SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Page 15
virðist að við gagnrýnum mikið bæði
stjórn og minnihluta þá vinnum við vel
með öðrum, reynum að gera það út frá
málefnum og styðjum stundum minni-
hlutann og stundum meirihlutann.“
Birgitta segir að þess vegna leggi Hreyf-
ingin til að enginn sitji á þingi lengur en
átta ár í senn vegna þess að eftir ákveðinn
tíma missi menn jarðsamband.
„Þótt starfsreynsla sé oft góð eru til
dæmis sum félagasamtök og jafnvel póli-
tísk samtök þannig að lagt er til að fólk
gegni æðstu embættum aðeins í takmark-
aðan tíma,“ segir hún. „Þetta má skoða.“
Hún finnst einnig að þingið sé orðið
mun einsleitara en áður var.
„Það voru meiri tengsl á milli þings og
þjóðar og breiddin meiri,“ segir hún. „At-
vinnupólitíkusar eru orðnir ráðandi og ég
held að það sé ekki gott. Þeir mega vera
nokkrir, en ekki allir því að þá verður
hópurinn einsleitur.“
Brusselíska í býkúpu
Hún segir að sambandið við baklandið
veikist með þessu, þótt ástandið hér sé þó
ekki orðið jafn alvarlegt og til dæmis á
Evrópuþinginu þar sem alveg hafi verið
skorið á sambandið milli þingmanns og
þjóðar.
„Hverjum finnst spennandi að fara inn í
einhverja býkúpu þar sem lög eru skrifuð
á brusselísku, sem enginn maður skilur,
svo er það þýtt á fjölda tungumála, oft
með hrikalegum þýðingarvillum. Mér
finnst þetta nánast eins og Réttarhaldið
eftir Kafka. Margt frábært gerist á þessum
vettvangi, en ég hef hlustað á fólk sem
vinnur þarna og þingmenn eru margir
mjög gramir yfir þessu verklagi.“
Birgitta segir að vandræðagangur af
þessu tagi eigi sér stað á mörgum þingum
og veltir fyrir sér hvort það sé vísbending
um að þingræðið hafi þróast svo langt frá
upprunanum að það kalli á nýjar leiðir.
„Þess vegna er svo mikill áhugi á því
sem kalla má rafræn stjórnmál,“ segir
hún. „Hvernig er hægt að gera almenning
meðvitaðri um að hann þurfi að fylgjast
með og taka þátt í að móta sitt samfélag.
Ef ég sit hér ein og tala bara við mína koll-
ega verður það mjög gelt.“
Birgitta telur að beint lýðræði sé hluti af
því að endurvekja traust almennings á
stjórnmálum.
„Ég held að mikilvægt sé í staðinn fyrir
að búa til sérlög um hverja þjóð-
aratkvæðagreiðslu að setja almenn lög,“
segir hún, „en áhuginn er lítill. Við höfum
þrisvar lagt fram þingsályktunartillögu
um þjóðaratkvæðagreiðslur, þegar það
var gert síðast í síðustu viku var einn í
salnum, en samt er talað um að þingið vilji
fara í þessi mál. Nú hafa tvær stórar und-
irskriftasafnanir farið af stað, bæði um
Magma og vegatollana. Ef það væri komin
löggjöf væri hægt væri að safna undir-
skriftum löglega og það má gera með
ódýrum aðferðum af því að við erum svo
tæknivædd, þótt tækninni verði að taka
með ákveðnum fyrirvara.“
Birgitta telur ekki að sú pólitíska vakn-
ing, sem varð upp úr hruninu, sé á enda.
Fólk sé þvert á móti mun duglegra nú en
áður fyrr að koma hugmyndum sínum á
framfæri.
