Morgunblaðið - 08.04.2010, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 8. A P R Í L 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
80. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
fylgir m
eð
Morgun
blaðinu
í dag
DAGLEGT LÍF»10
VILHJÁLMUR OG ALLT
MILLI HIMINS OG JARÐAR
VÍKINGAR»16
HRINGURINN
ÚTVÍKKAÐUR
6
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
YFIRGNÆFANDI líkur eru taldar
á fleiri stefnum skilanefnda föllnu
bankanna á hendur fyrri eigendum
og jafnvel starfsmönnum þeirra,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Málin kunna að vera áþekk
stefnu skilanefndar Glitnis á hendur
sex einstaklingum. Formaður við-
skiptanefndar Alþingis gleðst yfir
framtakssemi skilanefndarinnar.
Stutt er síðan skilanefnd Glitnis
var kölluð á fund efnahags- og
skattanefndar Alþingis – og reyndar
viðskiptanefndar einnig. Nefndirnar
lýstu þá meðal annars yfir áhyggjum
sínum, að ekki væri búið að kæra
neina. „Við lýstum yfir óánægju okk-
ar með það,“ segir Lilja Mósesdóttir,
formaður viðskiptanefndar, en hún á
auk þess sæti í efnahags- og skatta-
nefnd. Lilja segir að skilanefndin
hafi ekki minnst á að kærur væru í
farvatninu. Hún fagnar því að fyrsta
kæra skilanefndar sé fram komin.
Páll Benediktsson, upplýsinga-
fulltrúi skilanefndar Landsbankans,
segir sérstakt rannsóknarteymi
Deloitte í Lundúnum fara yfir vinnu-
brögð og viðskipti innan bankans
fyrir hrun. Þeirri vinnu sé ekki lokið
en stöðufundur verður haldinn í
næstu viku og hugsanlega upplýsist
þá hvernig þeirri vinnu miðar. Hann
segir of snemmt að segja til um hvort
stefnur verði gefnar út.
Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson,
formann skilanefndar Kaupþings.
Gleðst yfir framtakssemi
skilanefndar Glitnis banka
Sérstakt rannsóknarteymi Deloitte
fer yfir vinnubrögð í Landsbankanum
Lárus fékk bein fyrirmæli | 8
Huginn VE, Margrét EA, Börkur
NK og Ingunn AK fá mestan mak-
rílkvóta einstakra skipa miðað við
aflareynslu síðustu ár. Á viðmið-
unartímabilinu kom Huginn með
um 17.700 tonn að landi, eða 7,42%
af heildaraflanum. Samkvæmt því
koma um 8.300 tonn í hlut Hugins-
manna. Margrét kom með um
16.600 tonn af makríl að landi, sem
gera 6,93%. Ríflega 30 skip hafa
veitt mest af makrílnum frá 2006.
»14
Huginsmenn fá mest af
makrílkvótanum í sumar
„Ég hef ekki fengið neina fyrir-
greiðslu hjá bönkunum,“ segir Jón
Gerald Sullenberger, fram-
kvæmdastjóri matvöruverslunar-
innar Kosts.
VIÐSKIPTI
Í baráttu við
bankakerfið
300 þúsund iPad-spjaldtölvur seld-
ust fyrsta söludaginn. Sitt sýnist
hverjum um ágæti tækisins; margir
eru yfir sig hrifnir en aðrir hafa allt
á hornum sér.
Er iPad boðberi
nýrra tíma?
ÁRSREIKNINGI fjárfestingar-
félagsins Fons fyrir árið 2006, sem
lá til grundvallar 4,2 milljarða arð-
greiðslu árið eftir, er að öllum lík-
indum verulega ábótavant. Hlut-
deild Fons í afkomu dóttur- og
hlutdeildarfélaga er að mati skipta-
stjóra ekki tæmandi, þar sem af-
koma einhverra dótturfélaganna
sem lá til grundvallar arðgreiðslu
miðaðist við áætlanir stjórnenda
sem stóðust ekki.
Til að mynda er ekki tekið tillit til
afkomu félagsins
Morab Limited,
sem átti 100% í
félagi sem hélt ut-
an um rekstur
einkaþotu. Heim-
ildir Morgun-
blaðsins herma að
sá rekstur hafi
nánast eingöngu
falið í sér kostnað, sem hefði með
réttu átt að koma niður á afkomu
Fons á árinu 2006. | Viðskipti
Ársreikningur Fons
2006 ófullkominn
Pálmi Haraldsson
MIKIL virkni er í nýju gossprung-
unni á Fimmvörðuhálsi en eldri
gígurinn er þagnaður í bili. Ár-
mann Höskuldsson, jarðskjálfta-
fræðingur hjá jarðvísindadeild Há-
skóla Íslands, segir að breiður
hraunstraumur liggi nú að vestari
drögum Hvannárgils og renni einn
til tvo kílómetra á klukkustund.
Níu manna hópur vísindamanna
frá jarðvísindadeild fór upp á
Fimmvörðuháls í gær til að taka
sýni og mæla útbreiðslu og þykkt
hraunstraumsins.
Ármann segir að bláar gosgufur
stígi upp úr eldri gígnum en engar
sprengingar. Það bendi til þess að
hann sé að kólna. Á loftmyndum
sést að þar er enn mallandi hraun-
tjörn í lokuðum gíg.
„Það er ansi lífleg virkni í nýju
sprungunni og æði mikið hraun
sem rennur frá henni,“ segir Ár-
mann og telur ekkert lát á gosinu.
„Það var viðbúið að sá gamli
myndi þagna þar sem nýja sprung-
an liggur lægra í landinu og þar er
auðveldara fyrir kvikuna að ná
upp,“ segir hann. helgi@mbl.is
Eldri
gígurinn
að þagna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt landslag Enn kraumar í hraunpolli eldri gígsins og litur að komast á landslagið í kring. Mikill hraunstraumur er í tvær áttir frá nýju sprungunni og
hún hefur hlaðið upp strút sem sést lengst til vinstri. Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur nýst vel við eftirlit og mælingar á gosstöðvunum.
Breiður hraunstraumur rennur í Hvannárgil frá nýju gossprungunni á Fimmvörðuhálsi