SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Page 40
40 30. janúar 2011
Lífsstíll
Ég sé ekki líf mitt birtast fyrir framan migþetta augnablik sem ég svíf fagmannlega tilvinstri. Hins vegar lít ég á H&M-pokannminn troðfulla nokkrum angistaraugum þar
sem hann svífur upp úr hjólakörfunni. Það er jú sann-
arlega ekkert töff við það að tína brjóstahaldara og
nærbuxur upp af götunni. Þar sem ég næ ekki upp á
gangstéttina yfir of háan kantinn og
missi stjórn á hjólinu gef ég um leið
frá mér hljóð. Held það hafi verið
einhvers konar einkennilegt bland af
bældu ópi, hlátri og undrun. HVAÐ
ertu að gera? Spyr samferðamaður
minn þar sem ég ligg á gangstéttinni
og við getum ekki annað en hlegið.
„Þú hefðir átt að fara upp hér,“ segir
hann og bendir á gangstéttina þar
sem hún hefur verið lækkuð niður.
Jaaaá, segi ég örugglega eins og lítill
krakki sem skammast sín og held áfram að hlæja. Enda
er hnéð á mér sem fór í götuna óslasað og allt á sínum
stað í H&M-pokanum. Þá er bara að pakka sér saman á
ný, bjarga andlitinu og reiða hjólið heim. Stutt að fara
og ég þarf aðeins að jafna mig eftir þetta smávægilega
slys. Tvö rokkprik í kladdann minn fyrir þetta.
Ég var ekki mjög há í loftinu þegar ég hjólaði í fyrsta
sinn. Fyrsta hjólið mitt var svart og gult, útlenskt
töfrahjól frá Þýskalandi sem mig minnir að ekki hafi
verið hægt að detta af. Bleika hjólið kom næst og gott
ef ég fór ekki á því í mikla ævintýraferð niður í bæ og
rammvilltist. Fyrir utan það hefur mér gengið ágætlega
að hjóla og skil ekki hvað þessi klaufaskapur minn á
gamalsaldri á að þýða. Mér finnst ég enn muna þegar
hjálpardekkin voru tekin undan og ég þurfti að bjarga
mér sjálf. Síðan þá hefur hjólið verið
frelsandi ferðamáti sem kemur
manni mun hraðar á milli staða en
maður notar því miður allt of lítið.
Bara ef það væri nú meira hjóla-
menning hér eins og hjá frændum
vorum Dönum þar sem fátt þykir
sjálfsagðara en að hjóla á milli staða.
Nú eða í það minnsta að hjóla út á
lestarstöð og skilja þar hjólið eftir.
Vissulega hjóla margir hérlendis allan
ársins hring en þó er varla hægt að
tala hér um hjólamenningu sem slíka. Enda er maður
hálfundrandi, jafnvel hneykslaður, að sjá fólk hjóla í
snjó og hálku. En þegar kemur að því þarf ekki meira
til en að skella á sig hlýrri húfu, vettlingum og trefli
svo manni verði ekki kalt í framan. Skella ljósunum á
ef dimmt er úti og hjóla síðan af stað út í frelsið. Muna
síðan bara að passa sig sérstaklega á háum gangstétt-
arköntum!
Á svíf-
andi
ferð
Það er frískandi að hjóla um
stræti og torg með vindinn í
hárinu. Ekki alveg jafn hlýtt á
veturna og sumrin en þó má vel
nota hjólið allan ársins hring.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Morgunblaðið/Ómar
’
Þar sem ég næ
ekki upp á gang-
stéttina yfir of
háan kantinn og missi
stjórn á hjólinu gef ég
um leið frá mér hljóð. Það er mikilvægt að hugsa vel um hjólið sitt rétt eins
og bílinn. Best er auðvitað að geta geymt það inni yfir
vetrartímann eða í það minnsta undir svölum eða
tröppum þar sem ekki rignir og snjóar látlaust yfir það.
Farðu reglulega yfir hjólið og athugaðu hvort allt sé
eins og það á að vera. Þú getur gert þetta sjálf/ur eða
látið gera fyrir ekki svo mikinn pening. Mikilvægt er að
nóg sé af lofti í dekkjunum, bremsurnar eins og þær
eiga að vera og allt vel smurt. Þannig er jú miklu örugg-
ara og þægilegra að hjóla.
Vel með farinn fákur
Hugsaðu vel og reglulega um hjólið þitt.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
ThisWay er
hönnun Tor-
kel Dohmar á
hjóli sem
minnir dálítið
á bíl. Enda er
jú hönnunin
hugsuð
þannig að
hún sé ein-
hvers staðar
á milli bíls og
hjóls. Helsta ástæðan fyrir því er að verja hjólreiða-
manninn fyrir veðri og vindum. Hjólið er með þaki
þannig að ekki rigni á þann sem situr undir stýri og
á því eru líka LED ljós að framan og aftan. Þau
tryggja að hjólreiðamaðurinn sjáist almennilega
jafnvel þó að veðrið sé vont og skyggni slæmt. Hjól-
ið er því að mörgu leyti frábrugðið öðrum þó vissu-
lega haldi það ekki miklum hita á hjólreiðamann-
inum. Enda þyrfti til þess nokkuð öfluga vél sem
myndi þyngja hjólið og líklegast hafa meiri áhrif á
umhverfið. Ýmiskonar skemmtileg hjól af þessu
tagi má sjá í tímaritum og á netinu. Eins og t.d. ým-
is konar samanbrjótanleg hjól, svo og hjól gerð úr
fisléttum efnum þannig að auðvelt er að ferðast
með þau.
Hjól en þó hálfgerður bíll
ThisWay hjólið er óvenjulega hannað.
Víða um heim eru þekktar hjólaborg-
ir þar sem sérstakir hjólastígar liggja
samhliða umferðargötum og hjólið er
vinsæll fararskjóti. Dettur manni í
þessu tilviki helst í hug lag Stuð-
manna þar sem segir í texta aldrei
hef ég áður séð aðra eins gommu af
reiðhjólum... Það á sannarlega við í
eftirtöldum borgum.
Amsterdam
Nóg er til af hjólum í Kaupmanna-
höfn en Amsterdam hefur þó verið
kölluð mest hjólaborg heims. Þar eru
40% af fararskjótum í umferðinni
hjól og margt hefur verið gert til að
stuðla að því að íbúar borgarinnar
noti þennan heilsusamlega ferða-
máta.
Kaupmannahöfn
Í borginni hjóla í það minnsta 32%
íbúa í vinnuna og segist helmingur
þeirra kjósa þennan ferðamáta þar
sem hann sé fljótlegur og auðveldur.
Hjólastígar eru víða um borgina og
oft mun ódýrara að hjóla heldur en
að borga í stöðumæli fyrir bílinn.
San Francisco
San Francisco er önnur þéttbygg-
ðasta borg Bandaríkjanna þannig að
gott hjólreiðakerfi hefur þar mikið að
segja. Í gegnum borgina liggja ótal
hjólastígar og eru sums staðar sér-
stök umferðarljós fyrir hjólaumferð-
ina. Borgin hefur hlotið ótal verðlaun
fyrir frumkvöðlastarf í aðstöðu fyrir
hjólreiðafólk.
Vinsælar
hjólaborgir
Mörgum finnst þægilegt og fljótlegra að hjóla í vinnuna.