Saga - 2003, Page 14
12
SAGNFRÆÐI OG SAMTÍÐARMÁL
svo mörg efni sem skrifa mætti um og eitt ráð til að réttlæta valið er
að sýna fram á hvernig efnið varðar nútíðina. En hér stöndum við
frammi fyrir vissri þversögn: þurfi viðfangsefnið að hafa ákveðna
nútíðarskírskotun til þess að sýnast áhugavert, þá er á hirm bóginn
nauðsynlegt að menn virði fortíðina á hennar eigin forsendum (séu
historicist eins og sagt er á fagmáli). Þetta er þversögn vegna þess að
hefðum við ekki áhuga á því sem er ólíkt eða öðruvísi í fortíðinni,
þá gætum við eins vel látið okkur nægja að kanna aðstæður í nú-
tímanum. Öðrum þræði leggjum við fyrir spurningar sem við
viljum fá botn í á líðandi stund en á sama tíma ber okkur að svara
þeim á forsendum sem eru lausar við tíma- eða söguskekkju.
— Meðal sagnfræðinga við Háskóla íslands eru nokkuð skiptar skoðanir
um hvernig hentugast og árangursríkast sé að haga kennslu í aðferðum og
kennmgum í greininni. Hvaða skoðun hefur ptí á pessu? Mælir pú með
sjálfstæðum aðferðafræðinámskeiðum eða pví að aðferðafræðikennslan sé
fléttuð inn íhin ýmsu efnisbundnu námskeið?
í Ósló reynum við að gera sitt lítið af hvoru. Þetta tengist sjálfsagt
því að stofnun okkar er tiltölulega fjölmenn og við getum boðið
upp á fjölbreytilega kennslu. Við erum með yfirlitsfyrirlestra í
grunnatriðum sögukenningar og sagnritun, en jafnframt höfum við
leitast við að sinna eiginlegri aðferðafræði, sem sé sígildri heim-
ildarýni, m.a. með því að sum sérefnin (spesialemner) hafa verið lögð
þannig fyrir að maður þarf að nota smásjá, gaumgæfa smáatriðin
og nálgast þannig einstaklingana í sögunni. Markmiðið með þessu
er að nemendur venjist að hugsa um viðfangsefnin í mismunandi
formum. En í þeirri aðferðafræðikennslu sem tengist sérefnum höf-
um við lent í því að aðferðirnar vilja verða hornreka.
— Vtkjum pá að öðru, p.e. próun sagnritunar í Noregi síðastliðin 10-15
ár. Hefur orðið vart áberandi brei/tmga síðati á áttunda og níunda ára-
tugnum?
Já, vissulega. Eitt er það að nú er skrifað meira en áður um sögu
annarra landa en Noregs. Vissulega höfum við áður átt sagnfræð-
inga sem voru vel að sér í sögu annarra landa, t.d. Káre Tonnesson,
sérfræðing í frönsku byltingunni, og Jarle Simensen í Afríkusögu,
nú eða Halvdan Koht, sem var sérfræðingur í öllu (að eigin dómi!),
m.a. í sögu Ameríku, en á síðustu árum hefur hneigðin verið í þá átt