„Þótt ekki séu stór og stöðug mótmæli
eins og var hafa nógu margir vaknað til
athafna og ábendinga,“ segir hún. „Við
þurfum að gefa þeim verkfærin, beinar
útsendingar frá nefndafundum og þegar
nefndastörfum verður breytt í haust á að
setja í lögin að það sé hluti af okkar starfi
að skoða hvað brennur mest á fólki. Á
vefnum Skuggaþing er hægt að fylgjast
með störfum þingsins og taka afstöðu til
þingmála. Út um allan heim er litið til
okkar og margir eru heillaðir af því að
tekist hafi að fá fram þjóðaratkvæði um
Icesave og því hafi verið hafnað að velta
einkaskuldum yfir á þjóðina. Við njótum
mikillar virðingar hjá þeim, sem vita af
því, líka hjá almenningi í Bretlandi og
Hollandi, sem hefur fengið nóg af því að
aðgerðir stjórnvalda þar lendi á hans
herðum. Mér finnst mikilvægt að við ger-
um okkur grein fyrir því án þess að fara í
þjóðarrembing að við megum vera nokk-
uð ánægð með margt, sem við höfum gert
sem þjóð á undanförnum tveimur árum.
Þótt okkur finnist margt hafa gengið illa
megum við ekki gleyma því að það hefur
líka gengið vel og mikill sköpunarkraftur
og styrkur býr í þessari þjóð. Þess vegna
er mikilvægt að stjórnvöld gefi fólki tilefni
til að langa til að vera hér og nota þennan
kraft hér, ekki fara í burtu frá okkur.
Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir
þessu.“
Birgitta telur að enn búi almenningur í
skuldavanda við of mikla óvissu. „Ég
þekki marga, sem litu á fasteignina sína
sem lífeyrissparnaðinn sinn,“ segir hún.
„Þeir lögðu sparnaðinn sinn inn í fast-
eignina og nú er það allt farið. Þetta fólk
er mjög móðgað yfir því hvernig það er
stimplað því að það var að spara inn í hús-
næðið sitt og er síðan kallað óráðsíufólk.
Það er mjög ósanngjarnt. Það gleymist
líka hvað orð eru magnað fyrirbæri, þú
getur tekið eitthvað og drepið það eða
gefið því líf með orðum. Ein setning getur
skipt máli frá ákveðnu fólki. Það er ekki
gæfulegt og óréttlátt þegar hamrað er á
sama neikvæða viðhorfinu gagnvart
þeim, sem eiga um sárt að binda fyrir. Mér
finnst við þurfa að fara að vanda okkur
betur hvernig við tölum hvert við annað
og komum fram hvert við annað. Við eig-
um ekki bara að hjóla hvert í annað og
finna sökudólga, þó að fólk beri ábyrgð og
daglega heyri maður hrikalega hluti um
glæpsamlega hegðun – hvítflibbaglæpir
eru alveg jafn alvarlegir og geta haft af-
drifaríkar afleiðingar fyrir marga. Þess
vegna vil ég kalla eftir þjóðarátaki um að
nú gerum við hlutina saman. Þó að fullt af
hlutum gefi okkur tilefni til að fara í hár
saman, til dæmis spurningin um aðild að
Evrópusambandinu, sem býður upp á
heita og öfgafulla umræðu þannig að
meðalhófið gjörsamlega hverfur. Ef við
getum reynt að finna það sem við erum
sammála um og einbeitt okkur að því held
ég að við gerum okkur lífið auðveldara
bæði hér á þessum vinnustað og annars
staðar. Við eigum að vinna saman að því
sem við getum unnið saman.“
Hvernig er hægt að gera al-
menning meðvitaðri um að
hann þurfi að fylgjast með
og taka þátt í að móta sitt
samfélag. Ef ég sit hér ein
og tala bara við mína koll-
ega verður það mjög gelt.
Brewster Kahle er bandarískur auðmaður
sem hefur gert það að hugsjón sinni að stofna
rafræn bóka-, skjala- og gagnasöfn opin al-
menningi án endurgjalds. Hann er stofnandi
netskjalasafnsins Internet Archive, sem hefur
að leiðarljósi að veita „alhliða aðgang að allri
vitneskju“. Kahle var staddur hér á landi þrjá
daga í liðinni viku og hyggst styðja við það að
allt, sem gefið hefur verið út á Íslandi, verði
sett á rafrænt form.
„Kahle fór að vinna út frá sýn Þorsteins
Hallgrímssonar, sem vann á Landsbókasafn-
inu og er nýkominn á eftirlaun, um að gera
allt, sem komið hefur út á íslensku rafrænt.
