Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 18

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 18
Sverrir HÓlmarsson : / HIHIUOJBMIEE I. Á þessari glórulausu geimöld, þegar glettur örlaganna eru teknar að gerast svo ágengar við hinn siðmenntaða vesturlandabúa að honum liður ekki lengur alls- kostar vel 1 filabeinsturni hámenningar sinnar og veit ekki lengur 1 hvorn fótinn hann á að stíga fyrir allskyns kenningum og appírötum og atómsprengjum og ádeólógíúm - hvað skal þá ungum mönnum helzt til viðreisnar og sáluhjálpar ? Skulu þeir höndla hamingjuna 1 borgaralegu velsæmi háss, bíls og fsskáps ? Skulu þeir leita á náðir stærðfræðilegrar óvissu og óefniskenndra bylgjukenninga um eðli alheimsins ? Skulu þeir feta 1 spor forfeðranna og ylja sér við eiláfa glóð jpjóðarverðmætanna 1 sögu og ljóði við fætur fjallkonunnar ? Skulu þeir gefa sig visitölu framfærslukostn- aðar á vald og helga sig viðreisn efnahagslófsins ? Skulu þeir ganga á mála hjá heimsmenningunni og þjóna hinum þokkafullu gyðjum Avantgarde og Ismus ? Skulu þeir líða um dulúðugir í hinum fjarræna heimi ljóðrænna vúðerna ? Skulu þeir hæfa heiminn með einni stórfelldri heimspekilegri algæfingu og hafna 1 háspekilegri ör- væntingu ? Eða játast undir skynsamlega efahyggju og stefna að þjóðfólagslegri endurreisn á sósíaldemókratiskum, grundvelli ? Skulu þeir ef til vill falla með gleði- söng 1 náðarfaðm kirkjunnar og finna endurlausn 1 Honum ? Og stefnurnar og kenningarnar og rdeólógíúrnar skipa sér þéttar um ung- mennið - húmanisminn, exústentfalisminn, ídealisminn, kapítalisminn, empúrisminn, fasisminn, anarkisminn, neoplatonisminn, pósitívisminn, sósíalisminn, ídealisminn, kommúnisminn, imperíalisminn, eins og gráfölar vofur hópast þessar skepnur að okk- ur og standa frammi fyrir okkur ; áleitnar spurningar sem krefja okkur svars, heimta af samvizku okkar að við veljum og höfnum. Og 1 þessum glundroða hugsanalífsins verður ungur hugsandi maður að hafa sig allan við ef hann vill standa uppréttur. Hann kemst ekki hjá þvú að velkjast til og frá, gæla við ýmsar skoðanir, sleppa þeim aftur, aðhyllast nýjar. Honum er einnig nauðsynleg' uppreisn gegn þvú sem honum finnst staðnað, úrelt og gamaldags. Allt er þetta eðlilegt og nauðsynlegt 1 uppeldi ungra manna. Og eina raunverulega hættan sem verður á vegi ungra manna, það eina sem getur orðið þeim að fjörtjóni, er guðinn Mammon sem leiðir hvern og einn upp á fjallið háa og segir : allt þetta mun ég gefa þer, ef þú fellur fram og tilbiður mig. II. Ekki fer hjá þvú að þau fyrirbæri sem ég hef rakið hér að framan hljóti einhvers staðar að koma fram og taka á sig fasta mynd. Þetta gerist að vísu á mörgum sviðum, en hér 1 skóla sér þess líklega fyrst og fremst merki 1 Skólablað- inu. Þetta blað á að réttu lagi að hafa það hlutverk að opinbera reikult en þrótt- mikið hugsanalíf nemenda. Þess vegna les ég það venjulegast aí stakri ánægju og þvú meiri ánægju þvú betur sem mér þykir það spegla leitandi hugsun og andlega forvitni ungra manna, hvort sem er í sögu, ljóði eða greinarkorni. Skólablaðið síðasta var á margan hátt eitthvert hið ánægjulegasta sem ég hef

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.