Morgunblaðið - 08.04.2010, Síða 21

Morgunblaðið - 08.04.2010, Síða 21
Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 30. ágúst 2010. WWW.NOMA.NU Kynningarfundur í Reykjavik Kaffi Sólon Bankastræti 7a 22. apríl kl. 16.00 Skráning á: www.noma.nu almenn og alhæfa um þau: Ég verð aldrei góður í golfi. Ég er glatað foreldri. Engum í yfirstjórninni líkar við mig. Bjartsýnismenn líta aftur á móti á mistök sem sértækt mótlæti: Ég spilaði ekki vel á sunnudaginn, en ég var líka ekki búinn að æfa lengi vegna meiðsla. Ég hef ekki varið nógu miklum tíma með dóttur minni. Yfirmanni mínum líkar ekki við mig en mér semur vel við hina í yf- irstjórninni. Reivich lýsir þessari vídd sem „allt vs. ekki allt“. Ef þú telur atburð í ein- um hluta lífs þíns gagntaka aðrar hliðar ertu „allt“-manneskja. Ef þú kemur með sértækar útskýringar á því hvað orsakaði neikvæðan atburð, ertu meira „ekki alltaf“-hugsandi. Persónubinding – innri vs. ytri Þessi vídd varðar það hverjum er um að kenna þegar hlutirnir fara úr- skeiðis. Svartsýnismenn kenna sjálf- um sér um og leita orsaka innra með sér á meðan bjartsýnismenn hafa til- hneigingu til að kenna öðrum eða ytri aðstæðum um. Reivich lýsir þessari vídd sem „ég vs. ekki ég“. Ef þú ert „ég“- manneskja ertu líklegri til að kenna sjálfri þér um það sem fór úrskeiðis en ef þú trúir því að skuldin liggi yf- irleitt ekki hjá þér þá muntu leita ytri skýringar. Ef þú ert of seinn á fund og þú kennir umferðinni um er um að ræða „ekki ég“-útskýringu en ef þú segir „ég legg alltaf of seint af stað á fundi“ er um að ræða „ég“- útskýringu. Þegar bjartsýnismaður stendur andspænis mótlæti hefur hann til- hneigingu til að segja: „ekki ég“, „ekki alltaf“, „ekki allt“. Ef maður aftur á móti lítur á sjálfan sig sem or- sök vandamálsins og telur aðstæð- urnar vera langvarandi og líklegar til að skapa vandamál í öðrum þáttum lífsins þá er um að ræða meira svart- sýnt viðhorf. Hægt er að breyta því hvernig maður hugsar. Jafnvel þó að hugs- unarstíll okkar sé svartsýnn í dag eru til sterkar vísbendingar um að við getum tileinkað okkur meiri seiglu og bjartsýni. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. ENN grætur LÍÚ- elítan sáran, nú vegna ákvæðis í lögum sem heimilar sjáv- arútvegsráðherra að auka skötuselskvót- ann á fiskveiðiárunum 2009/10 og 2010/11 um allt að 2000 tonn hvort ár. Í framhald- inu hefur ráðherra ákveðið að auka skötuselskvótann úr 2500 tonnum í 3000 tonn á þessu ári eða um 20% sem gert er í samráði við Hafró.Um heimildarákvæðið í skötusels- frumvarpinu höfðu þeir LÍÚ-menn mörg stór orð enda þeir einu í þessu landi sem hafa öðlast þá fullkomnun andans að telja sig æðri stórnvöld- um þessa lands. Um frumvarpið mátti lesa í Útveginum, blaði LÍÚ, 28. des. sl. eftirfarandi ádrepu til ráðherra sjávarútvegs og landbún- aðar, Jón Bjarnason: „Það hlýtur að vera einsdæmi að þjóð sem á jafn- mikið undir nýtingu náttúru- auðlinda og við og hefur náð að skapa sér þá ímynd á alþjóðavett- vangi að hún stundi sjálfbæra nýt- ingu fiskistofna, ábyrgar fiskveiðar og varúðarnálgun við stjórn fisk- veiða hafi til meðferðar á þjóðþingi sínu frumvarp sem beinlínis miðar að því að ofveiða ákveðinn fiski- stofn“ segir í umsögn LÍÚ um frumvarp sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra sem hann hefur lagt fram á Alþingi.“ Rifjum upp að á fiskveiðiárinu 2007/08 lagði Hafró til að þorskafl- inn yrði 130 þús. tonn. Þá krafðist LÍÚ hækkunar í 155-160 þús. tonn, um 19-23%. Þá var allt í lagi að fara um fimmtung fram úr ráðgjöfinni að mati LÍÚ sem, samkvæmt þeirra skötuselsrökum, mundi leiða til þess að þorkstofninn, það fiskveiðiár, hefði ekki verið nýttur með sjálf- bærum hætti. Hér sannast hið forn- kveðna „að illt er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri“. Skötuselsákvæðið er til bóta Að mínu mati er veruleg réttarbót falin í því að bjóða þeim sem veiðileyfi hafa í lögsög- unni kaup á skötusels- kvóta. Sér í lagi fyrir þá sem stunda aðrar veiðar en fá skötusel sem