti sínu, leifum af
danskri hjónasæng. Ekki verður sagt, að
Jóhannesi ár Bólu só "orðið stirt um stef','
og mór er næst að halda, að hann skfr-
skoti til tungu sinnar, þegar hann nefnir
atómsprengju \ upphafi greinarinnar.
Seinni hluti Editor dicit er svo þjóðfólags-
ádeila \ sígildu formi ( Kakali skrifar,
Úr einu 1 annað ), og lýkur svo jóhannfsk-
um pistli á hvatningarorðum. Mælska er
töluverð, en fremur er jjreinin hversdags-
leg, og ég vona, að sómið skrifi "voða-
stærri" ritsmiðar \ næstu blöðum.
Yilmundur Gylfason birtir þunglyndis-
legt kvæði. Kveðjusöngur til liðins tíma
og hryggileg lýsing á framtíð hins unga
skálds. Þetta er ágætt kvæði, en auð-
fundið, að af tvennu illu kýs Vilmundur
Gylfason hvoru tveggja, eins og allir
virkir svartsýnismenn.
óttarr Guðmundsson ritar heilsíðu-
brandara, og honum tekst ágætlega að
meðhöndla margþvælt ritgerðarefni,
nema hvað niðurlag brandarans er hroð-
virknislega gerður, dauður, litlaus og
lágkúrulegur hortittur.
Á blaðsfðu átta er samankomið á ein-
um stað, það sem Ármann Sveinsson
hefur sagt á ýmsum stöðum öðrum :
Ekkert sérstakt !
Viðtal við Helga Skúla Kjartansson.
Fyndið.
Þorsteinn Helgason yrkir þulu, Þulu
tölublað s
Hversu margir mundu ekki
þagna, ef þeim væri meinað að tala
vel um sjálfa sig og illa um aðra.
Mme. de Fontaine
Listafélagsins. Þetta er ekki stórbrotið
verk og telst varla rismikið, tikomumikið
nó þrungið unaðslegri fegurð, en Þorsteinn
virðist þó gæddur hrifandi skáldgáfu og
taumlausu ímyndunarafli, og ætti hann að
birta fleira 1 Skólablaðinu til að þóknast
vandfýsnum bókmenntaunnendum.
Sigurður Pálsson birtir ljóð. Ágætt
framlag.
Hans Kr. Guðmundsson ritar fjörlega
grein um bókasafnið.
Quid Novi er kreistingur líkt og und-
anfarin ár.
Baldur Guðlaugsson birtir dægurlaga-
texta á átjándu síðu. Nokkrar stökur á
stangli um pappirinn, ákaflega lólegar frá
bragfræðilegu sjónarmiði. Að auki sakna
óg andagiftar frá Baldri.
Saga Ólafs Torfasonar, Gras og grænt
gras, er bezta efni blaðsins, kjarnyrt lýs-
ing á lx’fi sveitadrengs, bráðskemmtileg
aflestrar, sönn og lifandi. Þo vildi eg
beina þvi til ólafs, að hann lóti ekki þvag-
rásarmenningu skipa æðstan sess \ sögum
síhum, þvi að stundum pissa höfundar út
á slíkum stflbrögðum.
Hrafn Gunnlaugsson skrifar Blekslett--
ur, skammar allt ög alla að ungra
manna hætti, greinin er ágséta vel sam-'
in. þar fyrir utan,
Sólarljóð þkre get ég ekki dæmt, þar
eð mig brestur skilning á kvæðinu.
Frágangur blaðsins er snyrtilegur.
jöm