Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010
FLÓÐ og aurskriður hafa kostað að minnsta kosti 102 menn lífið í suðaust-
urhluta Brasilíu síðustu daga eftir mesta úrhelli á svæðinu hálfa öld. Yf-
irvöld sögðu að manntjónið hefði verið mest í fátækrahverfum í hlíðum í
grennd við Rio de Janeiro þar sem úrhellið hefur valdið miklum aur-
skriðum.
Myndin var tekin í Rio de Janeiro þar sem atvinnulífið lamaðist vegna
flóðanna. Fólk var hvatt til að fara ekki inn í miðborgina þar sem göturnar
voru ófærar.
Reuters
Flóð og aurskriður
ollu miklu manntjóni
EVRÓPSKA geimrannsóknastofn-
unin ESA hyggst í dag skjóta á loft
CryoSat-2, öflugasta gervihnett-
inum sem smíðaður hefur verið til
að mæla breytingar á þykkt jökla
og ísþekju á heimskautasvæðunum.
Í gervihnettinum er meðal annars
mjög nákvæmur ratsjárhæðarmælir
sem getur greint örlitlar breytingar
á þykkt ísþekkjunnar, jafnvel
breytingu sem nemur aðeins einum
sentimetra, að sögn fréttastofunnar
AFP. Vísindamenn Evrópsku geim-
rannsóknastofnunarinnar segja að
mælingar gervihnattarins muni
gefa mjög mikilvægar vísbendingar
um áhrif loftslagsbreytinga í heim-
inum á jökla og hafísa á heim-
skautasvæðunum.
Þriðji rannsóknahnötturinn
Nýi gervihnötturinn var smíð-
aður í stað ískönnunargervi-
hnattarins CryoSat sem hrapaði í
Norður-Íshafið skömmu eftir að
honum var skotið á loft frá rúss-
neskri geimvísindastöð í Kasakstan
í október 2005 vegna bilunar í eld-
flaug sem átti að koma hnettinum á
braut um jörðu.
CryoSat-2 verður þriðji jarðrann-
sóknahnöttur ESA. Fyrir rúmu ári
skaut stofnunin á loft GOCE-
hnettinum sem rannsakar sjávar-
strauma og SMOS-hnettinum var
skotið á loft í nóvember síðast-
liðnum til að mæla jarðvegsraka og
seltu sjávar.
1
2 3 4 1
2
3
4
Evrópska geimrannsóknastofnunin ESA hyggst í dag skjóta á loft gervihnettinum Cryosat-2 sem getur mælt mjög nákvæmlega breytingar á
þykkt hafíss á heimskautasvæðunum og þykkt jökla á Grænlandi og Suðurskautslandinu.
AUGA Á ÍSNUM
Heimild: ESA
Kemur í stað CryoSat sem
hrapaði í Norður-Íshafið
skömmu eftir að gervihnett-
inum var skotið á loft 2005
SIRAL, ratsjárhæðarmælir sem sendir
þúsundir ratsjármerkja til jarðar á sekúndu
og mælir tímann sem það tekur þau að
endurkastast til baka
Hægt er að nota upplýsingarnar til að
kortleggja ísþekjuna með svo mikilli
nákvæmni að aðeins getur skeikað um
nokkra sentimetra
Starfar í um 700 km
hæð í 88-92 gráðu
horni
Rafeinda-
tæki Siral
Loftnet
Siral
45 fyrirtæki frá þrettán
Evrópulöndum tóku þátt
í hönnun og smíði nýja
gervihnattarins
FARMURÍSKÖNNUNARHNÖTTUR
Lítil virkni
Svæði
SAR
Svæði
SARin
Loftnets-
pallur
Stjörnu-
myndavél
TÆKJABÚNAÐUR CRYOSAT-2
VIRKNI TÆKJANNA
Loftnet
Siral-
ratsjár-
hæðarmælis
Helix-loftnet (s-band)
Loftnet (x-band)
Sendir mælingar-
niðurstöður til jarðar
Doris-loftnet
Tekur við merkjum frá
útvarspvitum á jörðu
Leysiglitauga
Endurkastar leysigeislum sem
koma að gervihnettinum
Burðarflaug: Dnepr
Jarðstöð: Kiruna, Svíþjóð
Tímalengd rannsóknar: 3 ár
Stærð: 4,6 x 2,4 x 2,2 m
Þyngd við geimskot: 720 kg
Gagnaflutningar á dag: 50GB
90
60
30
0
30
60
90
180-150 150-120 120-90 90-60 60-30 300
SAR-víxlunarmælir (SARIn)
Mjög nákvæm tækni sem byggist á bylgjuvíxl-
myndum, unnum út frá endurteknum
SAR-myndum frá gervihnetti
SAR-ratsjárbúnaður
Tækni sem beitt er við mælingar yfir
hafi og hafís til að upplausnin á
gervihnattarmyndum verði betri
Breytingar á jöklum mældar úr geimnum
Evrópskum
rannsóknahnetti
skotið á loft í dag
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í
Kirgisistan náðu þinghúsinu, skrif-
stofum forsetans og fleiri opinber-
um byggingum í höfuðborginni Bis-
hkek á sitt vald í gær eftir hörð
átök við öryggissveitir sem beittu
byssum. Hermt var að tugir manna
lægju í valnum.