með- afla. Þeir hafa neyðst til að kaupa kvótann á 350 kr./kg en eiga nú kost á fá kílóið á 120 kr. Hér munar (350-120)*500000=115 millj- ónum kr., m.v. 500 þús. tonnin, sem mun að einhverju leyti koma fram í hærri tekjum sjómanna þeirra skipa sem þurft hafa að kaupa skötusels- kvóta af sægreifunum á liðnum ár- um. Það er raunar ótrúlegt hvað mikið af skötuselskvótanum hefur verið framselt. Á fiskveiðiárinu 2007/08, nýjustu tölur Fiskistofu, nam skötusels- veiðin 2290 tonnum, þar af var 1635 tonna skötuselskvóti, rúml. 71% heildarkvótans, framseldur til óskyldra aðila og m.v. kvótaverðið í dag nam andvirði hans rúmum 572 milljónum kr. Þarf einhvern að undra þótt þeir sem hafa verið að selja skötuselskvóta fyrir tugi millj- óna kr., kvóta sem þeim var afhent- ur endurgjaldslaust í upphafi, rísi nú upp og andmæli hástöfum? Það er bæði mannlegt og eðlilegt en að fulltrúar sjómanna skuli nú samein- ast undir pilsfaldi LÍÚ til andmæla er fráleitt þar sem skötusels- ákvæðið mun, ef eitthvað er, bæta hag sjómannanna á umræddum skipum. Hafi Jón Bjarnason þakkir fyrir. Fyrningin og raunveruleikinn Fyrningarleiðin gerir ráð fyrir því að 5% aflaheimilda verði inn- kölluð á ári sem þýðir m.v. fisk- veiðiárið 2007/08: Þorskur af 130 þús. tonnum, 6,5 þús. tonn. Ýsa af 100 þús. tonnum, 5 þús. tonn. Ufsi af 75 þús. tonnum, 3,75 þús. tonn. Karfi af 57 þús. tonnum, 2,85 þús. tonn. Samt. 18.1 þús. tonn. Skoðum raunveruleikann, þ.e. hvað mikið var framselt af kvóta nefndra teg- unda til óskyldra aðila á sama tíma- bili: Þorskur 43,4 þús. tonn. Ýsa 52,5 þús. tonn. Ufsi 34,5 þús. tonn og karfi 21 þús. tonn. Samt. 151,35 þús. tonn, 151,35/18,1 =8,36 eða rúmlega áttfalt það magn sem fyrn- ingin gerir ráð fyrir. Veltan á kvótamarkaðinum Kvótasalan á nefndu tímabili, í þessum fjórum tegundum, nam rúmum 25 milljörðum kr. m.v. nefnt magn og kvótaverðið sem birt var á heimasíðu Fiskistofu 30. mars sl. Þar sem kvóti fleiri tegunda en hér hafa verið nefndar gengur kaupum og sölum, benda allar líkur til þess að veltan á þessum markaði sé tæp- ast undir 30 milljörðum kr. á ári m.v. gefnar forsendur. Fróðlegt væri ef einhver þeirra reiknimeist- ara sem tekið hafa að sér að upplýsa þjóðina um óréttlæti fyrningarleið- arinnar mundi með líkum hætti setja fram í tölum hvaðan nefndir 30 milljarðar koma, þ.e. á þegna hverra byggðarlaga er verið að leggja viðbótarskatta og til hverra þeir renna. Sömuleiðis væri afar fróðlegt ef reiknimeistararnir gætu upplýst hver áhrif 30 milljarðanna eru á fiskverð til sjómanna í beinni sölu sem hefur farið niður í um 60% af markaðsverðinu í þorskinum. Muninn má væntanlega rekja að einhverju leyti til þess viðbót- arkostnaðar sem hlýst af kvóta- viðskiptunum. Í ljósi þessa verður yfirstandandi endurskoðun á stjórn fiskveiða að geta af sér skýr ákvæði sem leiða til lækkunar á leigukvóta þannig að t.d. þorskkvótinn fari úr 160-180 kr./ kg í um 30 kr./kg með tilsvarandi lækkun annarra tegunda. Takist það má fullyrða að endurskoðunin hafi skilað árangri. Hvort 5% árleg fyrning aflaheimilda verður tekin upp er að mínu mati mun minna mál fyrir sjómenn, samanber tölurnar hér að framan. Eftir Helga Laxdal »Er eignatil- færslan vegna kvótaviðskiptanna allt að 30 milljarðar? Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. Illt er að hafa tungur tvær Bridsfélag Reykjavíkur Þegar lokið er 6 umferðum af 10 í aðalsveitakeppni BR, er staðan þessi. 1 Grant Thornton 120 2 Málning 114 3-4 Stefán Jóhannsson 113 3-4 Garðs Apótek 113 Bridsfélögin á Suðurnesjum Garðar Garðarsson og Halldóra Magnúsdóttir sigruðu í páskatví- menningi félaganna sem var spilaður á miðvikudag fyrir bænadaga. Þau náðu 63,7% skor. Svavar Jensen og Arnór Ragnars- son urðu í öðru sæti með 63% og Gunnlaugur Sævarsson og Karl G. Karlsson þriðju með 60,7%. Næsta miðvikudag verður fram haldið meistaramótinu í tvímenningi en þar er lokið tveimur umferðum af fimm. Spilað er í félagsheimilinu á Mána- grund. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.