SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 2
2 30. janúar 2011 Við mælum með 29. janúar Listasafn Reykjavíkur og nútímatónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hafa gengið til samstarfs um tónleika á Kjarvalsstöðum laugardaginn 29. janúar. Á fyrri tónleikunum, kl. 14:30, leikur Blásarasveitin Hnúkaþeyr en á þeim síðari, sem hefjast kl. 20, kemur fram Íslenski saxófónkvartettinn. Músík á Kjarvalsstöðum 4-8 Tígur og Gray Umdeildar uppeldisaðferðir kínverskra mæðra og karlremba verður breskum sparkskýrendum að falli. 10 Smæðin í alheiminum Dagur í lífi Ólafs Jóhannessonar kvikmyndagerðarmanns. 20 Með hár á heilanum Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarmaður, sem hlýtur Norrænu text- ílverðlaunin í ár, vinnur mikið úr hári. 26 Fagleg umfjöllun Þriðja og síðasta grein Unnar H. Jóhannsdóttur um birtingarmyndir geðraskana og fólk með geðraskanir í fjölmiðlum. 28 Meira en bara popp og kók Í viðtali ræðir Ásgrímur Sverrisson kvik- myndagerðarmaður meðal annars um kvik- myndagerð og menningarlegar skyldur RÚV. 40 Á svífandi ferð Það er frískandi að hjóla um stræti og torg með vindinn í hárinu. Ekki alveg jafnhlýtt á veturna og sumrin en þó má vel nota hjólið. .Lesbók 44 Spenna og uppskrift Utangarðsbörn eftir Kristinu Ohlsson og Prjónaklúbburinn eftir Kate Jacobs eru splunkunýjar kiljur frá JPV. 47 Orðið óheyrilega langt Út er komið sjötta bindi af níu af hinni viðamiklu Byggðasögu Skaga- fjarðar sem Hjalti Pálsson frá Hofi ritstýrir. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Ballinu á Bessastöðum. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. 24 38 Augnablikið Þegar ég opna útidyrnar stendur gráhærðkona á stéttinni fyrir utan. „Sæl,mamma,“ segi ég áður en ég næ aðkveikja ljósið. Átta mig svo á að þetta er ekki mamma. Ég segi konunni að ég eigi því miður ekki pening og geti hvorki keypt merki, harðfisk, klósett- pappír né happdrættismiða. Þá verður hún fokvond. Ekki vegna þess að ég eigi ekki pening, það skipti ekki mestu máli skilst mér, heldur vegna þess að sex leikmenn hand- boltalandsliðsins skutu viljandi fram hjá. „Er það mér að kenna?“ spyr ég. „Já, þú hefur oft horft á liðið spila. Og þú gisk- aðir á það á Lengjunni að þeir myndu skjóta fram hjá.“ „Það er ekki satt.“ „Víst.“ Hún segir þjóðina hafa krafist þess að „strák- arnir okkar“ ynnu leikina í milliriðlinum og tap, þegar óvönduðum meðulum er beitt, sé óásætt- anlegt. Hefur líklega verið að meina óviðunandi. „Þið eruð skíthræddir, skíthræddir,“ segir hún. „Við?“ styn ég. „Hvaða við? Við hvað?“ Konan er horfin en á stéttinni stendur vel hald- inn, eldrauður ísbjörn með alskegg. Blá lundapysja flýgur hjá, gjammandi eitthvað sem ég heyri ekki hvað er. Björninn rauði dregur upp kort af Evrópu og glottir. Ég sé ekki betur en hann hafi klippt Ísland út og límt það spölkorn frá Istanbúl, nema hvað Vestfjarðakjálkinn er í námunda við Barcelona. Oft fínt veður þar. „Ég hygg, ég hygg, að annars staðar myndi fólk íhuga stöðu sína,“ segir dökkhærð kona um leið og hún stekkur fram fyrir ísbjörninn. Á eflaust við þá sem skutu fram hjá. Eða landsliðsþjálfarann. „Þetta er ykkur að kenna,“ heyrist í fjarska. Líklega krakkar að leika sér á skaflinum. „Nei, ykkur.“ „Nei, ykkur.“ „Nei.“ „Víst.“ „Nei.“ „Víst.“ „Þetta er enn eitt dæmið, enn eitt dæmið, um það hvað getur gerst þegar bæði liðin nota sama búningsklefa,“ segir dökkhærða konan og kíkir upp úr blómapottinum. „Andstæðingarnir hafa heyrt allt sem þjálfarinn sagði þegar hann fór yfir leikkerfin. Þeir skilja að vísu ekki íslensku en það er alveg sama.“ Gráhærða konan er komin upp á svalir. „Ég vil að við keppum aftur við Þjóðverja, Spánverja og Frakka. Við áttum að vinna. Strákarnir skutu vilj- andi fram hjá. Og dómararnir svindluðu.“ „Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn.“ Krakkarnir greinilega enn á skaflinum. Hvað ætli kosti aðra leiðina til útlanda? hugsa ég, kófsveittur. Mér er létt þegar vekjaraklukkan hringir. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Lífið er ekki alltaf einfalt og ekkert sjálfgefið. Til dæmis er ekki alltaf nóg að setja X á réttan stað á kjördag. Ljósmynd/Kjartan Mér að kenna 29. janúar Í Horninu á Þjóðminja- safninu verð- ur opnuð sýningin Stoppað í fat. Á henni má sjá ýmsa viðgerða nytjahluti en í haust hóf safnið söfnun heim- ilda um heimatilbúið, viðgert og notað. 30. janúar Í Hofi verða fluttar söngperlur og dúettar úr helstu rómantísku söngleikjum 20. aldarinnar. 30. janúar Fjársjóðsleit með Ísgerði er nýtt leikrit þar sem krakk- arnir taka virkan þátt í ævintýralegu ferðalagi um Norðurpólinn á Seltjarnarnesinu © IL V A Ís la n d 20 11 ÚTSALAN ER Í FULLUM GANGI 25-60% AFSLÁTTUR ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.