Stjórnarandstæðingarnir kröfð-
ust þess að Kurmanbek Bakijev,
forseti landsins, og ráðherrar í
stjórn hans segðu af sér. Uppreisn-
armennirnir saka ráðamennina um
mannréttindabrot, einræðistilburði
og efnahagslega óstjórn. Þeir mót-
mæla einnig verðhækkunum á olíu,
bensíni og gasi.
Sakaður um frændhygli
Kirgisistan er eitt af fátækustu
löndunum sem tilheyrðu Sovétríkj-
unum fyrir hrun kommúnismans.
Bakijev hefur verið forseti landsins
frá byltingu árið 2005 þegar stjórn
Askars Akajevs, þáverandi forseta,
var steypt af stóli. Bakijev hét því
að bæta efnahag landsins en and-
stæðingar hans saka hann um spill-
ingu og hafa meðal annars kvartað
yfir því að hann hafi skipað frænd-
ur sína í mikilvæg embætti.
Fregnir hermdu að forsetinn
hefði flúið út úr borginni. Uppreisn-
armenn náðu m.a. sjónvarpsstöð á
sitt vald og kveiktu í skrifstofu
ríkissaksóknara. Ríkisfjölmiðlar
landsins sögðu að aðstoðarforsæt-
isráðherra hefði verið tekinn í gísl-
ingu.
Uppreisnarmenn réðust inn í
þinghúsið eftir að hundruð manna
höfðu setið um það. Þúsundir
manna umkringdu aðrar opinberar
byggingar í miðborginni. Haft var
eftir embættismanni í Bishkek að
minnst 40 manns hefðu beðið bana í
átökunum en leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar sagði að yfir hundrað
manns lægju í valnum. Fréttastofan
Reuters hafði eftir lækni í Bishkek
að tugir manna hefðu látið lífið,
flestir af völdum skotsára.
Óstaðfestar fregnir hermdu að
uppreisnarmenn hefðu barið innan-
ríkisráðherra landsins til bana í
bænum Talas þar sem uppreisnin
hófst á mánudag.
Tugir manna
lágu í valnum
Uppreisnarmenn í Kirgisistan
krefjast þess að stjórnin segi af sér
Reuters
Átök Stjórnarandstæðingar halda á
særðum félaga sínum í Bishkek.
Í HNOTSKURN
» Stjórnvöld í Bandaríkj-unum og Rússlandi létu í
ljósi miklar áhyggjur af átök-
unum. Bæði löndin eru með
herstöðvar í Kirgisistan.
VÍSINDAMENN
hafa uppgötvað
nýja eðlutegund
á Filippseyjum.
Eðlur af þessari
tegund eru mjög
stórar eða um
tveggja metra
langar og til-
heyra svoköll-
uðum hópi frýna
(varanidae). Í
þeim hópi eru stærstu og lengstu
eðlur í heimi.
Að sögn vísindamanna er um
einstakan fund að ræða. Eðl-
urnar búa í skóglendi við Sierra
Madre-fjallgarðinn í norðurhluta
landsins. Hreistrið á eðlunum er
skærgult, blátt og grænt. Þær
éta einvörðungu ávexti. Menn
velta hins vegar fyrir sér hvers
vegna líffræðingar hafa ekki
fundið og rannsakað dýrin fyrr.
Veiddu eðlurnar sér til matar
„Þetta er ótrúlegt dýr,“ segir
doktor Rafe Brown, einn vísinda-
manna sem lýsa eðlunni í vís-
indatímaritinu Biology Letters.
Þar kemur fram að mjög sjald-
gæft er að finna jafn stór dýr
sem lifi á landi og hafi áður ver-
ið ókunn vísindamönnum. Á síð-
ustu árum hefur þó meðal ann-
ars fundist ný apategund í
Afríku.
Eðlutegundin er vel þekkt
meðal tveggja ættflokka sem lifa
í skógum Luzon-eyju í norður-
hluta landsins. Þeir hafa veitt
eðlurnar sér til matar.
Greint er frá eðlutegundinni á
fréttavef breska ríkisútvarpsins
BBC.
Fundu
nýja eðlu-
tegund
Eðlurnar eru um
tveggja metra langar
Nýfundna eðlan
er ávaxtaæta.