Þetta stoppaði allt 2008, en svo heyrði Brews-
ter að hér ætti að búa til skjól fyrir upplýsinga-
og málfrelsi, sem á undir högg að sækja alls
staðar og við sáum þegar lögbannið var sett á
Kaupþingsskjölin að í það sama gæti stefnt
hér héldum við ekki vöku okkar.“
Ársverk 25 manna
Birgitta fór með Kahle á fund innanríkis-,
menntamála- og utanríkisráðherra (hann hitti
jafnframt iðnaðarráðherra) og kveðst hafa
fundið fyrir miklum stuðningi vegna þess að
þetta er gerlegt.
„Þegar þetta stoppaði 2008 vantaði pen-
inga,“ segir hún. „Brewster myndi senda hing-
að hátækniskönnunargræjur, sem hafa verið
notaðar til að setja tvær milljónir bóka á raf-
rænt form, og þjálfa fólk. Einn starfsmaður á
Landsbókasafninu hefur þegar verið úti í San
Francisco í sex mánuði. Það eina sem við
þyrftum að gera er að nota styrki Vinnu-
málastofnunar til atvinnumála. Íslensk bók-
menntaverk teljast vera 47 þúsund. Það tekur
um 25 manns eitt ár að koma því í stafrænt
form með bestu mögulegri tækni. Stefnan hjá
ríkisstjórninni er að gera allt rafrænt og þegar
hefur mikið verið gert, til dæmis með tímarit
og dagblöð, en það tæki óendanlega langan
tíma án þessarar tækni.“
Lausn á rétthafamáli
Umrædd tæki skanna með tækni sem gerir
kleift að nota vefþulu til að lesa textann og
það yrði fyrsta skrefið. Það yrði stórt skref fyrir
blinda og lesblinda.
„Síðan hefur verið fundin lausn á rétt-
hafavandamálinu í Bandaríkjunum þar sem
einhvern mesta frumskóg rétthafalögfræð-
inga er að finna,“ segir hún. „Þetta er bóka-
safn þannig að ef um er að ræða samtímabók
er eitt eintak lánað – ein bók, þótt í raun gæti
hún verið í óendanlega mörgum eintökum – í
tvær vikur. Þá gufar hún upp og næsti getur
fengið hana. Réttahafamálin voru helsta fyr-
irstaðan ásamt kostnaðinum við að vinna
þetta. En svo virðist sem finna megi lausn í
gegnum styrkina hjá Vinnumálastofnun og
Brewster myndi leggja til fé á móti til að heild-
arlaunin yrðu hærri.“
Birgitta segir að Kahle hafi litist vel á Ísland
út af þingsályktuninni um að Ísland skapi sér
afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun
tjáningar- og upplýsingafrelsis og fyrirhug-
uðum lögum í framhaldinu, sérstaklega vegna
hugmyndarinnar, sem fengin er úr frönskum
lögum, um að ekki megi breyta því sem telja
má sögulegar heimildir eða gögn þegar þrír
mánuðir eru liðnir frá birtingu þeirra.
Birgitta segir að Kahle hafi hug á að styðja
við skönnun alls þess, sem komið hefur út á
Íslandi, vegna þess að hægt er að ná utan um
verkefnið. En möguleikarnir felist ekki aðeins í
því, sem er á prenti, heldur einnig sjónvarps-
og útvarpsefni. Stofnun Brewsters, Internet
Archive, hafi tekið efni sjónvarpsstöðva til
varðveislu og akkur væri í að gera slíkt hið
sama við efni sjónvarpsstöðva hér þannig að
til dæmis mætti fletta upp í fréttum lengra aft-
ur í tímann, en nú er.
Að búa til nútíma Alexandríu
„Ég held að það yrði meiriháttar fyrir söguþjóð-
ina að vera fyrsta þjóðin til að fara rafrænt á
netið með allt, sem komið hefur út á ís-
lensku,“ segir hún. „Síðan hefur hann tekið
tónlist, vídeó og kvikmyndir og gert aðgengi-
legt almenningi. Með því að leysa smávægi-
lega hnökra, meðal annars í sambandi við
bandvídd gæti orðið að veruleika að við mynd-
um geyma afrit af heimsbókasafninu á Ís-
landi. Hans sýn er að koma öllum bók-
menntum heimsins frá upphafi á netið og búa
til nútíma Alexandríu.“
Kahle hefur lagt til stofnfé stofnunar til að
halda utan um verkefnið og Birgitta kveðst
hafa fengið vilyrði fyrir stuðningi víðs vegar að
úr heiminum.
