SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Qupperneq 37
30. janúar 2011 37
Gestir sitja á veitingahúsi og þjónninn afhendir matseðla og vínseðla.Hver um sig velur sína rétti en einhver situr uppi með þann Svartapétur að þurfa að velja vínið með matnum. Eftir langa íhugun erákvörðun tekin og pöntun komið á framfæri. Stuttu seinna mætir
þjónninn aftur: „Árgangurinn sem þið pöntuðuð er því miður búinn. En við
eigum næsta árgang.“ Þögn slær á borðið. Menn horfa hver á annan og spyrja
sig – erum við að gera stórkostleg mistök með því að taka sama vín en annan
árgang? Væri það rétta í stöðunni kannski að panta annað vín?
Hversu miklu máli skipta árgangar þegar upp er staðið? Það er ekki til neitt
einhlítt svar við því. En það er hægt að átta sig á ákveðnum meginstraumum.
Í fyrsta lagi: Árgangar geta skipt miklu máli á víngerðarsvæðum þar sem
loftslag getur verið mjög sveiflukennt, sem í grófum dráttum þýðir flest vín-
gerðarsvæði Evrópu fyrir norðan Miðjarðarhafið. Eftir því sem norðar dregur
geta sveiflurnar orðið öfgakenndari.
Í öðru lagi: Árgangar hafa aðallega úrslitaáhrif þegar verið er að velja mjög
vönduð og dýr vín.
Þetta auðveldar auðvitað ákvörðun gestanna okkar á veitingahúsinu þó-
nokkuð. Ef vínið sem þau völdu var til dæmis Cabernet frá Chile eða Syrah frá
Ástralíu er lítil ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af árganginum nema þau
séu sérstaklega að sækjast eftir víni sem er mjög ungt eða farið að sýna smá-
þroska.
Alla jafna eru árgangasveiflurnar sem skipta máli fyrst og fremst bundnar við
bestu víngerðarsvæðin í Evrópu. Í Þýskalandi þar sem árin geta skilið á milli
feigs og ófeigs er ágætt að vera með meginárgangana á hreinu og það sama á
við um bestu héruð Frakklands, t.d. Bordeaux, Bourgogne og Rhone, ekki síst
ef verið er að panta betri vín.
Þetta segir hins vegar ekki alla söguna. Miðlungsárgangar betri vína falla oft í
þann flokk vegna þess að um er að ræða vín sem geta verið heillandi og þægi-
leg á fyrstu árunum en munu ekki þroskast og batna árum og áratugum saman.
Það getur því verið skynsamlegt að velja vín úr miðlungsárgangi. Bæði er það
ódýrara og líka tilbúnara heldur en dýrara vín sem þyrfti helst fimm ára
geymslu í viðbót.
Að sama skapi gæti dýrt vín frá frábærum árgangi valdið verulegum von-
brigðum þar sem að það er lokað og hart ef það er drukkið of snemma.
Af þessu má því leiða ákveðna þumalputtareglu: Vín frá góðum framleið-
endum úr litlum árgöngum geta verið mjög góð kaup. Vín af „minni svæðum
en stórum árgöngum“ geta verið mjög góð kaup. Takið eftir að hér er gerður
munur á svæðum og framleiðendum. Bestu vínhúsin gera nær aldrei slæm vín
en minni árgangarnir eru ódýrari. Innan hvers víngerðarsvæðis er síðan ákveð-
in goggunarröð. Bestu ekrurnar eru dýrastar en eftir því sem svæðið stækkar
verða vínin almennari og ódýrari. Samanber þorpið Margaux í Bordeaux eða
vín sem kemur einhvers staðar að úr hinu stóra Bordeaux-svæði.
Árgangatöflur geta því komið að góðum notum – en fyrst og fremst ef ætl-
unin er að kaupa fínni vín.
Hér eru nokkrir góðir árgangar:
Bordeaux: 2000 2005 og 2009 voru ofurárgangar
Rhone: 2007
Kalifornía: 2002 og 2007
Rioja: 2004 og 2005 frábærir, allir síðan góðir
Búrgund: 2002 (hvít), 2005 (rauð)
Toskana: 2006 frábært, næstu árgangar góðir
Ekki velta Chile, Ástralíu og Suður-Afríku mikið fyrir ykkur nema ætlunin sé
að fara í allra dýrustu vínin.
Hinn eini rétti?
Vín 101
Steingrímur
Sigurgeirsson
Árgangar geta skipt miklu máli á víngerðarsvæðum þar sem lofts-
lag getur verið mjög sveiflukennt, sem í grófum dráttum þýðir flest
víngerðarsvæði Evrópu fyrir norðan Miðjarðarhafið.
Matur
að efla forvarnir og þannig sparast kostn-
aður í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma lit-
ið.“
Slys eru kostnaðarsöm og það hefur
sparast mikið með fækkun dauðaslysa.
„Dauðaslysum hefur fækkað um 65% á
síðustu 20 árum og á sama tíma hefur öll-
um slysum fækkað um 50%. Við erum
komin langleiðina upp brekkuna. Það er
lítið eftir til að komast alveg upp á
toppinn en það getur líka gerst á
stuttum tíma að maður hrapi
niður á byrjunarreit aftur ef
það er ekki haldið rétt á spöð-
unum.“