Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 9

Skólablaðið - 01.11.1965, Side 9
35 - UM IAGAÁKVIÐI er fjalli um frávikningu inspectors scholae o. fl. Til þess að lög félagsskapar geti talizt fullnægjandi og skynsamleg þurfa þau að uppfylla ákveðin skilyrði. Meðal þeirra skilyrða eru ákvæði um kosningu stjorn- enda, kjörtímabil og frávikningu þeirra. f Lögum um kosningu embættismanna Skólafélagsins eru skýr ákvæði um, hvern- ig kosning fari fram, hverjir séu kjör- gengir og hvernig afl atkvæða skiptist eftir bekkjum. Kjörtímabilið er einnig glöggt afmarkað. r 9. grein Laga um störf embættis- manna Skólafélagsins segir : ( Greinar- námer skv. gildandi lögum 1. okt. 1963 ) "Vanræki embættismaður skyldur sínar eða brjóti hann lög þessi, skal inspector scholae veita honum áminningu, ef sakir eru litlar. Sé um stórfellda vanrækslu eða brot að ræða, getur hann vikið emb- settismanni úr embætti. " Tvennt er við grein þessa að athuga. r fyrsta lagi vantar ákvæði um áfrýjun úrskurðar inspectors scholae. f öðru lagi kveður greinin á um möguleika á frá- vikningu allra embættismanna utan inspectors scholae. Um frávikningu inspectors scholae er hvergi getið. Vera má, að einhver reyni að hártoga nefnda lagagrein á þann veg, að inspector scholae geti gefið sjálfum sér áminningu og vikið sér úr embætti. Sá, er reynir slfka hártogun, hafi f huga, að dómari dæmir ekki í þvi máli, er hann á sjálfur aðild að. óheilbrigt verður að teljast, að einn maður geti vikið embættismanni úr starfi an þess að hinn brottrekni geti áfrýjað máli sínu til þeirra, er réðu eða kusu þann, sem brottreksturinn framkvæmdi. Hinn brottrekni á að hafa lögverndaðan rétt til að áfrýja máli sfnu til skólafundar. f 88. gr. Laga um störf embættismanna Skólafélagsins ( gr. nr. skv. gildandi lög- um l.okt. 1963 ) segir : "Skolafundur hefur æðsta úrskurðarvald f öllum mál- um nemenda, nema um lagabreytingar se að ræða. " Þrátt fyrir mjög vfðtæk ákvæði þess- arar greinar, skal fullyrt, að hún leysir á engan hátt ákvæði um áfryjun úrskurð- ar inspectors scholae af hólmi, frekar en hún gerir allar aðrar lagagreinar ó- þarfar. Þvf er rétt, að við nefnda 9. gr. bætist málsgreinar, er hljóði á þessa leið : Þeim, er inspector scholae vikur úr embætti, skal heimilt að áfrýja á- kvörðun hans til skólafundar. Fái frá- vikningin yfir helming greiddra atkvæða, skal hún standa óröskuð, en vera dauð og ómerk ella. Eins og fyrr er getið eru ákvæði um frávikningu allra embættismanna Skolafe- lagsins utan inspectors scholae. Sýalf- sagt er að eitt gangi yfir alla. Þo þurfa ákvæði um frávikningu inspectors scholae að vera öllu ýtarlegri og frávikningin torsóttari en er aðrir embættismenn eiga f hlut. Nærtækustu rök fyrir akvæði um frávikningu inspectors scholae er að finna f ummælum prófessors ólafs jó- hannessonar ( f Stjórnarskipun fslands bls. 129 ), þar sem hann fer nokkrum orðum um 3. málsgr. ll.gr. stjórnar- skrárinnar, en hún fjallar um frávikn- ingu forseta fslands : "Vera má, að þau atvik beri að hönd- um, að ótækt þyki, að forseti gegni leng- ur starfa sfnu, en hann fáist þó ekki til að segja af sér. Það er t. d. hugsan- legt, að forseti verði geðveikur, mis- beiti stöðu sinni, geri sig sekan um Frh. á bls. 60.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.