Saga - 2003, Page 12
10
SAGNFRÆÐI OG SAMTÍÐARMÁL
hvers vegna norsk verkamannastétt hætti að líta á sig sem bylting-
arsinnaða og aðhylltist í staðinn endurbótastefnuna nýju (den nye
reformismen), í anda þeirrar stefnu sem Verkamannaflokkurinn tók
upp á fjórða áratugnum. Ég var ósáttur við gamla kennimiðið
„hugmyndir — skipulag — aðgerðir" og reyndi að setja mig inn í
aðstæður verkamannanna — endurskapa lífsskilyrði þeirra sem
launavinnumanna. í þessu sambandi varð maður að reyna að
glöggva sig á hvernig þessi skilyrði mótuðust af verksmiðjukerf-
inu, stjórn þess og skipulagi, og hvernig breytingar á aðstæðum í
fyrirtækjunum, m.a. í tilliti til vinnumarkaðar og atvinnuleysis,
gátu skýrt þá stefnubreytingu sem ég nefndi áðan, frá byltingar-
stefnu til endurbótastefnu.
— Það má ætla að pú hafir verið undir talsverðum áhrifum frá ensku
marxistunum?
Já, það er Ijóst að enski menningarmarxisminn, með þá E. P.
Thompson og Eric Hobsbawm í fararbroddi, var mjög öflug stefna
sem vakti mikla athygli. Hér má líka bæta við þýska straumnum,
t.d. Júrgen Kocka, sem hafði víðtæk áhrif með verkum sínum á
yngri árum. Þannig að við vorum sannarlega ekki sér á báti heldur
hluti af breiðri fylkingu. Við Norðmenn erum ekki lausir við þá for-
dóma að við séum og eigum að vera svo sérstakir. Það held ég við
séum ekki — það er frekar að þróunin hjá okkur komi fram sem
smáhlykkir á almennum ferlum.
— Svo var það á níunda áratugnum að þú fórst að fást við borgarsögu,
samdir eitt bindi afsögu Óslóar. Hvað bar til þess?
Ég hafði lokið doktorsprófi og þurfti að framfleyta mér einhvern
veginn! Mér bauðst þá að skrifa eitt bindi af sögu Óslóar, það fjórða
sem spannar tímabilið 1900-1940. Borgarsjóður stóð straum af
þessu verkefni. Verkefnið veitti mér mikla ánægju vegna þess að
samning byggðarsögu gefur manni færi á að reyna að skilja hvern-
ig ólíkir þættir eins staðfélags tengjast innbyrðis, hvernig t.d. sam-
félagsgerð, fólksfjöldaþróun og atvinnuleysi hanga saman. Samfara
þessu verður maður nákominn húsum og byggingum borgarinnar
svo að maður „les" hana nú allt öðru vísi en áður. Og enn má bæta
því við að þar sem maður þarf að kynnast svo mörgum hliðum
mannlífsins, þá verður maður samræðuhæfur um ólíkustu hluti,