„Við áttum okkur ekki alveg á umfangi
þessa verkefnis,“ segir hún. „Upplýsingar
hafa engin landamæri lengur. Því er lagaum-
hverfið einnig landamæralaust og nú stendur
yfir baráttan um réttinn til upplýsinga. Það má
ekki misskilja að þegar kallað er eftir réttinum
til upplýsinga á það við um upplýsingar sem
varða almannahag, ég er ekki að kalla eftir að
sjá bankayfirlitið þitt. Einnig vantar öruggan
stað til að hýsa upplýsingarnar og mikið er lit-
ið til okkar um það, sérstaklega vegna fjöl-
miðlafríkríkisins og öryggisins sem hér er og
tengist bæði veðurfari – á Íslandi eru hita-
sveiflur litlar milli árstíða og það auðveldar
gagnavörslu – grænni orku og tækifærinu í að
nýta staðsetninguna í miðju svæðisins þar
sem upplýsingaflæðið er mest.“
Bandvíddarvandinn
Birgitta segir að helsti vandinn við að gera
þetta verkefni að veruleika sé mikill kostnaður
við bandvídd. Verðlagning hennar sé undir
Póst- og fjarskiptastofnun komin og hún sé
fráleit. „Nú er nýtingin um fjögur prósent og
þessi fjögur prósent eru að borga restina,“
segir Birgitta. „Ef bókasafnið kæmi myndi það
taka um fjórðung af bandvíddinni, sem er til
staðar. Þetta verður bara að leysa.“
Birgitta hefur barist fyrir málstað Tíbets og
verið í alþjóðlegum samtökum þingmanna um
þá baráttu. Hún vill taka útfærslu hugmynd-
arinnar um að gera Ísland að griðastað upp-
lýsinga- og fjölmiðlafrelsis sömu tökum og Eva
Joly er fyrsti þingmaðurinn, sem ætlar að vera
með. Stofnunin um upplýsinga- og fjölmiðla-
frelsi myndi síðan starfa með fyrirhugaðri Evu
Joly-stofnun og ein hugmyndin er að þær veiti
nokkurs konar Nóbelsverðlaun á sviði upplýs-
ingafrelsis, sem mætti veita á kvik-
myndahátíð í Reykjavík. Hlutverk stofnunar-
innar yrði líka að aðstoða við að löggjöfin um
vernd upplýsinga- og fjölmiðlafrelsis næði
fram að ganga, meðal annars með því að kalla
til færustu lögfræðinga.
Ýta undir rannsóknarblaðamennsku
Birgitta vill einnig nota stofnunina til að ýta
undir þekkingu á því hvernig rannsóknarblaða-
mennska er stunduð.
„Þetta er ekki bara vandamál hér, heldur
víðar, en úti er meiri þekking,“ segir hún. „Mik-
ið er talað um að það sé erfitt hjá blaða-
mannastéttinni á Íslandi í dag út af nið-
urskurði, vantrausti, hraða og miklu álagi á þá
fáu blaðamenn, sem eru í vinnu. Hinir hefð-
bundnu miðlar eru að lognast út af vegna
þess að fólk sækir ekki í þá eins og áður held-
ur fer á netið. Leið til að fjármagna fjölmiðlun í
gegnum netið hefur hins vegar ekki verið fund-
in og því eru fjölmiðlar veikari en þeir hafa ver-
ið. Á sama tíma sæta þeir árásum frá lögfræð-
ingastéttinni í Bandaríkjunum og Bretlandi þar
sem heilu stofurnar starfa við að þagga niður
fréttir og stöðva fréttir, sem komnar eru á net-
ið, og taka hluti út sem eiga að vera á skrá.
Þetta truflar mig vegna þess að ég hef mikinn
áhuga á samtíma mínum og vil hafa alla
myndina, ekki bara glansmynd af fyrirtækjum.
Ef ég sem þingmaður á að fara að meta fyr-
irtæki, sem vill komast hér inn, er óþægilegt
að fara á netið og finna bara glansmynd. Sýnu
verst er ástandið á Bretlandi. Þessu er hægt
að breyta með því að breyta löggjöfinni í sam-
ræmi við það að upplýsingar hafi engin landa-
mæri.“
Rafrænt heims-
bókasafn á Íslandi